Vissu að Weinstein væri asni en ekki að hann væri ofbeldismaður Birgir Olgeirsson skrifar 23. október 2017 15:14 George Clooney og Matt Damon kynna þessa dagana nýjustu mynd sína Suburbicon. Vísir/Getty Leikararnir Matt Damon og George Clooney segjast hafa vitað að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri asni, en ekki að hann hefði verið kynferðisofbeldismaður. „Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur,“ sagði Matt Damon í bandaríska spjallþættinum Good Morning America. Þangað var hann mættur ásamt George Clooney til að kynna nýjustu mynd þeirra, Suburbicon en meirihlutinn fór í að ræða Weinstein. Skyldi heldur engan undra því þeir tveir eiga kvikmyndaframleiðandanum margt að þakka, en hann starfaði með þeim að mörgum af þeirra vinsælustu myndum. „Þetta var orðið sem fór af honum og hann lifði eftir þessum orðum: Getur þú lifað af fund með Harvey?“ sagði Damon. Harvey Weinstein vann fyrir kvikmyndaverið Miramax um árabil og var hátindur þess fyrirtækis á tíunda áratug síðustu aldar. Matt Damon naut góðs af því en hann sagði í þættinum að Miramax hefði verið staðurinn til að gera frábærar kvikmyndir. Undanfarnar vikur hefur Weinstein verið sakaður af rúmlega fjörutíu konum um að hafa ýmist áreitt þær kynferðislega, brotið á þeim kynferðislega eða nauðgað þeim. Lögregla í London, New York og Los Angeles rannsakar ásakanir á hendur honum og hefur kvikmyndaakademía Bandaríkja rekið hann úr samtökunum. „Þegar fólk segir að allir hafi vitað af þessu get ég aðeins sagt að ég vissi að hann væri asni,“ sagði Damon. „Hann var stoltur af því. Þannig hegðaði hann sér. Ég vissi að hann væri kvensamur. Ég hefði ekki viljað vera giftur honum. En það var ekki mitt mál.“ Hann ítrekaði að hann hefði ekki vitað af brotum Weinsteins. Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt sögu leikkonunnar Gwyneth Paltrow í gegnum vin sinni Ben Affleck, en að hann hefði aldrei rætt það beint við hana. Clooney sagði að Weinstein hefði montað sig af þeim konum sem hann hefði haldið við. „Ég trúði honum ekki endilega, í hreinskilni sagt, því hefði ég trúað því væri ég að trúa því versta upp á nokkrar leikkonur sem eru vinkonur mína.“ Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Leikararnir Matt Damon og George Clooney segjast hafa vitað að kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein væri asni, en ekki að hann hefði verið kynferðisofbeldismaður. „Þú þurftir aðeins að verja fimm mínútum með Harvey Weinstein til að vita að hann væri yfirgangsseggur,“ sagði Matt Damon í bandaríska spjallþættinum Good Morning America. Þangað var hann mættur ásamt George Clooney til að kynna nýjustu mynd þeirra, Suburbicon en meirihlutinn fór í að ræða Weinstein. Skyldi heldur engan undra því þeir tveir eiga kvikmyndaframleiðandanum margt að þakka, en hann starfaði með þeim að mörgum af þeirra vinsælustu myndum. „Þetta var orðið sem fór af honum og hann lifði eftir þessum orðum: Getur þú lifað af fund með Harvey?“ sagði Damon. Harvey Weinstein vann fyrir kvikmyndaverið Miramax um árabil og var hátindur þess fyrirtækis á tíunda áratug síðustu aldar. Matt Damon naut góðs af því en hann sagði í þættinum að Miramax hefði verið staðurinn til að gera frábærar kvikmyndir. Undanfarnar vikur hefur Weinstein verið sakaður af rúmlega fjörutíu konum um að hafa ýmist áreitt þær kynferðislega, brotið á þeim kynferðislega eða nauðgað þeim. Lögregla í London, New York og Los Angeles rannsakar ásakanir á hendur honum og hefur kvikmyndaakademía Bandaríkja rekið hann úr samtökunum. „Þegar fólk segir að allir hafi vitað af þessu get ég aðeins sagt að ég vissi að hann væri asni,“ sagði Damon. „Hann var stoltur af því. Þannig hegðaði hann sér. Ég vissi að hann væri kvensamur. Ég hefði ekki viljað vera giftur honum. En það var ekki mitt mál.“ Hann ítrekaði að hann hefði ekki vitað af brotum Weinsteins. Hann viðurkenndi þó að hafa heyrt sögu leikkonunnar Gwyneth Paltrow í gegnum vin sinni Ben Affleck, en að hann hefði aldrei rætt það beint við hana. Clooney sagði að Weinstein hefði montað sig af þeim konum sem hann hefði haldið við. „Ég trúði honum ekki endilega, í hreinskilni sagt, því hefði ég trúað því væri ég að trúa því versta upp á nokkrar leikkonur sem eru vinkonur mína.“
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Tengdar fréttir Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00 Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00 Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Courtney Love reyndi að vara konur við Weinstein árið 2005 Gamalt viðtal við Courtney Love er komið í dreifingu en þar varar hún ungar konur í Hollywood við Harvey Weinstein. 20. október 2017 09:00
Weinstein dvelur í Arizona í mánuð og fær sálfræðimeðferð Sálfræðingur Harvey Weinstein staðfestir að framleiðandinn hafi lokið vikumeðferð í gær. 22. október 2017 13:00
Tarantino um Weinstein: „Ég hefði átt að grípa til aðgerða miðað við það sem ég vissi“ Leikstjórinn Quentin Tarantino segist hafa vitað af meintum kynferðisbrotum Harvey Weinstein í áratugi. 19. október 2017 22:25