Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2017 21:20 Bergur Elías Ágústsson, verkefnisstjóri PCC Seaview Residences ehf. Nýja hverfið sést fyrir aftan. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík á skömmum tíma. Nýtt íbúðahverfi sprettur nú upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Berg Elías Ágústsson, verkefnisstjóra PCC Seaview Residences ehf., og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Nýbyggingarsvæðið er syðst á Húsavík í hverfi sem kallast Holtahverfi. Þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Fyrstu grunnar voru teknir í júlímánuði og stefnt að því að flutt verði inn í fyrstu húsin í nóvember. Dótturfélag PCC, sem Húsvíkingar nefna Sjávarsýn upp á íslensku, er að byggja ellefu parhús með 22 íbúðum í fyrsta áfanga. Þær verða í tveimur stærðum, þær minni 77 fermetrar en þær stærri 90 fermetrar.Nýju parhúsin spretta nú upp hvert af öðru á Húsavík.Stöð 2/Arnar HalldórssonBergur Elías segir hverfið frábært, með útsýni yfir Skjálfandaflóa og stutt frá golfvellinum. Hann segir hörgul á húsnæði hafa valdið því að PCC hóf þetta stóra verkefni, að aðstoða við uppbyggingu íbúða. Því hefur verið spáð að íbúum á Húsavík fjölgi um tvö til fjögurhundruð manns vegna kísilversins. „Fasteignamat hækkaði um 40 prósent hérna á Húsavík þannig að eignamyndunin er auðvitað mjög mikil. En fasteignaverðið var mjög lágt og erfitt að sannfæra menn um að byggja. Það er því betur að breytast,” segir sveitarstjórinn Kristján Þór.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og það eru fleiri aðilar en dótturfélag PCC farnir af stað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá einkaaðila vera að byggja, ungt fólk, sem er að reisa sér hús. Ég vona að það verði bara fleiri sem munu gera það,” segir Bergur Elías. Sjávarútsýnisfélag PCC hefur lóðir undir tvöfalt fleiri íbúðir. Ákvörðun um hvort eða hvenær hafist verði handa við síðari áfanga verður þó ekki tekin fyrr en þeim fyrsta er lokið. Meirihluti nýju parhúsanna hefur þegar verið leigður til væntanlegra starfsmanna PCC. Bergur Elías segir það ekki endilega markmið félagsins að eiga húsin. „Þegar fram líða stundir er það allavega mín von að þessar eignir verði seldar og fólk festi rætur hér og þetta verði góð búbót við húsnæðismálin hér á Húsavík.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík á skömmum tíma. Nýtt íbúðahverfi sprettur nú upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. Sýnt var frá framkvæmdum í fréttum Stöðvar 2 og rætt við Berg Elías Ágústsson, verkefnisstjóra PCC Seaview Residences ehf., og Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóra Norðurþings. Nýbyggingarsvæðið er syðst á Húsavík í hverfi sem kallast Holtahverfi. Þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig. Fyrstu grunnar voru teknir í júlímánuði og stefnt að því að flutt verði inn í fyrstu húsin í nóvember. Dótturfélag PCC, sem Húsvíkingar nefna Sjávarsýn upp á íslensku, er að byggja ellefu parhús með 22 íbúðum í fyrsta áfanga. Þær verða í tveimur stærðum, þær minni 77 fermetrar en þær stærri 90 fermetrar.Nýju parhúsin spretta nú upp hvert af öðru á Húsavík.Stöð 2/Arnar HalldórssonBergur Elías segir hverfið frábært, með útsýni yfir Skjálfandaflóa og stutt frá golfvellinum. Hann segir hörgul á húsnæði hafa valdið því að PCC hóf þetta stóra verkefni, að aðstoða við uppbyggingu íbúða. Því hefur verið spáð að íbúum á Húsavík fjölgi um tvö til fjögurhundruð manns vegna kísilversins. „Fasteignamat hækkaði um 40 prósent hérna á Húsavík þannig að eignamyndunin er auðvitað mjög mikil. En fasteignaverðið var mjög lágt og erfitt að sannfæra menn um að byggja. Það er því betur að breytast,” segir sveitarstjórinn Kristján Þór.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Og það eru fleiri aðilar en dótturfélag PCC farnir af stað. „Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá einkaaðila vera að byggja, ungt fólk, sem er að reisa sér hús. Ég vona að það verði bara fleiri sem munu gera það,” segir Bergur Elías. Sjávarútsýnisfélag PCC hefur lóðir undir tvöfalt fleiri íbúðir. Ákvörðun um hvort eða hvenær hafist verði handa við síðari áfanga verður þó ekki tekin fyrr en þeim fyrsta er lokið. Meirihluti nýju parhúsanna hefur þegar verið leigður til væntanlegra starfsmanna PCC. Bergur Elías segir það ekki endilega markmið félagsins að eiga húsin. „Þegar fram líða stundir er það allavega mín von að þessar eignir verði seldar og fólk festi rætur hér og þetta verði góð búbót við húsnæðismálin hér á Húsavík.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21 Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Sjá meira
Lokametrarnir í smíði kísilvers PCC á Bakka Um fimmhundruð manns eru nú að störfum á iðnaðarlóðinni á Bakka við Húsavík en þar er smíði kísilvers þýska félagsins PCC á lokametrunum. 21. september 2017 21:21
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Almenningi ekki leyft að nota nýjustu jarðgöngin Nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða, verða fyrstu bílagöng Vegagerðarinnar sem almennum vegfarendum verður ekki leyft að nota. 23. september 2017 14:12