Um sjö prósent Zúista sögðu sig úr söfnuðinum á þriðjudag Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2017 13:03 Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera. Vísir/Getty Um sjö prósent þeirra sem skráðir eru í trúfélag Zúista sögðu sig úr söfnuðinum síðastliðinn þriðjudag. Í svari Þjóðskrár við fyrirspurn Vísis kemur fram að 168 manns hafi sagt sig úr söfnuðinum síðastliðinn þriðjudag, tíu í gær og tveir það sem af er degi. Fyrir þriðjudaginn höfðu 79 manns skráð sig úr söfnuðinum það sem af er október. Alls eru nú skráðir 2.385 manns í söfnuð Zúista. Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. Deilt hafði verið um hver færi með stjórn félagsins en embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra varð við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins. Ágúst Arnar er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, en bróðir hans Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forsvarsmaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar hlaut í júní þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, en báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari, líkt og segir í frétt Fréttablaðsins. Deilurnar um félagið má rekja til þess þegar hópur manna tók félagið yfir árið 2015 og hóf að safna meðlimum í stórum stíl þar sem því var heitið að endurgreiða þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig þá í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30 Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Um sjö prósent þeirra sem skráðir eru í trúfélag Zúista sögðu sig úr söfnuðinum síðastliðinn þriðjudag. Í svari Þjóðskrár við fyrirspurn Vísis kemur fram að 168 manns hafi sagt sig úr söfnuðinum síðastliðinn þriðjudag, tíu í gær og tveir það sem af er degi. Fyrir þriðjudaginn höfðu 79 manns skráð sig úr söfnuðinum það sem af er október. Alls eru nú skráðir 2.385 manns í söfnuð Zúista. Félag Zúista hefur mikið verið í umræðunni eftir að Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hafði verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra. Deilt hafði verið um hver færi með stjórn félagsins en embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra varð við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins. Ágúst Arnar er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, en bróðir hans Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forsvarsmaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar hlaut í júní þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik, en báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari, líkt og segir í frétt Fréttablaðsins. Deilurnar um félagið má rekja til þess þegar hópur manna tók félagið yfir árið 2015 og hóf að safna meðlimum í stórum stíl þar sem því var heitið að endurgreiða þeim út tæplega 11 þúsund króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig þá í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30 Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00
Segir að trúfélagsgjöld Zúista verði endurgreidd eða renni til góðgerðamála Ágúst Arnar Ágústsson, sem nýverið var skráður forstöðumaður trúfélagsins Zuism eftir áralanga deilu, segir að trúfélagsgjöld þeirra sem skráð hafi sig í trúfélagið verði endurgreidd. Þá verði einnig í boði að ráðstafa sóknargjöldum til góðgerðarmála. 24. október 2017 14:30
Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélags zúista, segir starfsmann sýslumanns hafa gefið villandi upplýsingar og eytt gögnum um samskipti við keppinauta hans um völd í trúfélaginu. Boðar lofaða útgreiðslu sóknargjalda. 25. október 2017 06:00