Vissi að hver skothvellur „táknaði líklegast líf“ Samúel Karl Ólason skrifar 7. nóvember 2017 15:30 Frá minningarathöfn í Sutherland Springs í gær. Vísir/AFP „Fólkið í þessari kirkju eru vinir mínir. Þau eru fjölskylda mín. Í hvert sinn sem ég heyrði skothvell vissi ég að það hljóð táknaði líklegast líf.“ Þetta segir 55 ára gamli píparinn Stephen Willeford sem lenti í skotbardaga við Devin Patrick Kelley eftir að hann hafði myrt 26 manns og sært 20 í baptistakirkjunni í Sutherlands Springs í Texas, á sunnudaginn. Willeford særði Kelley sem svipti sig lífi skömmu seinna. Skömmu fyrir árásina var Willeford berfættur á heimili sínu, samkvæmt frétt USA Today, skammt frá kirkjunni. Þegar dóttir hans sagði honum að einhver væri að skjóta í kirkjunni hlóð hann sinn eigin riffil og hljóp út úr húsinu, án þess að fara í skó.Sjá einnig: „Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Þeir sáu hvorn annan fyrir utan kirkjuna og Willeford skaut nokkrum skotum að Kelley, sem hljóp að bíl sínum. Kelley skaut á móti en Willeford var á bak við pallbíl og í góðu skjóli. Þegar Kelley ók á brott stöðvaði Willeford mann sem var að aka eftir götunni og sagði honum hvað hefði gerst og þeir þyrftu að elta Kelley. Að endingu missti Kelley stjórn á bíl sínum sem endaði utan vegar. Willeford fór að bílnum en engin hreyfing var á Kelley. Lögreglan segir að þrjú skotsár hafi fundist á Kelly. Eitt á fæti hans og annað á búknum. Þau tvö voru eftir Willeford en þriðja skotsárið var á höfði Kelley og mun hann hafa svipt sig lífi í bílnum. Hann hafði þá skömmu áður hringt í föður sinn og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.Sjá einnig: Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Willeford telur sig þó ekki vera hetju. „Ég var dauðhræddur. Svo sannarlega. Ég var hræddur um mig. Ég var hræddur um alla í kirkjunni og ég var hræddur um fjölskyldu mína sem býr þarna rétt hjá,“ sagði Willeford. „Ég er engin hetja. Ég er það ekki. Ég held að guð minn hafi varið mig og veitt mér þá kunnáttu sem þörf var á til að gera það sem þurfti. Ég óska bara þess að ég hefði komist þangað fyrr en ég vissi ekki...Ég vissi ekki hvað var að gerast.“ Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
„Fólkið í þessari kirkju eru vinir mínir. Þau eru fjölskylda mín. Í hvert sinn sem ég heyrði skothvell vissi ég að það hljóð táknaði líklegast líf.“ Þetta segir 55 ára gamli píparinn Stephen Willeford sem lenti í skotbardaga við Devin Patrick Kelley eftir að hann hafði myrt 26 manns og sært 20 í baptistakirkjunni í Sutherlands Springs í Texas, á sunnudaginn. Willeford særði Kelley sem svipti sig lífi skömmu seinna. Skömmu fyrir árásina var Willeford berfættur á heimili sínu, samkvæmt frétt USA Today, skammt frá kirkjunni. Þegar dóttir hans sagði honum að einhver væri að skjóta í kirkjunni hlóð hann sinn eigin riffil og hljóp út úr húsinu, án þess að fara í skó.Sjá einnig: „Hundruð fleiri hefðu dáið“ ef byssulög væru strangari Þeir sáu hvorn annan fyrir utan kirkjuna og Willeford skaut nokkrum skotum að Kelley, sem hljóp að bíl sínum. Kelley skaut á móti en Willeford var á bak við pallbíl og í góðu skjóli. Þegar Kelley ók á brott stöðvaði Willeford mann sem var að aka eftir götunni og sagði honum hvað hefði gerst og þeir þyrftu að elta Kelley. Að endingu missti Kelley stjórn á bíl sínum sem endaði utan vegar. Willeford fór að bílnum en engin hreyfing var á Kelley. Lögreglan segir að þrjú skotsár hafi fundist á Kelly. Eitt á fæti hans og annað á búknum. Þau tvö voru eftir Willeford en þriðja skotsárið var á höfði Kelley og mun hann hafa svipt sig lífi í bílnum. Hann hafði þá skömmu áður hringt í föður sinn og sagt honum að hann myndi ekki lifa af.Sjá einnig: Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Willeford telur sig þó ekki vera hetju. „Ég var dauðhræddur. Svo sannarlega. Ég var hræddur um mig. Ég var hræddur um alla í kirkjunni og ég var hræddur um fjölskyldu mína sem býr þarna rétt hjá,“ sagði Willeford. „Ég er engin hetja. Ég er það ekki. Ég held að guð minn hafi varið mig og veitt mér þá kunnáttu sem þörf var á til að gera það sem þurfti. Ég óska bara þess að ég hefði komist þangað fyrr en ég vissi ekki...Ég vissi ekki hvað var að gerast.“
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira