Erlent

Fats Domino er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Fats Domino var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins, Rock & Roll Hall of Fame, árið 1986.
Fats Domino var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins, Rock & Roll Hall of Fame, árið 1986. Vísir/AFP
Bandaríski tónlistarmaðurinn Fats Domino er látinn, 89 ára að aldri. Frá þessu greina bandarísku miðlarnir WWL-TV og CBS News.

Dóttir söngvarans segir að Fats Domino hafi andast í faðmi fjölskyldu sinnar.

Bandaríski píanóleikarinn og lagahöfundurinn sló í gegn á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og seldi rúmlega 65 milljónir platna. Fimm þeirra náðu gullsölu.

Antione „Fats“ Domino Jr. ólst upp í New Orleans og var yngstur átta systkina. Á meðal helstu smella hans voru „Blueberry Hill“, „Ain’t That a Shame“ og „I’m Walking“.

Hann var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins, Rock & Roll Hall of Fame, árið 1986.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×