Hvetur þingmenn til að samþykkja beina stjórn yfir Katalóníu Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2017 10:27 Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hélt ræðu í sal öldungadeildar Spánarþings í morgun. Vísir/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hvatt öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni í sal öldungadeildarinnar í morgun sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Þingmenn klöppuðu fyrir Rajoy að ræðu lokinni, en flokkur forsætisráðherrans, Partido Popular, er þar í meirihluta. Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fór fram í upphafi mánaðar þar sem meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með sjálfstæði. Sambandssinnar sniðgengu langflestir atkvæðagreiðsluna, sem Spánarstjórn hafi úrskurðað ólöglega. Níutíu prósent þeirra sem kusu greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði, en þátttakan var einungis 43 prósent. Rajoy sagði í ræðu sinni að þörf væri á sérstökum aðgerðum vegna stöðunnar sem upp væri komin í Katalóníu – ekki væri neitt annað í boði – og nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Hann sakaði héraðsstjórnina um að sundra fjölskyldum og skaða samfélagið. Íbúar Katalóníu hafi þegar þjáðst of mikið vegna málsins og óvissan hafi hrakið fjölda fyrirtækja á brott. Rajoy sagði að ekki þyrfti að bjarga Katalónum frá því sem hafi verið kallað sem „spænsk heimsvaldastefna“ heldur frá minnihlutahópi sem hafi krýnt sjálfa sig eigendur Katalóníu á mjög óumburðarlyndan hátt. Þingmenn öldungadeildar Spánarþings munu síðar í dag greiða atkvæði um það hvort beita eigi 155. grein stjórnarskrár landsins sem myndi afturkalla sjálfstjórn Katalóníu. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hefur hvatt öldungadeildarþingmenn Spánarþings til að samþykkja tillögu um að Spánarstjórn taki yfir stjórn Katalónu. Í ræðu sinni í sal öldungadeildarinnar í morgun sagði Rajoy nauðsynlegt að koma Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, varaforsetanum og öllum ráðherrum héraðsstjórnarinnar frá völdum. Þingmenn klöppuðu fyrir Rajoy að ræðu lokinni, en flokkur forsætisráðherrans, Partido Popular, er þar í meirihluta. Umdeild þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu fór fram í upphafi mánaðar þar sem meirihluti þeirra sem þátt tóku greiddu atkvæði með sjálfstæði. Sambandssinnar sniðgengu langflestir atkvæðagreiðsluna, sem Spánarstjórn hafi úrskurðað ólöglega. Níutíu prósent þeirra sem kusu greiddu atkvæði með því að lýsa yfir sjálfstæði, en þátttakan var einungis 43 prósent. Rajoy sagði í ræðu sinni að þörf væri á sérstökum aðgerðum vegna stöðunnar sem upp væri komin í Katalóníu – ekki væri neitt annað í boði – og nauðsynlegt væri að koma á lögum, lýðræði og stöðugleika í Katalóníu á nýjan leik. Hann sakaði héraðsstjórnina um að sundra fjölskyldum og skaða samfélagið. Íbúar Katalóníu hafi þegar þjáðst of mikið vegna málsins og óvissan hafi hrakið fjölda fyrirtækja á brott. Rajoy sagði að ekki þyrfti að bjarga Katalónum frá því sem hafi verið kallað sem „spænsk heimsvaldastefna“ heldur frá minnihlutahópi sem hafi krýnt sjálfa sig eigendur Katalóníu á mjög óumburðarlyndan hátt. Þingmenn öldungadeildar Spánarþings munu síðar í dag greiða atkvæði um það hvort beita eigi 155. grein stjórnarskrár landsins sem myndi afturkalla sjálfstjórn Katalóníu. Stjórn fjármála, lögreglu og fjölmiðla héraðsins myndi þá falla í skaut Spánarstjórnar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00 Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Sjá meira
Spánverjar kjósa um sviptingu sjálfsstjórnar Kataloníu í dag Öldungadeild spænska þingsins kýs um hvort virkja skuli 155. grein stjórnarskrárinnar og svipta Katalóníu sjálfstæði. 27. október 2017 06:00
Ætlar ekki að boða til kosninga Varaforseti Katalóníu segir að það eina í stöðunni fyrir héraðið vera að lýsa yfir sjálfstæði. 26. október 2017 16:16
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent