Segir Húsvíkinga ekki þurfa að hafa áhyggjur Kristján Már Unnarsson skrifar 13. nóvember 2017 21:15 Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist í fréttum Stöðvar 2 finna fyrir miklum stuðningi heimamanna við verkefnið en stefnt er að því að gangsetningarferli verksmiðjunnar hefjist eftir fjórar vikur. Fréttir sem bárust í vor af gangsetningu kísilvers United Silicon í Helguvík urðu til þess að margir hrukku í kút á Húsavík. Nú er framundan að ræsa kísilver PCC á Bakka. Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon, segir stefnt að því að gangsetningarferlið hefjist þann 13. desember. Þegar hann er spurður hvort Húsvíkingar þurfi að óttast það sama og Keflvíkingar er svarið skýrt: „Nei. Húsvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því, - ekki frekar en mitt starfsfólk. Vandræðin sem hafa verið á Reykjanesi, held ég, hafa ekkert með það að gera að það hafi verið að starta kísilveri þar. Ég held að það hljóti að hafa verið eitthvað annað sem hafi farið úrskeiðis þar.“Kísilver PCC á Bakka er að verða tilbúið. Stefnt er að því að gangsetningarferlið hefjist fyrir miðjan desember,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir PCC kaupa verksmiðjuna tilbúna frá þýska fyrirtækinu SMS, sem hafi yfir eitthundrað ára reynslu í málmiðnaði. Ofn verksmiðjunnar verði kyntur um eða upp úr áramótum. SMS fylgi gangsetningunni úr hlaði þar til reksturinn verði orðinn stöðugur. „Svona verksmiðjur eru til út um allan heim og verið gangsettar margoft án þess að svona vandræði hafi verið. Og ég er alveg sannfærður um það, miðað við hvernig staðið er að þessu verkefni, - og allur ramminn í kringum þetta verkefni, - komi í veg fyrir það.“Séð yfir Húsavík. Nýju hafnarmannvirkin eru lengst til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir samfélagið á Húsavík og nærsveitum taka fyrirtækinu vel og nefnir sem dæmi góða mætingu á opinn dag, sem haldinn var á Bakka síðla sumars. „Við fundum mikinn stuðning. Úr þessu þrjúþúsund manna sveitarfélagi fengum við fjögurhundruð gesti, sem er bara mjög gott og sýnir áhugann á þessu verkefni. Og yfirgnæfandi; bara mikill stuðningur, frá öllum sem komu.“ Fjallað var um iðnaðaruppbygginguna í Þingeyjarsýslum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Umhverfisstofnun tilkynnti í dag að hún hefði veitt PCC starfsleyfi fyrir rekstri kísilvers á Bakka við Húsavík. Forstjóri PCC segist í fréttum Stöðvar 2 finna fyrir miklum stuðningi heimamanna við verkefnið en stefnt er að því að gangsetningarferli verksmiðjunnar hefjist eftir fjórar vikur. Fréttir sem bárust í vor af gangsetningu kísilvers United Silicon í Helguvík urðu til þess að margir hrukku í kút á Húsavík. Nú er framundan að ræsa kísilver PCC á Bakka. Hafsteinn Viktorsson, forstjóri PCC Bakka Silicon, segir stefnt að því að gangsetningarferlið hefjist þann 13. desember. Þegar hann er spurður hvort Húsvíkingar þurfi að óttast það sama og Keflvíkingar er svarið skýrt: „Nei. Húsvíkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af því, - ekki frekar en mitt starfsfólk. Vandræðin sem hafa verið á Reykjanesi, held ég, hafa ekkert með það að gera að það hafi verið að starta kísilveri þar. Ég held að það hljóti að hafa verið eitthvað annað sem hafi farið úrskeiðis þar.“Kísilver PCC á Bakka er að verða tilbúið. Stefnt er að því að gangsetningarferlið hefjist fyrir miðjan desember,Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir PCC kaupa verksmiðjuna tilbúna frá þýska fyrirtækinu SMS, sem hafi yfir eitthundrað ára reynslu í málmiðnaði. Ofn verksmiðjunnar verði kyntur um eða upp úr áramótum. SMS fylgi gangsetningunni úr hlaði þar til reksturinn verði orðinn stöðugur. „Svona verksmiðjur eru til út um allan heim og verið gangsettar margoft án þess að svona vandræði hafi verið. Og ég er alveg sannfærður um það, miðað við hvernig staðið er að þessu verkefni, - og allur ramminn í kringum þetta verkefni, - komi í veg fyrir það.“Séð yfir Húsavík. Nýju hafnarmannvirkin eru lengst til hægri.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hafsteinn segir samfélagið á Húsavík og nærsveitum taka fyrirtækinu vel og nefnir sem dæmi góða mætingu á opinn dag, sem haldinn var á Bakka síðla sumars. „Við fundum mikinn stuðning. Úr þessu þrjúþúsund manna sveitarfélagi fengum við fjögurhundruð gesti, sem er bara mjög gott og sýnir áhugann á þessu verkefni. Og yfirgnæfandi; bara mikill stuðningur, frá öllum sem komu.“ Fjallað var um iðnaðaruppbygginguna í Þingeyjarsýslum í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31 Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14 Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Gufu hleypt á fyrri aflvél Þeistareykja Nýjasta stórvirkjun landsins, jarðhitavirkjunin á Þeistareykjum, er að verða tilbúin og verður gufu hleypt í fyrsta sinn á aflvélar í þessari viku. 26. september 2017 21:31
Kísilverið á Bakka fær raforku á réttum tíma Einstök heppni með veður á norðlenskum heiðum á stóran þátt í því að kísilverið á Bakka fær rafmagn frá Þeistareykjum á réttum tíma en lengi var tvísýnt um háspennulínur vegna kærumála. 1. október 2017 21:14
Nýtt íbúðahverfi í smíðum á Húsavík Fasteignaverð hefur hækkað um fjörutíu prósent á Húsavík. Nýtt íbúðahverfi sprettur upp og er byggingartími einstakra húsa aðeins um fjórir mánuðir. 27. september 2017 21:20