Stranger Things-stjarna rekur umboðsmanninn í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 10:00 Finn Wolfhard sést hér staddur í veislu vegna Golden Globe-verðlaunanna í byrjun árs. Á meðal þeirra sem héldu veisluna var framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company, fyrirtæki Harvey Weinstein, en merki þess má sjá neðst til vinstri á mynd. Vísir/Getty Finn Wolfhard, einn aðalleikara Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things, hefur rekið umboðsmann sinn, Tyler Graham, eftir að sá síðarnefndi var sakaður um kynferðisofbeldi. Wolfhard hefur einnig hætt öllum viðskiptum við fyrrum umboðsskrifstofu sína. Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, þeirri sömu og Wolfhard sagði skilið við í vikunni, hafa stigið fram og sakað Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Í frétt E! News segir að ásakanirnar séu ástæða þess að hin unga Stranger Things-stjarna hafi rift samningi sínum við umboðsskrifstofuna. Leikarinn Blaise Godbe Lipman er annar mannanna sem sakar Graham um kynferðisofbeldi.Vísir/Getty Bauð á „viðskiptatengda fundi“ Mennirnir tveir, Blaise Godbe Lipman og Lucas Ozarowski, segja Graham hafa narrað þá til sín undir því yfirskyni að um væri að ræða viðskiptatengdan fund. Þar hafi hann svo brotið á þeim. Lipman segir téðan fund með Graham hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan en hann greindi frá ofbeldinu í Facebook-færslu í byrjun vikunnar. Ozarowski, sem tjáði sig einnig í Facebook-færslu, segir Graham hafa beitt sig ofbeldi í janúar á síðasta ári. Graham var tafarlaust vikið frá störfum eftir að ásakanirnar voru bornar á hendur honum, að því er fram kemur í tilkynningu frá APA-umboðsskrifstofunni. Um tvær vikur eru nú síðan kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein var vikið úr starfi hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um að hafa áreitt sig kynferðislega en hann var einnig rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna ásakananna. Wolfhard fer með hlutverk Mike Wheeler í hinni geysivinsælu Netflix-þáttaröð Stranger Things, sem frumsýnd verður á efnisveitunni þann 27. október næstkomandi. Þá fer hann með hlutverk Richie Tozier í hryllingsmyndinni It sem enn er sýnd í kvikmyndahúsum landsins. Facebook-færslu Lucas Ozarowski má sjá hér að neðan. MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01 „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15 Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Finn Wolfhard, einn aðalleikara Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things, hefur rekið umboðsmann sinn, Tyler Graham, eftir að sá síðarnefndi var sakaður um kynferðisofbeldi. Wolfhard hefur einnig hætt öllum viðskiptum við fyrrum umboðsskrifstofu sína. Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, þeirri sömu og Wolfhard sagði skilið við í vikunni, hafa stigið fram og sakað Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Í frétt E! News segir að ásakanirnar séu ástæða þess að hin unga Stranger Things-stjarna hafi rift samningi sínum við umboðsskrifstofuna. Leikarinn Blaise Godbe Lipman er annar mannanna sem sakar Graham um kynferðisofbeldi.Vísir/Getty Bauð á „viðskiptatengda fundi“ Mennirnir tveir, Blaise Godbe Lipman og Lucas Ozarowski, segja Graham hafa narrað þá til sín undir því yfirskyni að um væri að ræða viðskiptatengdan fund. Þar hafi hann svo brotið á þeim. Lipman segir téðan fund með Graham hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan en hann greindi frá ofbeldinu í Facebook-færslu í byrjun vikunnar. Ozarowski, sem tjáði sig einnig í Facebook-færslu, segir Graham hafa beitt sig ofbeldi í janúar á síðasta ári. Graham var tafarlaust vikið frá störfum eftir að ásakanirnar voru bornar á hendur honum, að því er fram kemur í tilkynningu frá APA-umboðsskrifstofunni. Um tvær vikur eru nú síðan kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein var vikið úr starfi hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um að hafa áreitt sig kynferðislega en hann var einnig rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna ásakananna. Wolfhard fer með hlutverk Mike Wheeler í hinni geysivinsælu Netflix-þáttaröð Stranger Things, sem frumsýnd verður á efnisveitunni þann 27. október næstkomandi. Þá fer hann með hlutverk Richie Tozier í hryllingsmyndinni It sem enn er sýnd í kvikmyndahúsum landsins. Facebook-færslu Lucas Ozarowski má sjá hér að neðan.
MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01 „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15 Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01
„Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15
Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00
Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41