Stoke og Leicester skildu jöfn

Dagur Lárusson skrifar
Jamie Vardy.
Jamie Vardy. Vísir/Getty
Stoke City og Leicester City mættust í fyrsta leik ensku úrvaldsdeildarinnar um helgina en leikurinn fór fram á Britannia, heimavelli Stoke.

Það var jafnræði með liðunum framan að leik en það dróg loks til tíðinda á 33. mínútu. Þá fengu Leicester hornspyrnu sem Riyad Mahrez tók og fór boltinn beint á kollinn á Harry Maguire sem skallaði boltann í átt að Vicente Iborra sem þrumaði boltanum íJack Butland og í netið og Leicester því komið með forystuna.

Það tók þó ekki nema sex mínútur fyrir heimaliðið að jafna metin og var það Xherdan Shaqiri sem gerði það eftir flott flott samspil við Maxim Choupo-Moting og var staðan því 1-1 í leikhlé.

Það voru heimamenn í Stoke sem byrjuðu seinni hálfleikinn betur og leit út fyrir að þeir myndu ná forystunni fyrr eða síðar en svo var ekki raunin. Á 60. mínútu átti Leicester flotta skyndisókn sem endaði með því að Riyad Mahrez skoraði.

Forysta Leicester dugaði aftur þó ekki lengi þar sem Peter Crouch jafnaði metin aðeins 13. mínútum seinna og var staðan því 2-2 og rétt rúmur stundarfjórðungur eftir.

Þett reyndust hinsvegar lokatölur leiksins og eftir leikinn er Leicester með 13 stig í 10. sæti á meðan Stoke er með 10 stig í 14.sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira