Sigurður Ingi með trompin á hendi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 31. október 2017 06:00 Sigurður Ingi var þriðji stjórnmálaleiðtoginn á fund forseta í gær. Vísir/Ernir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur flest tromp á hendi í þeim óformlegu viðræðum sem fara fram milli allra stjórnmálaflokka. Þrjár mögulegar stjórnarmyndanir eru nú ræddar meðal flokkanna og er Sigurður Ingi lykilmaður um myndun þeirra allra. Formenn allra stjórnmálaflokka á þingi gengu á fund forseta í gær. Flestir báðu þeir forsetann um svigrúm svo forystumenn flokkanna gætu ráðfært sig hver við annan. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli stjórnarandstöðuflokka frá því stuttu fyrir kosningar. Þessir flokkar hafa minnsta mögulega þingmeirihluta og eftir að Sigurður Ingi tjáði hug sinn á Bessastöðum í gær hafa vonir um að slík stjórn gæti orðið til minnkað. Sjálfur lýsti Sigurður því yfir að honum hugnaðist best breið stjórn frá vinstri til hægri og nefndi sérstaklega mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta stjórnarmynstur sé ekki endilega fyrsta val Sjálfstæðismanna enda sé bakland Katrínar Jakobsdóttur líklegt til að verða slíkri stjórn mjög erfitt. Sjálfstæðismenn eru sagðir leggja mikla áherslu á að vera í þeirri ríkisstjórn sem verður mynduð. Auk möguleika á stjórn með VG geta Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn myndað stjórn með Miðflokki og Flokki fólksins. Þar skiptir afstaða Sigurðar Inga til samstarfs við Sigmund Davíð líka máli. Aðrir virðast reiðubúnir til að ræða samstarf þessara flokka. Sigmundur Davíð mætti vígreifur til Bessastaða í gær eftir að hafa fundað með Ingu Sæland. Inga lagði til við forsetann að annaðhvort Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð fengju umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn veiti svigrúm Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja líklegast að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni verða við óskum leiðtoga stjórnmálaflokkanna og veita þeim rúm til að ræða saman. Eftir kosningarnar í fyrra lét Guðni fjóra daga líða frá kosningum þangað til hann boðaði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund og veitti honum stjórnarmyndunarumboð. Hann setti það skilyrði að Bjarni þyrfti að upplýsa forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna að nokkrum dögum liðnum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur flest tromp á hendi í þeim óformlegu viðræðum sem fara fram milli allra stjórnmálaflokka. Þrjár mögulegar stjórnarmyndanir eru nú ræddar meðal flokkanna og er Sigurður Ingi lykilmaður um myndun þeirra allra. Formenn allra stjórnmálaflokka á þingi gengu á fund forseta í gær. Flestir báðu þeir forsetann um svigrúm svo forystumenn flokkanna gætu ráðfært sig hver við annan. Óformlegar viðræður hafa átt sér stað milli stjórnarandstöðuflokka frá því stuttu fyrir kosningar. Þessir flokkar hafa minnsta mögulega þingmeirihluta og eftir að Sigurður Ingi tjáði hug sinn á Bessastöðum í gær hafa vonir um að slík stjórn gæti orðið til minnkað. Sjálfur lýsti Sigurður því yfir að honum hugnaðist best breið stjórn frá vinstri til hægri og nefndi sérstaklega mögulega stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að þetta stjórnarmynstur sé ekki endilega fyrsta val Sjálfstæðismanna enda sé bakland Katrínar Jakobsdóttur líklegt til að verða slíkri stjórn mjög erfitt. Sjálfstæðismenn eru sagðir leggja mikla áherslu á að vera í þeirri ríkisstjórn sem verður mynduð. Auk möguleika á stjórn með VG geta Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn myndað stjórn með Miðflokki og Flokki fólksins. Þar skiptir afstaða Sigurðar Inga til samstarfs við Sigmund Davíð líka máli. Aðrir virðast reiðubúnir til að ræða samstarf þessara flokka. Sigmundur Davíð mætti vígreifur til Bessastaða í gær eftir að hafa fundað með Ingu Sæland. Inga lagði til við forsetann að annaðhvort Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð fengju umboð til stjórnarmyndunar. Forsetinn veiti svigrúm Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja líklegast að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni verða við óskum leiðtoga stjórnmálaflokkanna og veita þeim rúm til að ræða saman. Eftir kosningarnar í fyrra lét Guðni fjóra daga líða frá kosningum þangað til hann boðaði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á sinn fund og veitti honum stjórnarmyndunarumboð. Hann setti það skilyrði að Bjarni þyrfti að upplýsa forsetann um gang stjórnarmyndunarviðræðna að nokkrum dögum liðnum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira