Raforkutruflanir hér á landi kosta um 1,5 milljarða á ári Sveinn Arnarsson skrifar 20. október 2017 06:00 Mikil uppbygging á sér stað á Vestfjörðum en orkuöryggi er áfátt. Fréttablaðið/Pjetur Árlegur meðalkostnaður vegna rafmagnsleysis hér á landi árin 2005-2015 er talinn vera um 1,5 milljarðar króna á verðlagi ársins 2015. Í rafveitukerfi Orkubús Vestfjarða voru skráðar 225 truflanir árið 2016, 150 fyrirvaralausar en 75 vegna viðhalds eða breytinga. Þetta kemur fram í ársskýrslu Orkubús Vestfjarða fyrir árið 2016. Að auki urðu nokkrar útleysingar hjá dreifikerfi Landsnets sem flytur raforku inn á Vestfirði. Frá árinu 2012 hafa á annað hundrað truflanir orðið í dreifikerfi Landsnets á Vestfjörðum. Kostnaðurinn er nokkuð breytilegur milli ára vegna ytri aðstæðna, svo sem veðurfars. Upplýsingar um meðalkostnað allra landshluta eru birtar í nýlegri skýrslu Truflunar, starfshóps um rekstrartruflanir í orkukerfinu sem er samstarfsvettvangur HS veitna, Landsnets, Norðurorku, Orkubús Vestfjarða, Orkustofnunar, Veitna, Rarik og Rafveitu Reyðarfjarðar. „Truflanir í raforkukerfinu eru fyrst og fremst á Vestfjörðum. Þess vegna hefur það verið eins konar manifesto vestfirskra sveitarstjórnarmála að ræða, öskra og berjast fyrir raforkubyltingu, eðlilegu raforkuöryggi,“ segir Pétur Georg Markan, formaður Sambands sveitarfélaga á Vestfjörðum. „Rafmagnsleysi í fjóra tíma, eins og raunin var síðastliðinn föstudag, er ekki eðlilegur hlutur og stjórnvöldum til skammar á meðan ekkert breytist.“ Vitnar Pétur til þess að fyrir síðustu helgi sló rafmagni út í Súðavík í nokkrar klukkustundir. Dreifikerfi Landsnets á Vestfjörðum er veikt og aðeins ein lína liggur frá Hrútártungustöð áleiðis til Vestfjarða. Því er mikilvægt að mati heimamanna að hringtengja Vestfirði með annarri línu til að tryggja afhendingaröryggi á Vestfjörðum. Olía er notuð í nokkrum mæli og í fyrra voru 864 megavattstundir framleiddar með olíu á Vestfjörðum. Pétur Georg Markan, formaður Sambands sveitarfélaga á Vestfjörðum.„Truflanir í raforkukerfinu eru fyrst og fremst á Vestfjörðum. Þess vegna hefur það verið eins konar manifesto vestfirskra sveitarstjórnarmála að ræða, öskra og berjast fyrir raforkubyltingu, eðlilegu raforkuöryggi,“ segir Pétur Georg Markan, formaður Sambands sveitarfélaga á Vestfjörðum. „Rafmagnsleysi í fjóra tíma, eins og raunin var síðastliðinn föstudag, er ekki eðlilegur hlutur og stjórnvöldum til skammar á meðan ekkert breytist.“ Vitnar Pétur til þess að fyrir síðustu helgi sló rafmagni út í Súðavík í nokkrar klukkustundir. Dreifikerfi Landsnets á Vestfjörðum er veikt og aðeins ein lína liggur frá Hrútártungustöð áleiðis til Vestfjarða. Því er mikilvægt að mati heimamanna að hringtengja Vestfirði með annarri línu til að tryggja afhendingaröryggi á Vestfjörðum. Olía er notuð í nokkrum mæli og í fyrra voru 864 megavattstundir framleiddar með olíu á Vestfjörðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Árlegur meðalkostnaður vegna rafmagnsleysis hér á landi árin 2005-2015 er talinn vera um 1,5 milljarðar króna á verðlagi ársins 2015. Í rafveitukerfi Orkubús Vestfjarða voru skráðar 225 truflanir árið 2016, 150 fyrirvaralausar en 75 vegna viðhalds eða breytinga. Þetta kemur fram í ársskýrslu Orkubús Vestfjarða fyrir árið 2016. Að auki urðu nokkrar útleysingar hjá dreifikerfi Landsnets sem flytur raforku inn á Vestfirði. Frá árinu 2012 hafa á annað hundrað truflanir orðið í dreifikerfi Landsnets á Vestfjörðum. Kostnaðurinn er nokkuð breytilegur milli ára vegna ytri aðstæðna, svo sem veðurfars. Upplýsingar um meðalkostnað allra landshluta eru birtar í nýlegri skýrslu Truflunar, starfshóps um rekstrartruflanir í orkukerfinu sem er samstarfsvettvangur HS veitna, Landsnets, Norðurorku, Orkubús Vestfjarða, Orkustofnunar, Veitna, Rarik og Rafveitu Reyðarfjarðar. „Truflanir í raforkukerfinu eru fyrst og fremst á Vestfjörðum. Þess vegna hefur það verið eins konar manifesto vestfirskra sveitarstjórnarmála að ræða, öskra og berjast fyrir raforkubyltingu, eðlilegu raforkuöryggi,“ segir Pétur Georg Markan, formaður Sambands sveitarfélaga á Vestfjörðum. „Rafmagnsleysi í fjóra tíma, eins og raunin var síðastliðinn föstudag, er ekki eðlilegur hlutur og stjórnvöldum til skammar á meðan ekkert breytist.“ Vitnar Pétur til þess að fyrir síðustu helgi sló rafmagni út í Súðavík í nokkrar klukkustundir. Dreifikerfi Landsnets á Vestfjörðum er veikt og aðeins ein lína liggur frá Hrútártungustöð áleiðis til Vestfjarða. Því er mikilvægt að mati heimamanna að hringtengja Vestfirði með annarri línu til að tryggja afhendingaröryggi á Vestfjörðum. Olía er notuð í nokkrum mæli og í fyrra voru 864 megavattstundir framleiddar með olíu á Vestfjörðum. Pétur Georg Markan, formaður Sambands sveitarfélaga á Vestfjörðum.„Truflanir í raforkukerfinu eru fyrst og fremst á Vestfjörðum. Þess vegna hefur það verið eins konar manifesto vestfirskra sveitarstjórnarmála að ræða, öskra og berjast fyrir raforkubyltingu, eðlilegu raforkuöryggi,“ segir Pétur Georg Markan, formaður Sambands sveitarfélaga á Vestfjörðum. „Rafmagnsleysi í fjóra tíma, eins og raunin var síðastliðinn föstudag, er ekki eðlilegur hlutur og stjórnvöldum til skammar á meðan ekkert breytist.“ Vitnar Pétur til þess að fyrir síðustu helgi sló rafmagni út í Súðavík í nokkrar klukkustundir. Dreifikerfi Landsnets á Vestfjörðum er veikt og aðeins ein lína liggur frá Hrútártungustöð áleiðis til Vestfjarða. Því er mikilvægt að mati heimamanna að hringtengja Vestfirði með annarri línu til að tryggja afhendingaröryggi á Vestfjörðum. Olía er notuð í nokkrum mæli og í fyrra voru 864 megavattstundir framleiddar með olíu á Vestfjörðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent