Kickstarter-bróðir fær forstöðumannsstól og 53 milljónir sem biðu Zúista Garðar Örn Úlfarsson og Ólöf Skaftadóttir skrifa 24. október 2017 04:00 Fornminjar frá samfélagi Súmera. Er þeir komu fyrst fram, sögðu zúistar félagið snúast um átrúnað á guði Súmera sem byggðu það sem nú er Írak fyrir um sjö þúsund árum. Vísir/Getty Fjársýsla ríksisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Útgreiðslan kemur í kjölfar ákvörðunar embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra um að verða við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins Zuism. Ágúst er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra. Bróðir hans, Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forvígismaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari. Fjársýsla ríkisins mun hafa greitt út rúmar 53 milljónir króna til zúista 9. október síðastliðinn. „Verið er að vinna í hvernig sóknargjöldum verður ráðstafað,“ segir Ágúst Arnar, spurður hvort til standi að greiða meðlimum Zuism út sóknargjöld líkt og forveri hans gaf fyrirheit um. „Það er von á tilkynningu og þetta mun vonandi allt skýrast þar,“ bætir forstöðumaðurinn við. Starfsemi zúista var við að lognast út af árið 2014. Á árinu 2015 tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæplega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst krafðist jafnframt að innanríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins en ráðuneytið vísaði ákvörðuninni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem nú nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. Samkvæmt nýjustu fáanlegu tölum eru 2.845 skráðir í trúfélag zúista. Renna um 900 krónur til félagsins mánaðarlega fyrir hvern þessara meðlima. Það gera samtals tæplega 2,6 milljónir í hverjum mánuði. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Fjársýsla ríksisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Útgreiðslan kemur í kjölfar ákvörðunar embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra um að verða við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins Zuism. Ágúst er annar svokallaðra Kickstarter-bræðra. Bróðir hans, Einar Ágústsson, var í desember 2013 skráður sem forvígismaður félagsins í fyrirtækjaskrá eftir að upphaflegur formaður hætti. Einar var í júní síðastliðnum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjársvik. Báðir bræðurnir voru til rannsóknar í málinu en aðeins gefin út ákæra á hendur Einari. Fjársýsla ríkisins mun hafa greitt út rúmar 53 milljónir króna til zúista 9. október síðastliðinn. „Verið er að vinna í hvernig sóknargjöldum verður ráðstafað,“ segir Ágúst Arnar, spurður hvort til standi að greiða meðlimum Zuism út sóknargjöld líkt og forveri hans gaf fyrirheit um. „Það er von á tilkynningu og þetta mun vonandi allt skýrast þar,“ bætir forstöðumaðurinn við. Starfsemi zúista var við að lognast út af árið 2014. Á árinu 2015 tók nýr hópur manna yfir félagið og hóf að safna meðlimum í stórum stíl með loforðum um að borga þeim út tæplega 11.000 króna sóknargjöld sem renna árlega úr ríkissjóði til trúfélaga fyrir hvern skráðan meðlim. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í félagið. Forstöðumaður fyrir hönd þessa hóps, Ísak Andri Ólafsson, var hins vegar settur af með úrskurði innanríkisráðuneytisins í janúar á þessu ári eftir að Ágúst gerði kröfu um það. Ágúst krafðist jafnframt að innanríkisráðuneytið viðurkenndi hann sem formann trúfélagsins en ráðuneytið vísaði ákvörðuninni til sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem nú nýverið tók fyrrnefnda ákvörðun um að verða við kröfu Ágústs. Samkvæmt nýjustu fáanlegu tölum eru 2.845 skráðir í trúfélag zúista. Renna um 900 krónur til félagsins mánaðarlega fyrir hvern þessara meðlima. Það gera samtals tæplega 2,6 milljónir í hverjum mánuði.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10 Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00 Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Sjá meira
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30
Kickstarter-bræður fá ekki sóknargjöld zúista í bili Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá máli stofnenda og skráðra forsvarsmanna trúfélags zúista á Íslandi á hendur ríkissjóði en málið var höfðað vegna 33 milljóna króna sóknargjalda sem ekki hafa verið greidd út til félagsins. 8. febrúar 2017 17:10
Zúistar orðnir álíka margir og ásatrúarmenn Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá eru meðlimir Trúfélags zúista orðnir fleiri en þrjú þúsund. Þeim fjölgaði í gær þrátt fyrir fréttaflutning RÚV um að meintir fjárglæframenn hafi komið að rekstrarfélagi zúista. 2. desember 2015 07:00
Þungur dómur í tug milljóna króna fjársvikamáli Kickstarter bróður Einar Ágústsson, sem nefndur hefur verið Kickstarter-bróðir, var í dag dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi í héraðsdómi Reykjaness fyrir fjársvik. 2. júní 2017 09:45