Segja Putin spila með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2017 23:30 James Clapper og John Brennan. Vísir/GETTY Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna segja Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera að spila með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, gagnrýna forsetann harðlega fyrir að gera lítið úr þeirri ógn sem þeir segja að stafi af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir segja enn fremur að Trump sé að leyfa Putin að komast upp með afskipti sín og gagnrýna forsetann harðlega. Trump og Putin ræddust við í gær og eftir samtal þeirra sagði Trump blaðamönnum að Putin hefði sagt að ásakanir um afskipti af kosningum ættu ekki rétt á sér. „Þetta er annað hvort barnsleg hegðun eða fáfræði sem Trump er að sýna gagnavart Putin,“ sagði Brennan í viðtali á CNN í dag. Hann og Clapper voru báðir í viðtalinu.Trump gaf í skyn í dag að hann stæði með leyniþjónustum Bandaríkjanna og þá sérstaklega núverandi yfirmönnum stofnananna, sem hann skipaði í embætti. Niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó ekki breyst frá því að skipt var um yfirmenn þar. Forsetinn dró einnig úr gildi niðurstaðna stofnananna um afskipti Rússa af kosningunum. Washington Post bendir á að Trump virðist hafa reynt að breyta orðum sínum í dag. Mike Pompeo, núverandi yfirmaður CIA, sagði í gær að hann stæði við niðurstöður stofnunarinnar.Sjá einnig: Yfirmaður CIA ósammála TrumpBrennan sagði einnig að lærdómurinn sem Putin muni draga frá samskiptum þeirra sé að hægt sé að spila með Trump með því að nýta hégóma og óöryggi forsetans. Það væri áhyggjuefni og sérstaklega með tilliti til öryggis þjóðarinnar. Clapper sagðist sammála þeirri greiningu.Þeir Brennan og Clapper sögðust hvorugur skilja af hverju Trump vildi ekki segja Putin að Bandaríkin viti hvað Rússar hafi gert. „Ég skil ekki tvísýnina um þetta mál,“ sagði Brennan. „Putin er staðráðin í því að grafa undan kerfi okkar, lýðræði og stöðu í heiminum. Að reyna að mála það einhvern veginn öðruvísi er stórundarlegt. Í rauninni ógnar það Bandaríkjunum.“ Clapper sagði sömuleiðis að það væri ljóst að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum og það væri „furðulegt að Trump vildi ekki sætta sig við það og þrýsta á Putin“. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna segja Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera að spila með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, gagnrýna forsetann harðlega fyrir að gera lítið úr þeirri ógn sem þeir segja að stafi af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir segja enn fremur að Trump sé að leyfa Putin að komast upp með afskipti sín og gagnrýna forsetann harðlega. Trump og Putin ræddust við í gær og eftir samtal þeirra sagði Trump blaðamönnum að Putin hefði sagt að ásakanir um afskipti af kosningum ættu ekki rétt á sér. „Þetta er annað hvort barnsleg hegðun eða fáfræði sem Trump er að sýna gagnavart Putin,“ sagði Brennan í viðtali á CNN í dag. Hann og Clapper voru báðir í viðtalinu.Trump gaf í skyn í dag að hann stæði með leyniþjónustum Bandaríkjanna og þá sérstaklega núverandi yfirmönnum stofnananna, sem hann skipaði í embætti. Niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó ekki breyst frá því að skipt var um yfirmenn þar. Forsetinn dró einnig úr gildi niðurstaðna stofnananna um afskipti Rússa af kosningunum. Washington Post bendir á að Trump virðist hafa reynt að breyta orðum sínum í dag. Mike Pompeo, núverandi yfirmaður CIA, sagði í gær að hann stæði við niðurstöður stofnunarinnar.Sjá einnig: Yfirmaður CIA ósammála TrumpBrennan sagði einnig að lærdómurinn sem Putin muni draga frá samskiptum þeirra sé að hægt sé að spila með Trump með því að nýta hégóma og óöryggi forsetans. Það væri áhyggjuefni og sérstaklega með tilliti til öryggis þjóðarinnar. Clapper sagðist sammála þeirri greiningu.Þeir Brennan og Clapper sögðust hvorugur skilja af hverju Trump vildi ekki segja Putin að Bandaríkin viti hvað Rússar hafi gert. „Ég skil ekki tvísýnina um þetta mál,“ sagði Brennan. „Putin er staðráðin í því að grafa undan kerfi okkar, lýðræði og stöðu í heiminum. Að reyna að mála það einhvern veginn öðruvísi er stórundarlegt. Í rauninni ógnar það Bandaríkjunum.“ Clapper sagði sömuleiðis að það væri ljóst að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum og það væri „furðulegt að Trump vildi ekki sætta sig við það og þrýsta á Putin“.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17