Þrefalt fleiri sigurleikir með Íslandi en Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 06:30 Gylfi Þór Sigurðson og Birkir Bjarnason fagna marki á móti Kósóvó. Vísir/Anton Gylfi Þór Sigurðsson hefur upplifað margt á þessu hausti. Á sama tíma og hann hefur upplifað æskudraum sinn með því að komast með íslenska landsliðinu á HM hefur honum gengið illa að fóta sig sem dýrasti leikmaður Everton frá upphafi. Gylfi hefur farið á kostum með íslenska landsliðinu í haustleikjunum og skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins í mikilvægum heimasigrum á Úkraínu og Kósóvó. Eftir eina stærstu stundina á ferlinum á Laugardalsvellinum 9. október síðastliðinn kom Gylfi aftur til Englands í mjög þungt andrúmsloft á Goodison Park. Það hefur nefnilega ekki aðeins gengið illa hjá Gylfa sjálfum í búningi Everton heldur hefur allt liðið valdið miklum vonbrigðum. Everton var búið að vinna alla fjóra leiki sína á tímabilinu (einn í deild og þrjá í Evrópudeildinni) þegar Gylfi klæddist Everton-treyjunni í fyrsta sinn í leik á móti Manchester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildinni. Fimm dögum áður hafði Everton loksins tekist að fá Swansea City til að selja sinn besta mann. Manninn sem hafði öðrum fremur bjargað velska liðinu frá falli tvö tímabil í röð. Everton þurfti að borga fyrir hann 45 milljónir punda og varð hann ekki aðeins langdýrasti leikmaður sögunnar heldur einnig dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar (Liverpool og Everton). Ronaldo Koeman lagði mikla áherslu á að landa íslenska landsliðsmanninum og pressan var gríðarleg á okkar manni. Stóru vandamálin voru hins vegar óleyst. Gylfi dældi inn mörkum og stoðsendingum með Swansea og allir bjuggust við því sama hjá Everton enda var hann löngu búinn að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni. Koeman tókst hins vegar ekki að finna rétta jafnvægið eða fylla í skarð Romelo Lukaku sem var seldur til Manchester United. Hann eyddi stórum fjárhæðum í nýja leikmenn en Gylfi var ekki sá eini sem vildi helst spila framarlega á miðjunni. Þar voru líka menn eins og Wayne Rooney og Davy Klaassen sem komu báðir í haust. Gylfi hefur sjaldnast fengið að spila sína bestu stöðu og sjaldnast með fljótum kantmönnum eða öflugum framherja sem eru aðstæðurnar þar sem hæfileikar hans nýtast hvað best. Nú er svo komið að eftir 70 daga sem leikmaður Everton þá hefur Gylfi aðeins tekið þátt í einum sigurleik með félaginu. Eini sigurinn kom í leik á móti Bournemouth á heimavelli, öðru liðanna sem sitja neðar en Everton í töflunni. Hitt er Crystal Palace sem hvorki fékk stig né skoraði mark í fyrstu sjö leikjunum. Á þessum 70 dögum Gylfa í herbúðum Everton hefur hann aftur á móti tvisvar sinnum komið til móts við íslenska landsliðið og unnið þrjá af eftirminnilegustu sigrum landsliðsins frá upphafi. Íslenska liðið hélt sér á lífi í baráttunni um HM-sætið með sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli nokkrum dögum eftir slysið í Finnlandi. Mánuði síðar fóru strákarnir síðan til Tyrklands og slökktu bæði á hávaðasömustu stuðningsmönnum Evrópu sem og á HM-draumum Tyrkja. Loks mættu Gylfi og félagar á Laugardalsvöllinn og tryggðu sér sæti á HM í Rússlandi með sannfærandi sigri á Kósóvum. Staðan er því sú að Gylfi hefur unnið þrefalt fleiri sigra með strákunum í íslenska landsliðinu en með nýju liðsfélögunum í Everton. Mikið um stjóraskipti Fyrir vikið er Gylfi að fá nýjan knattspyrnustjóra í enn eitt skiptið en hann hefur upplifað hver stjóraskiptin á fætur öðrum síðustu tímabil sín í ensku úrvalsdeildinni. Við fögnum vissulega sigrunum hjá íslenska landsliðinu en Gylfi verður vonandi fljótur að breyta þessu hlutfalli á næstu vikum og koma Everton aftur þangað sem félagið ætlaði að vera í vetur. Eftir áralanga baráttu hjá okkar manni í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar var hann kominn til Everton til að kynnast hinum enda töflunnar. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi fær falleinkun Gylfi Þór Sigurðsson fær falleinkun frá Daily Mail fyrir frammistöðu sína hjá Everton það sem af er tímabilinu. 23. október 2017 20:30 BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. 23. október 2017 10:30 Fyrrverandi leikmaður Everton furðar sig á kaupunum á Gylfa Tony Cottee, fyrrverandi framherji Everton, setur spurningarmerki við kaup félagsins á Gylfa Þór Sigurðssyni. 19. október 2017 12:30 Gylfi: Hef ekki verið upp á mitt besta Gylfi Þór Sigurðsson segir að Everton þurfi að byrja að vinna leiki og það breyti engu hvort sigrarnir séu ljótir eða ekki. 17. október 2017 13:45 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hefur upplifað margt á þessu hausti. Á sama tíma og hann hefur upplifað æskudraum sinn með því að komast með íslenska landsliðinu á HM hefur honum gengið illa að fóta sig sem dýrasti leikmaður Everton frá upphafi. Gylfi hefur farið á kostum með íslenska landsliðinu í haustleikjunum og skoraði þrjú af fjórum mörkum liðsins í mikilvægum heimasigrum á Úkraínu og Kósóvó. Eftir eina stærstu stundina á ferlinum á Laugardalsvellinum 9. október síðastliðinn kom Gylfi aftur til Englands í mjög þungt andrúmsloft á Goodison Park. Það hefur nefnilega ekki aðeins gengið illa hjá Gylfa sjálfum í búningi Everton heldur hefur allt liðið valdið miklum vonbrigðum. Everton var búið að vinna alla fjóra leiki sína á tímabilinu (einn í deild og þrjá í Evrópudeildinni) þegar Gylfi klæddist Everton-treyjunni í fyrsta sinn í leik á móti Manchester City í 2. umferð ensku úrvalsdeildinni. Fimm dögum áður hafði Everton loksins tekist að fá Swansea City til að selja sinn besta mann. Manninn sem hafði öðrum fremur bjargað velska liðinu frá falli tvö tímabil í röð. Everton þurfti að borga fyrir hann 45 milljónir punda og varð hann ekki aðeins langdýrasti leikmaður sögunnar heldur einnig dýrasti leikmaður Bítlaborgarinnar (Liverpool og Everton). Ronaldo Koeman lagði mikla áherslu á að landa íslenska landsliðsmanninum og pressan var gríðarleg á okkar manni. Stóru vandamálin voru hins vegar óleyst. Gylfi dældi inn mörkum og stoðsendingum með Swansea og allir bjuggust við því sama hjá Everton enda var hann löngu búinn að sanna sig í ensku úrvalsdeildinni. Koeman tókst hins vegar ekki að finna rétta jafnvægið eða fylla í skarð Romelo Lukaku sem var seldur til Manchester United. Hann eyddi stórum fjárhæðum í nýja leikmenn en Gylfi var ekki sá eini sem vildi helst spila framarlega á miðjunni. Þar voru líka menn eins og Wayne Rooney og Davy Klaassen sem komu báðir í haust. Gylfi hefur sjaldnast fengið að spila sína bestu stöðu og sjaldnast með fljótum kantmönnum eða öflugum framherja sem eru aðstæðurnar þar sem hæfileikar hans nýtast hvað best. Nú er svo komið að eftir 70 daga sem leikmaður Everton þá hefur Gylfi aðeins tekið þátt í einum sigurleik með félaginu. Eini sigurinn kom í leik á móti Bournemouth á heimavelli, öðru liðanna sem sitja neðar en Everton í töflunni. Hitt er Crystal Palace sem hvorki fékk stig né skoraði mark í fyrstu sjö leikjunum. Á þessum 70 dögum Gylfa í herbúðum Everton hefur hann aftur á móti tvisvar sinnum komið til móts við íslenska landsliðið og unnið þrjá af eftirminnilegustu sigrum landsliðsins frá upphafi. Íslenska liðið hélt sér á lífi í baráttunni um HM-sætið með sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli nokkrum dögum eftir slysið í Finnlandi. Mánuði síðar fóru strákarnir síðan til Tyrklands og slökktu bæði á hávaðasömustu stuðningsmönnum Evrópu sem og á HM-draumum Tyrkja. Loks mættu Gylfi og félagar á Laugardalsvöllinn og tryggðu sér sæti á HM í Rússlandi með sannfærandi sigri á Kósóvum. Staðan er því sú að Gylfi hefur unnið þrefalt fleiri sigra með strákunum í íslenska landsliðinu en með nýju liðsfélögunum í Everton. Mikið um stjóraskipti Fyrir vikið er Gylfi að fá nýjan knattspyrnustjóra í enn eitt skiptið en hann hefur upplifað hver stjóraskiptin á fætur öðrum síðustu tímabil sín í ensku úrvalsdeildinni. Við fögnum vissulega sigrunum hjá íslenska landsliðinu en Gylfi verður vonandi fljótur að breyta þessu hlutfalli á næstu vikum og koma Everton aftur þangað sem félagið ætlaði að vera í vetur. Eftir áralanga baráttu hjá okkar manni í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar var hann kominn til Everton til að kynnast hinum enda töflunnar.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi fær falleinkun Gylfi Þór Sigurðsson fær falleinkun frá Daily Mail fyrir frammistöðu sína hjá Everton það sem af er tímabilinu. 23. október 2017 20:30 BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. 23. október 2017 10:30 Fyrrverandi leikmaður Everton furðar sig á kaupunum á Gylfa Tony Cottee, fyrrverandi framherji Everton, setur spurningarmerki við kaup félagsins á Gylfa Þór Sigurðssyni. 19. október 2017 12:30 Gylfi: Hef ekki verið upp á mitt besta Gylfi Þór Sigurðsson segir að Everton þurfi að byrja að vinna leiki og það breyti engu hvort sigrarnir séu ljótir eða ekki. 17. október 2017 13:45 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Gylfi fær falleinkun Gylfi Þór Sigurðsson fær falleinkun frá Daily Mail fyrir frammistöðu sína hjá Everton það sem af er tímabilinu. 23. október 2017 20:30
BBC: Vandamálið er að Everton keypti þrjár tíur (eins og Gylfa) og fyllti ekki í skarð Lukaku Phil McNulty, knattspyrnuspekingur BBC, veltir því fyrir sér í pistli á heimasíðu BBC í dag hvað hafi farið úrskeiðis hjá Everton sem eyddi háum upphæðum í nýja leikmenn og ætlaði sér stóra hluti á þessari leiktíð. 23. október 2017 10:30
Fyrrverandi leikmaður Everton furðar sig á kaupunum á Gylfa Tony Cottee, fyrrverandi framherji Everton, setur spurningarmerki við kaup félagsins á Gylfa Þór Sigurðssyni. 19. október 2017 12:30
Gylfi: Hef ekki verið upp á mitt besta Gylfi Þór Sigurðsson segir að Everton þurfi að byrja að vinna leiki og það breyti engu hvort sigrarnir séu ljótir eða ekki. 17. október 2017 13:45
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti