Tengdasonurinn lagði ekki öll spilin á borðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:38 Jared Kushner með tengdaföður sínum, Bandaríkjaforsetanum Donald Trump. VÍSIR/EPA Einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforesta, sem jafnframt er tengdasonur hans, annað hvort gleymdi eða hélt vísvitandi eftir tölvupóstum um Wikileaks og póstum þar sem rætt var um leynilega samskiptaleið við Rússa. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum öldungardeildarþingmanna sem hafa farið fram á frekar upplýsingar frá ráðgjafanum, Jared Kushner. Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kannar nú öll möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trump við Rússa og hvort þeir síðarnefndu hafi beitt sér ólöglega í kosningunum vestanhafs í fyrra. Þingmennirnir tveir, repúblikani og demókrati, segjast hafa sannanir fyrir þessum gögnum eftir samtöl við önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við á síðustu misserum. Kushner var beðinn um að afhenda tölvupóstana í október en svo virðist sem einhver misbrestur hafi orðið þar á.Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur rannsóknar FBILögfræðingur Kushner segir hann reiðubúinn að leggja öll spilin á borðið og veita allar þær upplýsingar sem nefndin krefst. „Við erum þakklát fyrir það hvað þú hefur verið samvinnuþýður en svo virðist sem afhendingin hafi ekki verið fullnægjandi,“ segir í bréf sem þingmennirnir sendu lögmanni Kushner í gær. Hann heldur því fram að öll skjöl sem tengjast samskiptum Kushner við Rússa í kosningabaráttunni eða eftir embættistökuna; sama hvort það voru símtöl, fundir eða önnur sambönd, hafi verið lögð fram. Þingmennirnir segja hins vegar að Kushner hafi áframsent tölvupósta um afhjúpunarsamtökin Wikileaks, ásamt gögnum sem lúta að leynilegri samskiptalínu við Rússa og ótilgreint kvöldverðarboð, á aðra meðlimi kosningaliðsins sem unnu að kjöri Donalds Trump á síðasta ári. Sannanir séu fyrir því að slík gögn séu til því að önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við hafi lagt fram skjöl þar sem nafn Kushner er að finna. Lögmaður Kushner hefur til 27. nóvember til að verða við beiðninni. Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Einn helsti ráðgjafi Bandaríkjaforesta, sem jafnframt er tengdasonur hans, annað hvort gleymdi eða hélt vísvitandi eftir tölvupóstum um Wikileaks og póstum þar sem rætt var um leynilega samskiptaleið við Rússa. Þetta kemur fram í tölvupóstsamskiptum öldungardeildarþingmanna sem hafa farið fram á frekar upplýsingar frá ráðgjafanum, Jared Kushner. Rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings kannar nú öll möguleg tengsl kosningaliðs Donalds Trump við Rússa og hvort þeir síðarnefndu hafi beitt sér ólöglega í kosningunum vestanhafs í fyrra. Þingmennirnir tveir, repúblikani og demókrati, segjast hafa sannanir fyrir þessum gögnum eftir samtöl við önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við á síðustu misserum. Kushner var beðinn um að afhenda tölvupóstana í október en svo virðist sem einhver misbrestur hafi orðið þar á.Sjá einnig: Tengdasonur Trump sagður miðpunktur rannsóknar FBILögfræðingur Kushner segir hann reiðubúinn að leggja öll spilin á borðið og veita allar þær upplýsingar sem nefndin krefst. „Við erum þakklát fyrir það hvað þú hefur verið samvinnuþýður en svo virðist sem afhendingin hafi ekki verið fullnægjandi,“ segir í bréf sem þingmennirnir sendu lögmanni Kushner í gær. Hann heldur því fram að öll skjöl sem tengjast samskiptum Kushner við Rússa í kosningabaráttunni eða eftir embættistökuna; sama hvort það voru símtöl, fundir eða önnur sambönd, hafi verið lögð fram. Þingmennirnir segja hins vegar að Kushner hafi áframsent tölvupósta um afhjúpunarsamtökin Wikileaks, ásamt gögnum sem lúta að leynilegri samskiptalínu við Rússa og ótilgreint kvöldverðarboð, á aðra meðlimi kosningaliðsins sem unnu að kjöri Donalds Trump á síðasta ári. Sannanir séu fyrir því að slík gögn séu til því að önnur vitni sem rannsóknarnefndin hefur rætt við hafi lagt fram skjöl þar sem nafn Kushner er að finna. Lögmaður Kushner hefur til 27. nóvember til að verða við beiðninni.
Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira