Fleiri ásakanir komnar fram á hendur Kevin Spacey Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 22:07 Meint brot Spaceys spanna áratugalangt tímabil. visir/getty Leikarinn Kevin Spacey hefur á nýjan leik verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð bæði karla og kvenna. BBC greinir frá. Leikarinn var borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni gagnvart leikaranum Anthony Rapp fyrir viku síðan en atvikið á að hafa átt sér árið 1986. Spacey var þá 26 ára gamall en Rapp aðeins fjórtán ára. Hann baðst afsökunar opinberlega í kjölfar ásakananna en tók þó fram að hann myndi ekki eftir atburðinum sjálfur. Ásakanirnar sem komu fram í dag eru þónokkrar og spanna langt tímabil, eða frá miðbiki níunda áratugarins og allt til ársins 2016. Heather Unruth, fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður, lýsti því yfir á blaðamannafundi í Boston í dag að Spacey hefði áreitt son sinn kynferðislega á bar í Massachusetts í fyrra. Sonur hennar var þá átján ára gamall. Á Spacey að hafa borið áfengi í drenginn og káfað á kynfærum hans innan klæða. Barþjónninn Kris Nixon steig einnig fram og vændi Spacey um að hafa gripið í klof sitt í gleðskap árið 2007. Skömmu eftir atvikið á Spacey að hafa dúkkað upp á barnum þar sem Nixon starfaði, tekið í buxnastreng hans og sagst vilja „bæta honum upp það sem gerðist.“ Fleiri menn hafa sömu sögu að segja af Spacey, meðal annars kvikmyndagerðarmaður sem hefur ekki komið fram undir nafni. Segir hann Spacey hafa áreitt sig árið 1995 en voru þeir þá báðir við tökur á kvikmyndinni Albino Allgator. Kvikmyndagerðarmaðurinn var aðeins 22 ára gamall á þeim tíma og segir hann Spacey hafa misnotað sér æsku hans og stöðu sem ungliða í teyminu. Þá steig Kate Edwards, leiklistarkennari í Lundúnum, fram og ásakaði Spacey um að hafa lokkað sig heim til sín og gert sig líklegan til þess að hafa við hana samfarir. Þegar hún veik sér undan brást Spacey illa við og lokaði í kjölfarið á öll samskipti við hana. Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Leikarinn Kevin Spacey hefur á nýjan leik verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð bæði karla og kvenna. BBC greinir frá. Leikarinn var borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni gagnvart leikaranum Anthony Rapp fyrir viku síðan en atvikið á að hafa átt sér árið 1986. Spacey var þá 26 ára gamall en Rapp aðeins fjórtán ára. Hann baðst afsökunar opinberlega í kjölfar ásakananna en tók þó fram að hann myndi ekki eftir atburðinum sjálfur. Ásakanirnar sem komu fram í dag eru þónokkrar og spanna langt tímabil, eða frá miðbiki níunda áratugarins og allt til ársins 2016. Heather Unruth, fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður, lýsti því yfir á blaðamannafundi í Boston í dag að Spacey hefði áreitt son sinn kynferðislega á bar í Massachusetts í fyrra. Sonur hennar var þá átján ára gamall. Á Spacey að hafa borið áfengi í drenginn og káfað á kynfærum hans innan klæða. Barþjónninn Kris Nixon steig einnig fram og vændi Spacey um að hafa gripið í klof sitt í gleðskap árið 2007. Skömmu eftir atvikið á Spacey að hafa dúkkað upp á barnum þar sem Nixon starfaði, tekið í buxnastreng hans og sagst vilja „bæta honum upp það sem gerðist.“ Fleiri menn hafa sömu sögu að segja af Spacey, meðal annars kvikmyndagerðarmaður sem hefur ekki komið fram undir nafni. Segir hann Spacey hafa áreitt sig árið 1995 en voru þeir þá báðir við tökur á kvikmyndinni Albino Allgator. Kvikmyndagerðarmaðurinn var aðeins 22 ára gamall á þeim tíma og segir hann Spacey hafa misnotað sér æsku hans og stöðu sem ungliða í teyminu. Þá steig Kate Edwards, leiklistarkennari í Lundúnum, fram og ásakaði Spacey um að hafa lokkað sig heim til sín og gert sig líklegan til þess að hafa við hana samfarir. Þegar hún veik sér undan brást Spacey illa við og lokaði í kjölfarið á öll samskipti við hana.
Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37