Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 10:17 Þurrkar hafa valdið hungusneyð á Sahel-svæðinu. Loftslagsbreytingar munu líklega gera svæðið enn þurrara á næstu áratugum. Vísir/AFP Versti flóttamannavandi í sögunni er í uppsiglingu þegar tugir milljóna manna munu þurfa að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga á næstu áratugum. Í nýrri skýrslu er varað við því að milljónir Afríkubúa muni hrekjast frá heimalöndum sínum til Evrópu. Umhverfisréttlætissjóðurinn (EJF) birti skýrsluna í gær. Í henni segja háttsettir bandarískir herforingjar og öryggissérfræðingar að flóttastraumurinn af völdum loftslagsbreytinga muni verða margfalt meiri en sá sem hefur verið síðustu árin vegna átakanna í Sýrlandi, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ef Evrópa telur sig glíma við vanda með fólksflutninga í dag...bíðiði í tuttugu ár. Sjáið hvað gerist þegar loftslagsbreytingar reka fólk út úr Afríku, sérstaklega Sahel-svæðið [í Vestur- og Mið-Afríku sunnan Sahara], og við erum ekki bara að tala um eina eða tvær milljónir heldur tíu til tuttugu. Það mun ekki fara til suðurhluta Afríku, það mun fara yfir Miðjarðarhafið,“ segir Stephen Cheney, fyrrverandi fylkisforingi stórdeildar Bandaríkjahers í skýrslunni. Skýrsluhöfundar hvetja ríki heims, sem koma saman á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku, til þess að samþykkja regluverk til að vernda loftslagsflóttamenn og að gera meira til að ná markmiðunum sem sett voru í Parísarsamkomulaginu um að takmarka hlýnun jarðar. „Loftslagsbreytingar eru óútreiknanleg breyta sem getur leitt til ofbeldis og átaka með hörmulegum afleiðingum þegar hún bætist við félagslega, efnahagslega og pólitíska spennu sem er þegar til staðar,“ segir Steve Trent, framkvæmdastjóri EJF. Loftslagsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Versti flóttamannavandi í sögunni er í uppsiglingu þegar tugir milljóna manna munu þurfa að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga á næstu áratugum. Í nýrri skýrslu er varað við því að milljónir Afríkubúa muni hrekjast frá heimalöndum sínum til Evrópu. Umhverfisréttlætissjóðurinn (EJF) birti skýrsluna í gær. Í henni segja háttsettir bandarískir herforingjar og öryggissérfræðingar að flóttastraumurinn af völdum loftslagsbreytinga muni verða margfalt meiri en sá sem hefur verið síðustu árin vegna átakanna í Sýrlandi, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ef Evrópa telur sig glíma við vanda með fólksflutninga í dag...bíðiði í tuttugu ár. Sjáið hvað gerist þegar loftslagsbreytingar reka fólk út úr Afríku, sérstaklega Sahel-svæðið [í Vestur- og Mið-Afríku sunnan Sahara], og við erum ekki bara að tala um eina eða tvær milljónir heldur tíu til tuttugu. Það mun ekki fara til suðurhluta Afríku, það mun fara yfir Miðjarðarhafið,“ segir Stephen Cheney, fyrrverandi fylkisforingi stórdeildar Bandaríkjahers í skýrslunni. Skýrsluhöfundar hvetja ríki heims, sem koma saman á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku, til þess að samþykkja regluverk til að vernda loftslagsflóttamenn og að gera meira til að ná markmiðunum sem sett voru í Parísarsamkomulaginu um að takmarka hlýnun jarðar. „Loftslagsbreytingar eru óútreiknanleg breyta sem getur leitt til ofbeldis og átaka með hörmulegum afleiðingum þegar hún bætist við félagslega, efnahagslega og pólitíska spennu sem er þegar til staðar,“ segir Steve Trent, framkvæmdastjóri EJF.
Loftslagsmál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira