Segir þá sem skráðu sig úr Zuism ekki fá greitt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. október 2017 06:00 Langri baráttu Ágústs Arnars Ágústssonar fyrir að fá viðurkenningu á því að hann sé forstöðumaður Zuism lauk í byrjun október. Mynd/Úr einkasafni „Það kemur væntanlega tilkynning frá félaginu um hvenær þetta verður hægt og hvenær þetta verður greitt út,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism, þar sem meðlimir hafa beðið í tæp tvö ár eftir útgreiðslu sóknargjalda. Eins og kunnugt er lofuðu zúistar því á meðan félagið var undir stjórn Ísaks Andra Ólafssonar og félaga að meðlimir trúfélagsins fengju sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern félaga, um 11.000 krónur á ári. Sagði frá því í Fréttablaðinu í gær að þessi upphæð hafi í heild verið komin í rúmar 53 milljónir króna sem borgaðar voru út eftir að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst sem forstöðumann. Í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér í gær segir að félagið vinni nú að heimasíðu þar sem hægt verði að sækja um endurgreiðslu á sóknargjöldum. Ótilteknu umsýslugjaldi verði þó haldið eftir. „Það verður í nóvember, ég get að minnsta kosti sagt það,“ segir hann aðspurður hvenær útgreiðslan geti orðið í fyrsta lagi. Ágúst segir aðeins þá sem skráðir hafi verið í Zuism þegar hann komst yfir félagaskrána í þessum mánuði geta fengið endurgreitt. Ef einhverjir hafi verið í félaginu en skráð sig úr því fái þeir ekki greitt því hann geti ekki sannreynt hverjir hafi verið meðlimir og hverjir ekki. Þess má geta að greiðslur sóknargjalda frá ríkinu miðast við fjölda meðlima sem skráðir eru 1. desember á hverju ári. Þannig mun Zuism fá sóknargjöld í eitt ár í viðbót samkvæmt fjölda félagsmanna 1. desember næstkomandi. Krafa Ágústs um að verða viðurkenndur sem formaður trúfélags zúista var til meðferðar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra allt frá því snemma á þessu ári. Hann ber starfsmann embættisins þungum sökum í yfirlýsingu sinni og gefur í skyn að sá hafi gengið erinda andstæðinga hans innan trúfélagsins. „Við rannsókn innanríkisráðuneytisins kemur í ljós að starfsmaður sýslumanns hefur átt í óviðeigandi samskiptum við umræddan hóp utan vinnutíma. Eftir að þetta komst upp hefur hann verið staðinn að því að senda villandi upplýsingar til innanríkisráðuneytisins og að eyða málsgögnum, sem meðal annars tengjast samskiptum milli hans og umrædds hóps,“ segir í yfirlýsingu Ágústs sem var viðurkenndur sem formaður nú í byrjun október. Aðspurður segist Ágúst vera að vísa til símasamskipta umrædds starfsmanns við þann hóp sem hafði undirtökin í félaginu á tímabili. Málið tengist því að skráning trúfélaga var færð frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsins á Norðurlandi eystra. „Hann neitaði því að hafa fengið stofngögnin um félagið okkar en samt hefur innanríkisráðuneytið staðfest að honum voru send öll gögn. Þetta er allt saman mjög undarlegt,“ segir hann. Að sögn Ágústs er óákveðið hvort einhver eftirmál verði af hálfu zúista undir hans stjórn gagnvart viðkomandi starfsmanni sýslumanns. „Það má vel vera að það verði skoðað en það er kannski óviðeigandi að segja eitthvað um það í dag,“ svarar hann. Þess má geta að Fréttablaðið hefur frá því í ágúst reynt að ná tali af umræddum starfsmanni sýslumanns en hann hefur ekki svarað margítrekuðum símtölum og tölvupóstum. Honum var í gær framsend yfirlýsing formanns zúista með ósk um viðbrögð við ásökununum en ekkert svar fékkst. Hann er sagður vera í fríi fram í nóvember. Þá hefur embættið ekki sent Fréttablaðinu umbeðin gögn varðandi skráningu Ágústs sem forstöðumanns zúista. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Sjá meira
„Það kemur væntanlega tilkynning frá félaginu um hvenær þetta verður hægt og hvenær þetta verður greitt út,“ segir Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður trúfélagsins Zuism, þar sem meðlimir hafa beðið í tæp tvö ár eftir útgreiðslu sóknargjalda. Eins og kunnugt er lofuðu zúistar því á meðan félagið var undir stjórn Ísaks Andra Ólafssonar og félaga að meðlimir trúfélagsins fengju sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern félaga, um 11.000 krónur á ári. Sagði frá því í Fréttablaðinu í gær að þessi upphæð hafi í heild verið komin í rúmar 53 milljónir króna sem borgaðar voru út eftir að sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra viðurkenndi Ágúst sem forstöðumann. Í yfirlýsingu sem Ágúst sendi frá sér í gær segir að félagið vinni nú að heimasíðu þar sem hægt verði að sækja um endurgreiðslu á sóknargjöldum. Ótilteknu umsýslugjaldi verði þó haldið eftir. „Það verður í nóvember, ég get að minnsta kosti sagt það,“ segir hann aðspurður hvenær útgreiðslan geti orðið í fyrsta lagi. Ágúst segir aðeins þá sem skráðir hafi verið í Zuism þegar hann komst yfir félagaskrána í þessum mánuði geta fengið endurgreitt. Ef einhverjir hafi verið í félaginu en skráð sig úr því fái þeir ekki greitt því hann geti ekki sannreynt hverjir hafi verið meðlimir og hverjir ekki. Þess má geta að greiðslur sóknargjalda frá ríkinu miðast við fjölda meðlima sem skráðir eru 1. desember á hverju ári. Þannig mun Zuism fá sóknargjöld í eitt ár í viðbót samkvæmt fjölda félagsmanna 1. desember næstkomandi. Krafa Ágústs um að verða viðurkenndur sem formaður trúfélags zúista var til meðferðar hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra allt frá því snemma á þessu ári. Hann ber starfsmann embættisins þungum sökum í yfirlýsingu sinni og gefur í skyn að sá hafi gengið erinda andstæðinga hans innan trúfélagsins. „Við rannsókn innanríkisráðuneytisins kemur í ljós að starfsmaður sýslumanns hefur átt í óviðeigandi samskiptum við umræddan hóp utan vinnutíma. Eftir að þetta komst upp hefur hann verið staðinn að því að senda villandi upplýsingar til innanríkisráðuneytisins og að eyða málsgögnum, sem meðal annars tengjast samskiptum milli hans og umrædds hóps,“ segir í yfirlýsingu Ágústs sem var viðurkenndur sem formaður nú í byrjun október. Aðspurður segist Ágúst vera að vísa til símasamskipta umrædds starfsmanns við þann hóp sem hafði undirtökin í félaginu á tímabili. Málið tengist því að skráning trúfélaga var færð frá innanríkisráðuneytinu til sýslumannsins á Norðurlandi eystra. „Hann neitaði því að hafa fengið stofngögnin um félagið okkar en samt hefur innanríkisráðuneytið staðfest að honum voru send öll gögn. Þetta er allt saman mjög undarlegt,“ segir hann. Að sögn Ágústs er óákveðið hvort einhver eftirmál verði af hálfu zúista undir hans stjórn gagnvart viðkomandi starfsmanni sýslumanns. „Það má vel vera að það verði skoðað en það er kannski óviðeigandi að segja eitthvað um það í dag,“ svarar hann. Þess má geta að Fréttablaðið hefur frá því í ágúst reynt að ná tali af umræddum starfsmanni sýslumanns en hann hefur ekki svarað margítrekuðum símtölum og tölvupóstum. Honum var í gær framsend yfirlýsing formanns zúista með ósk um viðbrögð við ásökununum en ekkert svar fékkst. Hann er sagður vera í fríi fram í nóvember. Þá hefur embættið ekki sent Fréttablaðinu umbeðin gögn varðandi skráningu Ágústs sem forstöðumanns zúista.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Sjá meira
Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Ágúst Arnar Ágústsson, einn stofnmeðlima Zuism, er nú viðurkenndur sem forstöðumaður trúfélagsins eftir deilur og fær þar með aðgang að 53 milljóna króna sóknargjöldum. 24. október 2017 04:00