Enski boltinn

Byrjun Man City sú besta frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Pep Guardiola að gera góða hluti
Pep Guardiola að gera góða hluti vísir/getty
Manchester City trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir tíu leiki og á enn eftir að tapa leik. Ekkert lið hefur byrjað keppnistímabil betur frá stofnun ensku úrvalsdeildarinnar árið 1992.

Mörk frá Leroy Sane, Fernandinho og Raheem Sterling tryggðu Man City 2-3 útisigur á West Bromwich Albion og hefur City nú unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum.

Bláliðar eru með langbestu markatöluna enda hafa þeir skorað 35 mörk í leikjunum tíu og aðeins fengið á sig sex.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×