Stranger Things-stjarna rekur umboðsmanninn í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2017 10:00 Finn Wolfhard sést hér staddur í veislu vegna Golden Globe-verðlaunanna í byrjun árs. Á meðal þeirra sem héldu veisluna var framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company, fyrirtæki Harvey Weinstein, en merki þess má sjá neðst til vinstri á mynd. Vísir/Getty Finn Wolfhard, einn aðalleikara Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things, hefur rekið umboðsmann sinn, Tyler Graham, eftir að sá síðarnefndi var sakaður um kynferðisofbeldi. Wolfhard hefur einnig hætt öllum viðskiptum við fyrrum umboðsskrifstofu sína. Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, þeirri sömu og Wolfhard sagði skilið við í vikunni, hafa stigið fram og sakað Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Í frétt E! News segir að ásakanirnar séu ástæða þess að hin unga Stranger Things-stjarna hafi rift samningi sínum við umboðsskrifstofuna. Leikarinn Blaise Godbe Lipman er annar mannanna sem sakar Graham um kynferðisofbeldi.Vísir/Getty Bauð á „viðskiptatengda fundi“ Mennirnir tveir, Blaise Godbe Lipman og Lucas Ozarowski, segja Graham hafa narrað þá til sín undir því yfirskyni að um væri að ræða viðskiptatengdan fund. Þar hafi hann svo brotið á þeim. Lipman segir téðan fund með Graham hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan en hann greindi frá ofbeldinu í Facebook-færslu í byrjun vikunnar. Ozarowski, sem tjáði sig einnig í Facebook-færslu, segir Graham hafa beitt sig ofbeldi í janúar á síðasta ári. Graham var tafarlaust vikið frá störfum eftir að ásakanirnar voru bornar á hendur honum, að því er fram kemur í tilkynningu frá APA-umboðsskrifstofunni. Um tvær vikur eru nú síðan kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein var vikið úr starfi hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um að hafa áreitt sig kynferðislega en hann var einnig rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna ásakananna. Wolfhard fer með hlutverk Mike Wheeler í hinni geysivinsælu Netflix-þáttaröð Stranger Things, sem frumsýnd verður á efnisveitunni þann 27. október næstkomandi. Þá fer hann með hlutverk Richie Tozier í hryllingsmyndinni It sem enn er sýnd í kvikmyndahúsum landsins. Facebook-færslu Lucas Ozarowski má sjá hér að neðan. MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01 „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15 Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Finn Wolfhard, einn aðalleikara Netflix-þáttaraðarinnar Stranger Things, hefur rekið umboðsmann sinn, Tyler Graham, eftir að sá síðarnefndi var sakaður um kynferðisofbeldi. Wolfhard hefur einnig hætt öllum viðskiptum við fyrrum umboðsskrifstofu sína. Tveir menn, sem báðir höfðu verið á skrá hjá umboðsskrifstofunni APA, þeirri sömu og Wolfhard sagði skilið við í vikunni, hafa stigið fram og sakað Graham um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Í frétt E! News segir að ásakanirnar séu ástæða þess að hin unga Stranger Things-stjarna hafi rift samningi sínum við umboðsskrifstofuna. Leikarinn Blaise Godbe Lipman er annar mannanna sem sakar Graham um kynferðisofbeldi.Vísir/Getty Bauð á „viðskiptatengda fundi“ Mennirnir tveir, Blaise Godbe Lipman og Lucas Ozarowski, segja Graham hafa narrað þá til sín undir því yfirskyni að um væri að ræða viðskiptatengdan fund. Þar hafi hann svo brotið á þeim. Lipman segir téðan fund með Graham hafa átt sér stað fyrir tíu árum síðan en hann greindi frá ofbeldinu í Facebook-færslu í byrjun vikunnar. Ozarowski, sem tjáði sig einnig í Facebook-færslu, segir Graham hafa beitt sig ofbeldi í janúar á síðasta ári. Graham var tafarlaust vikið frá störfum eftir að ásakanirnar voru bornar á hendur honum, að því er fram kemur í tilkynningu frá APA-umboðsskrifstofunni. Um tvær vikur eru nú síðan kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein var vikið úr starfi hjá framleiðslufyrirtæki sínu The Weinstein Company. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Weinstein um að hafa áreitt sig kynferðislega en hann var einnig rekinn úr bandarísku kvikmyndaakademíunni vegna ásakananna. Wolfhard fer með hlutverk Mike Wheeler í hinni geysivinsælu Netflix-þáttaröð Stranger Things, sem frumsýnd verður á efnisveitunni þann 27. október næstkomandi. Þá fer hann með hlutverk Richie Tozier í hryllingsmyndinni It sem enn er sýnd í kvikmyndahúsum landsins. Facebook-færslu Lucas Ozarowski má sjá hér að neðan.
MeToo Hollywood Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01 „Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15 Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Tom Jones segist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni innan tónlistarbransans Breski söngvarinn Tom Jones segir að kynferðisleg áreitni sé mikil í tónlistarbransanum. 19. október 2017 12:01
„Ég vildi að ég hefði vitað að það voru eyru sem vildu hlusta á mig“ Lupita Nyong'o opnar sig um sín kynni af Harvey Weinstein. 20. október 2017 15:15
Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00
Channing Tatum slítur samstarfi við The Weinstein Company Leikarinn vill ekki vinna að framleiðslu myndar um kynferðisofbeldi með fyrirtækinu sem Harvey Weinstein stofnaði í ljósi ásakana á hendur honum. 18. október 2017 22:41
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent