Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2017 21:15 Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist í fréttum Stöðvar 2 finna fyrir miklum stuðningi heimamanna við verkefnið en stefnt er að því að gangsetningarferli verksmiðjunnar hefjist eftir fjórar vikur. Fréttir sem bárust í vor af gangsetningu kísilvers United Silicon í Helguvík urðu til þess að margir hrukku í kút á Húsavík. Nú er framundan að ræsa kísilver PCC á Bakka. Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon, segir stefnt að því að gangsetningarferlið hefjist þann 13. desember. Þegar hann er spurður hvort Húsvíkingar þurfi að óttast það sama og Keflvíkingar er svarið skýrt: „Nei. Húsvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því, - ekki frekar en mitt starfsfólk. Vandræðin sem hafa verið á Reykjanesi, held ég, hafa ekkert með það að gera að það hafi verið að starta kísilveri þar. Ég held að það hljóti að hafa verið eitthvað annað sem hafi farið úrskeiðis þar.“Kísilver PCC á Bakka er að verða tilbúið. Stefnt er að því að gangsetningarferlið hefjist fyrir miðjan desember,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir PCC kaupa verksmiðjuna tilbúna frá þýska fyrirtækinu SMS, sem hafi yfir eitthundrað ára reynslu í málmiðnaði. Ofn verksmiðjunnar verði kyntur um eða upp úr áramótum. SMS fylgi gangsetningunni úr hlaði þar til reksturinn verði orðinn stöðugur. „Svona verksmiðjur eru til út um allan heim og verið gangsettar margoft án þess að svona vandræði hafi verið. Og ég er alveg sannfærður um það, miðað við hvernig staðið er að þessu verkefni, - og allur ramminn í kringum þetta verkefni, - komi í veg fyrir það.“Séð yfir Húsavík. Nýju hafnarmannvirkin eru lengst til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir samfélagið á Húsavík og nærsveitum taka fyrirtækinu vel og nefnir sem dæmi góða mætingu á opinn dag, sem haldinn var á Bakka síðla sumars. „Við fundum mikinn stuðning. Úr þessu þrjúþúsund manna sveitarfélagi fengum við fjögurhundruð gesti, sem er bara mjög gott og sýnir áhugann á þessu verkefni. Og yfirgnæfandi; bara mikill stuðningur, frá öllum sem komu.“ Fjallað var um iðnaðaruppbygginguna í Þingeyjarsýslum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist í fréttum Stöðvar 2 finna fyrir miklum stuðningi heimamanna við verkefnið en stefnt er að því að gangsetningarferli verksmiðjunnar hefjist eftir fjórar vikur. Fréttir sem bárust í vor af gangsetningu kísilvers United Silicon í Helguvík urðu til þess að margir hrukku í kút á Húsavík. Nú er framundan að ræsa kísilver PCC á Bakka. Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon, segir stefnt að því að gangsetningarferlið hefjist þann 13. desember. Þegar hann er spurður hvort Húsvíkingar þurfi að óttast það sama og Keflvíkingar er svarið skýrt: „Nei. Húsvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því, - ekki frekar en mitt starfsfólk. Vandræðin sem hafa verið á Reykjanesi, held ég, hafa ekkert með það að gera að það hafi verið að starta kísilveri þar. Ég held að það hljóti að hafa verið eitthvað annað sem hafi farið úrskeiðis þar.“Kísilver PCC á Bakka er að verða tilbúið. Stefnt er að því að gangsetningarferlið hefjist fyrir miðjan desember,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir PCC kaupa verksmiðjuna tilbúna frá þýska fyrirtækinu SMS, sem hafi yfir eitthundrað ára reynslu í málmiðnaði. Ofn verksmiðjunnar verði kyntur um eða upp úr áramótum. SMS fylgi gangsetningunni úr hlaði þar til reksturinn verði orðinn stöðugur. „Svona verksmiðjur eru til út um allan heim og verið gangsettar margoft án þess að svona vandræði hafi verið. Og ég er alveg sannfærður um það, miðað við hvernig staðið er að þessu verkefni, - og allur ramminn í kringum þetta verkefni, - komi í veg fyrir það.“Séð yfir Húsavík. Nýju hafnarmannvirkin eru lengst til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir samfélagið á Húsavík og nærsveitum taka fyrirtækinu vel og nefnir sem dæmi góða mætingu á opinn dag, sem haldinn var á Bakka síðla sumars. „Við fundum mikinn stuðning. Úr þessu þrjúþúsund manna sveitarfélagi fengum við fjögurhundruð gesti, sem er bara mjög gott og sýnir áhugann á þessu verkefni. Og yfirgnæfandi; bara mikill stuðningur, frá öllum sem komu.“ Fjallað var um iðnaðaruppbygginguna í Þingeyjarsýslum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20