Segja Putin spila með Trump Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2017 23:30 James Clapper og John Brennan. Vísir/GETTY Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna segja Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera að spila með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, gagnrýna forsetann harðlega fyrir að gera lítið úr þeirri ógn sem þeir segja að stafi af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir segja enn fremur að Trump sé að leyfa Putin að komast upp með afskipti sín og gagnrýna forsetann harðlega. Trump og Putin ræddust við í gær og eftir samtal þeirra sagði Trump blaðamönnum að Putin hefði sagt að ásakanir um afskipti af kosningum ættu ekki rétt á sér. „Þetta er annað hvort barnsleg hegðun eða fáfræði sem Trump er að sýna gagnavart Putin,“ sagði Brennan í viðtali á CNN í dag. Hann og Clapper voru báðir í viðtalinu.Trump gaf í skyn í dag að hann stæði með leyniþjónustum Bandaríkjanna og þá sérstaklega núverandi yfirmönnum stofnananna, sem hann skipaði í embætti. Niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó ekki breyst frá því að skipt var um yfirmenn þar. Forsetinn dró einnig úr gildi niðurstaðna stofnananna um afskipti Rússa af kosningunum. Washington Post bendir á að Trump virðist hafa reynt að breyta orðum sínum í dag. Mike Pompeo, núverandi yfirmaður CIA, sagði í gær að hann stæði við niðurstöður stofnunarinnar.Sjá einnig: Yfirmaður CIA ósammála TrumpBrennan sagði einnig að lærdómurinn sem Putin muni draga frá samskiptum þeirra sé að hægt sé að spila með Trump með því að nýta hégóma og óöryggi forsetans. Það væri áhyggjuefni og sérstaklega með tilliti til öryggis þjóðarinnar. Clapper sagðist sammála þeirri greiningu.Þeir Brennan og Clapper sögðust hvorugur skilja af hverju Trump vildi ekki segja Putin að Bandaríkin viti hvað Rússar hafi gert. „Ég skil ekki tvísýnina um þetta mál,“ sagði Brennan. „Putin er staðráðin í því að grafa undan kerfi okkar, lýðræði og stöðu í heiminum. Að reyna að mála það einhvern veginn öðruvísi er stórundarlegt. Í rauninni ógnar það Bandaríkjunum.“ Clapper sagði sömuleiðis að það væri ljóst að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum og það væri „furðulegt að Trump vildi ekki sætta sig við það og þrýsta á Putin“. Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fyrrverandi hátt settir embættismenn innan leyniþjónusta Bandaríkjanna segja Vladimir Putin, forseta Rússlands, vera að spila með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Þeir John Brennan, fyrrverandi yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), og James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, gagnrýna forsetann harðlega fyrir að gera lítið úr þeirri ógn sem þeir segja að stafi af afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Þeir segja enn fremur að Trump sé að leyfa Putin að komast upp með afskipti sín og gagnrýna forsetann harðlega. Trump og Putin ræddust við í gær og eftir samtal þeirra sagði Trump blaðamönnum að Putin hefði sagt að ásakanir um afskipti af kosningum ættu ekki rétt á sér. „Þetta er annað hvort barnsleg hegðun eða fáfræði sem Trump er að sýna gagnavart Putin,“ sagði Brennan í viðtali á CNN í dag. Hann og Clapper voru báðir í viðtalinu.Trump gaf í skyn í dag að hann stæði með leyniþjónustum Bandaríkjanna og þá sérstaklega núverandi yfirmönnum stofnananna, sem hann skipaði í embætti. Niðurstöður leyniþjónusta Bandaríkjanna hafa þó ekki breyst frá því að skipt var um yfirmenn þar. Forsetinn dró einnig úr gildi niðurstaðna stofnananna um afskipti Rússa af kosningunum. Washington Post bendir á að Trump virðist hafa reynt að breyta orðum sínum í dag. Mike Pompeo, núverandi yfirmaður CIA, sagði í gær að hann stæði við niðurstöður stofnunarinnar.Sjá einnig: Yfirmaður CIA ósammála TrumpBrennan sagði einnig að lærdómurinn sem Putin muni draga frá samskiptum þeirra sé að hægt sé að spila með Trump með því að nýta hégóma og óöryggi forsetans. Það væri áhyggjuefni og sérstaklega með tilliti til öryggis þjóðarinnar. Clapper sagðist sammála þeirri greiningu.Þeir Brennan og Clapper sögðust hvorugur skilja af hverju Trump vildi ekki segja Putin að Bandaríkin viti hvað Rússar hafi gert. „Ég skil ekki tvísýnina um þetta mál,“ sagði Brennan. „Putin er staðráðin í því að grafa undan kerfi okkar, lýðræði og stöðu í heiminum. Að reyna að mála það einhvern veginn öðruvísi er stórundarlegt. Í rauninni ógnar það Bandaríkjunum.“ Clapper sagði sömuleiðis að það væri ljóst að Rússar hefðu haft afskipti af kosningunum og það væri „furðulegt að Trump vildi ekki sætta sig við það og þrýsta á Putin“.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40 Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27 Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15 Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Segir Trump yngri hafa boðið greiða gegn gögnum um Clinton Natalia Veselnitskaya segir hann hafa beðið um sönnunargögn um að fjármunir hefðu borist til framboðs Hillary Clinton með ólöglegum hætti. 6. nóvember 2017 15:40
Trump segir að Pútín hafi ekki skipt sér af Bandaríkjaforseti segir að Rússlandsforseti hafi fullyrt við sig í samtali að hann hafi ekki skipt sér af bandarísku forsetakosningunum á næsta ári. 11. nóvember 2017 12:27
Trump sagður kenna tengdasyni sínum um Rússarannsóknina Bandamenn Trump ráðleggja honum að berjast gegn rannsókn Robert Mueller. 3. nóvember 2017 13:15
Ráðgjafi framboðs Trump hitti fulltrúa Rússa í fyrra Frekari staðfestingar eru nú að koma fram um samskipti fulltrúa framboðs Donalds Trump við rússneska embættismenn í kosningabaráttunni í fyrra. 4. nóvember 2017 09:17