Stóðu einir gegn vígamönnum í tvo tíma Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 13:15 Frá jarðarför La David Johnson sem lést í Níger. Vísir/AFP Hermenn Bandaríkjanna sem ásamt hermönnum Níger lentu í umsátri íslamskra víganna í byrjun mánaðarins kölluðu ekki eftir hjálp fyrr en um klukkustund eftir að skotbardaginn hófst. Hjálpin barst ekki fyrr en eftir aðra klukkustund og voru þeir því einir í tvo tíma. Fjórir bandarískir og fimm nígerskir hermenn létu lífið Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna eru í Níger þar sem þá þjálfa og aðstoða heimamenn í baráttu þeirra gegn vígahópum sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Mikil óvissa ríkir varðandi árásina og af hverju einn hermaðurinn sem dó fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna rannsaka nú atvikið. Hershöfðinginn Joseph Dunford hélt blaðamannafund í gær þar sem hann fór yfir það sem vitað var og hvað lægi ekki fyrir.Tólf bandarískir sérsveitarmenn voru í könnunarleiðangri með 30 nígerskum hermönnum og fóru þeir til þorpsins Tongo Tongo þann þriðja október og héldu þeir til þar yfir nóttina. Á leiðinni til baka réðust um 50 vígamenn, hliðhollir ISIS, á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Hluti rannsóknarinnar snýr að því hvort að íbúar þorpsins hafi látið vígamennina vita af ferð hermannanna. Dunford sagði að um 800 bandarískir hermenn séu í Níger og Bandaríkin hafi haft viðveru þar í rúma tvo áratugi. Markmiðið nú sé að aðstoða Frakka, sem leiða aðgerðirnar gegn ISIS, al-Qaeda og Boko Haram. Allt í allt eru um sex þúsund bandarískir hermenn í Afríku.Samkvæmt frétt Washington Post kölluðu hermennirnir eftir aðstoð um klukkustund eftir að átökin hófust. Þá tók hálftíma að koma frönskum herþotum á loft frá nærliggjandi herstöð og það tók flugmennina um hálftíma til viðbótar að komast á vettvang. Á meðan á þessu stóð var óvopnaður bandarískur dróni yfir átakasvæðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem í ljós kom að hermaðurinn La David Johnson var týndur. Umfangsmikil leit var sett af stað og fannst lík hans þann sjötta október. Ekkja hans, Myeshia Johnson, hefur þó kvartað yfir því að hún hafi ekki fengið að sjá líka hans og viti í rauninni ekki fyrir víst að hann hafi verið í kistunni sem var flutt til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Ekkjan opnar sig um símtalið við TrumpStefna hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna er að hægt sé að mæla með því að fjölskyldan skoði ekki líkið, en það sé þó ákvörðun fjölskyldunnar. Dunford sagði að frekari upplýsingar verði gerðar opinberar þegar þær liggi fyrir. Hann sagði herinn skulda fjölskyldum mannanna upplýsingar um hvað hefði gerst. Bandaríkin Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Hermenn Bandaríkjanna sem ásamt hermönnum Níger lentu í umsátri íslamskra víganna í byrjun mánaðarins kölluðu ekki eftir hjálp fyrr en um klukkustund eftir að skotbardaginn hófst. Hjálpin barst ekki fyrr en eftir aðra klukkustund og voru þeir því einir í tvo tíma. Fjórir bandarískir og fimm nígerskir hermenn létu lífið Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna eru í Níger þar sem þá þjálfa og aðstoða heimamenn í baráttu þeirra gegn vígahópum sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Mikil óvissa ríkir varðandi árásina og af hverju einn hermaðurinn sem dó fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna rannsaka nú atvikið. Hershöfðinginn Joseph Dunford hélt blaðamannafund í gær þar sem hann fór yfir það sem vitað var og hvað lægi ekki fyrir.Tólf bandarískir sérsveitarmenn voru í könnunarleiðangri með 30 nígerskum hermönnum og fóru þeir til þorpsins Tongo Tongo þann þriðja október og héldu þeir til þar yfir nóttina. Á leiðinni til baka réðust um 50 vígamenn, hliðhollir ISIS, á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Hluti rannsóknarinnar snýr að því hvort að íbúar þorpsins hafi látið vígamennina vita af ferð hermannanna. Dunford sagði að um 800 bandarískir hermenn séu í Níger og Bandaríkin hafi haft viðveru þar í rúma tvo áratugi. Markmiðið nú sé að aðstoða Frakka, sem leiða aðgerðirnar gegn ISIS, al-Qaeda og Boko Haram. Allt í allt eru um sex þúsund bandarískir hermenn í Afríku.Samkvæmt frétt Washington Post kölluðu hermennirnir eftir aðstoð um klukkustund eftir að átökin hófust. Þá tók hálftíma að koma frönskum herþotum á loft frá nærliggjandi herstöð og það tók flugmennina um hálftíma til viðbótar að komast á vettvang. Á meðan á þessu stóð var óvopnaður bandarískur dróni yfir átakasvæðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem í ljós kom að hermaðurinn La David Johnson var týndur. Umfangsmikil leit var sett af stað og fannst lík hans þann sjötta október. Ekkja hans, Myeshia Johnson, hefur þó kvartað yfir því að hún hafi ekki fengið að sjá líka hans og viti í rauninni ekki fyrir víst að hann hafi verið í kistunni sem var flutt til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Ekkjan opnar sig um símtalið við TrumpStefna hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna er að hægt sé að mæla með því að fjölskyldan skoði ekki líkið, en það sé þó ákvörðun fjölskyldunnar. Dunford sagði að frekari upplýsingar verði gerðar opinberar þegar þær liggi fyrir. Hann sagði herinn skulda fjölskyldum mannanna upplýsingar um hvað hefði gerst.
Bandaríkin Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30