Fleiri ásakanir komnar fram á hendur Kevin Spacey Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 22:07 Meint brot Spaceys spanna áratugalangt tímabil. visir/getty Leikarinn Kevin Spacey hefur á nýjan leik verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð bæði karla og kvenna. BBC greinir frá. Leikarinn var borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni gagnvart leikaranum Anthony Rapp fyrir viku síðan en atvikið á að hafa átt sér árið 1986. Spacey var þá 26 ára gamall en Rapp aðeins fjórtán ára. Hann baðst afsökunar opinberlega í kjölfar ásakananna en tók þó fram að hann myndi ekki eftir atburðinum sjálfur. Ásakanirnar sem komu fram í dag eru þónokkrar og spanna langt tímabil, eða frá miðbiki níunda áratugarins og allt til ársins 2016. Heather Unruth, fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður, lýsti því yfir á blaðamannafundi í Boston í dag að Spacey hefði áreitt son sinn kynferðislega á bar í Massachusetts í fyrra. Sonur hennar var þá átján ára gamall. Á Spacey að hafa borið áfengi í drenginn og káfað á kynfærum hans innan klæða. Barþjónninn Kris Nixon steig einnig fram og vændi Spacey um að hafa gripið í klof sitt í gleðskap árið 2007. Skömmu eftir atvikið á Spacey að hafa dúkkað upp á barnum þar sem Nixon starfaði, tekið í buxnastreng hans og sagst vilja „bæta honum upp það sem gerðist.“ Fleiri menn hafa sömu sögu að segja af Spacey, meðal annars kvikmyndagerðarmaður sem hefur ekki komið fram undir nafni. Segir hann Spacey hafa áreitt sig árið 1995 en voru þeir þá báðir við tökur á kvikmyndinni Albino Allgator. Kvikmyndagerðarmaðurinn var aðeins 22 ára gamall á þeim tíma og segir hann Spacey hafa misnotað sér æsku hans og stöðu sem ungliða í teyminu. Þá steig Kate Edwards, leiklistarkennari í Lundúnum, fram og ásakaði Spacey um að hafa lokkað sig heim til sín og gert sig líklegan til þess að hafa við hana samfarir. Þegar hún veik sér undan brást Spacey illa við og lokaði í kjölfarið á öll samskipti við hana. Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Leikarinn Kevin Spacey hefur á nýjan leik verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð bæði karla og kvenna. BBC greinir frá. Leikarinn var borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni gagnvart leikaranum Anthony Rapp fyrir viku síðan en atvikið á að hafa átt sér árið 1986. Spacey var þá 26 ára gamall en Rapp aðeins fjórtán ára. Hann baðst afsökunar opinberlega í kjölfar ásakananna en tók þó fram að hann myndi ekki eftir atburðinum sjálfur. Ásakanirnar sem komu fram í dag eru þónokkrar og spanna langt tímabil, eða frá miðbiki níunda áratugarins og allt til ársins 2016. Heather Unruth, fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður, lýsti því yfir á blaðamannafundi í Boston í dag að Spacey hefði áreitt son sinn kynferðislega á bar í Massachusetts í fyrra. Sonur hennar var þá átján ára gamall. Á Spacey að hafa borið áfengi í drenginn og káfað á kynfærum hans innan klæða. Barþjónninn Kris Nixon steig einnig fram og vændi Spacey um að hafa gripið í klof sitt í gleðskap árið 2007. Skömmu eftir atvikið á Spacey að hafa dúkkað upp á barnum þar sem Nixon starfaði, tekið í buxnastreng hans og sagst vilja „bæta honum upp það sem gerðist.“ Fleiri menn hafa sömu sögu að segja af Spacey, meðal annars kvikmyndagerðarmaður sem hefur ekki komið fram undir nafni. Segir hann Spacey hafa áreitt sig árið 1995 en voru þeir þá báðir við tökur á kvikmyndinni Albino Allgator. Kvikmyndagerðarmaðurinn var aðeins 22 ára gamall á þeim tíma og segir hann Spacey hafa misnotað sér æsku hans og stöðu sem ungliða í teyminu. Þá steig Kate Edwards, leiklistarkennari í Lundúnum, fram og ásakaði Spacey um að hafa lokkað sig heim til sín og gert sig líklegan til þess að hafa við hana samfarir. Þegar hún veik sér undan brást Spacey illa við og lokaði í kjölfarið á öll samskipti við hana.
Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Erlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37