Erlent

Alræmdur mafíuforingi látinn

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Riina í réttarsal árið 1993.
Riina í réttarsal árið 1993. Vísir/Getty
Mafíuforinginn Salvatore „Toto“ Riina er látinn, 87 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein.

Riina, sem fór fyrir hinum alræmdu samtökum Cosa Nostra, var handtekinn árið 1993 fyrir að hafa látið handbendi sín myrða rúmlega 150 manns. Þá stóð hann á bakvið fjölda sprenginga í Róm, Mílanó og Flórens þetta sama ár sem drógu 10 til dauða.

Árinu áður, 1992, létust tveir dómarar sem höfðu lýst mafíunni stríð á hendur í því sem breska ríkisútvarpið kallar „stríð Riina gegn ríkinu.“ Fyrir brot sín fékk Riina 26 lífstíðardóma.

Mafíuforinginn fyrrverandi hafði verið í dái síðastliðnar vikur og fékk fjölskylda hans sérstakt leyfi til að dvelja hjá honum í spítalaálmunni í fangelsinu þar sem hann hefur hírst.

Elsti sonur Riina, Giovanni, er jafnframt í fangelsi þar sem hann afplánar lífstíðardóm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×