Björt tók tillit til sjónarmiða Landsvirkjunar við friðunina Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. október 2017 06:00 Þjórsárver hafa verið þrætuepli í hátt í hálfa öld. vísir/vilhelm Oddviti hreppsnefndar Ásahrepps telur kosningafnyk af snöggri friðun Þjórsárvera. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tekið hafi verið tillit til athugasemda fyrirtækisins við friðunina. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stækkaði friðlandið í Þjórsárverum í gær með því að rita undir auglýsingu þess efnis. Auglýsingin felur í sér að friðlandið verður 1.563 ferkílómetrar að flatarmáli í stað um 350 áður.Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.VÍSIR/AUÐUNNHið nýja friðland er nánast hið sama og stóð til að Svandís Svavarsdóttir myndi friða áður en kosið var árið 2013. Það náðist hins vegar ekki. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, eftirmaður Svandísar í embætti, tók við ætlaði hann einnig að rita undir auglýsinguna. Við það var snögglega hætt eftir að Landsvirkjun hótaði lögsókn vegna málsins. Landsvirkjun hefur ekkert út á málið að setja nú. „Eins og hefur áður komið fram þá höfum við stutt stækkun friðlandsins. Árið 2013 var hins vegar ekki viðhaft lögmælt samráð við okkur við ákvörðunina,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Málið þá hafi snúist um tvennt. Í fyrsta lagi náði friðlandið yfir svæði sem fyrirtækið hafði hugsað undir Norðlingaölduveitu. Í öðru lagi hefðu mannvirki Landsvirkjunar í austanverðu friðlandinu lent innan þess. Fyrirtækið vildi koma sínum athugasemdum að líkt og náttúruverndarlög kveða á um. „Í friðunarferlinu nú náðum við að koma okkar athugasemdum að og voru þær teknar til greina að hluta til. Það er, mannvirkin okkar standa nú utan friðlandsins,“ segir Hörður. Friðunin hefur hins vegar ekki verið algerlega athugasemdalaus. Hluti sveitarfélaga í nágrenninu hafði ekki skilað umsögn um málið. „Þegar drög að auglýsingunni voru kynnt til umsagnar óskuðum við eftir fundi í ráðuneytinu til að fara yfir málið. Hann dróst fram undir síðustu mánaðamót,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti hreppsnefndar Ásahrepps. Eftir það var stefnt að því að taka málið fyrir á fundi hreppsnefndar en hann er áætlaður á morgun. Nú liggur fyrir að það verður óþarfi. „Það lágu einhver ósköp á. Þetta er mál sem hefur verið í vinnslu í fleiri ár og það liggur ljóst fyrir að náttúran er ekki í neinni hættu á næstu vikum. Mér þykir miður að mönnum hafi ekki verið gefinn frestur til að veita umsögn um efnið,“ segir Egill. Þrátt fyrir að það sé óþarft mun hreppsnefndin taka málið fyrir á fundi sínum og skila inn umsögn þó hún sé í raun markleysa. Hann segir að nokkur sveitarfélög í grenndinni hafi náð að skila inn umsögn en önnur eigi það eftir. „Það sjá það allir sem það vilja að það er kosningafnykur af þessu,“ segir Egill að lokum. Ásahreppur Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Oddviti hreppsnefndar Ásahrepps telur kosningafnyk af snöggri friðun Þjórsárvera. Forstjóri Landsvirkjunar segir að tekið hafi verið tillit til athugasemda fyrirtækisins við friðunina. Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, stækkaði friðlandið í Þjórsárverum í gær með því að rita undir auglýsingu þess efnis. Auglýsingin felur í sér að friðlandið verður 1.563 ferkílómetrar að flatarmáli í stað um 350 áður.Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps.VÍSIR/AUÐUNNHið nýja friðland er nánast hið sama og stóð til að Svandís Svavarsdóttir myndi friða áður en kosið var árið 2013. Það náðist hins vegar ekki. Þegar Sigurður Ingi Jóhannsson, eftirmaður Svandísar í embætti, tók við ætlaði hann einnig að rita undir auglýsinguna. Við það var snögglega hætt eftir að Landsvirkjun hótaði lögsókn vegna málsins. Landsvirkjun hefur ekkert út á málið að setja nú. „Eins og hefur áður komið fram þá höfum við stutt stækkun friðlandsins. Árið 2013 var hins vegar ekki viðhaft lögmælt samráð við okkur við ákvörðunina,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Málið þá hafi snúist um tvennt. Í fyrsta lagi náði friðlandið yfir svæði sem fyrirtækið hafði hugsað undir Norðlingaölduveitu. Í öðru lagi hefðu mannvirki Landsvirkjunar í austanverðu friðlandinu lent innan þess. Fyrirtækið vildi koma sínum athugasemdum að líkt og náttúruverndarlög kveða á um. „Í friðunarferlinu nú náðum við að koma okkar athugasemdum að og voru þær teknar til greina að hluta til. Það er, mannvirkin okkar standa nú utan friðlandsins,“ segir Hörður. Friðunin hefur hins vegar ekki verið algerlega athugasemdalaus. Hluti sveitarfélaga í nágrenninu hafði ekki skilað umsögn um málið. „Þegar drög að auglýsingunni voru kynnt til umsagnar óskuðum við eftir fundi í ráðuneytinu til að fara yfir málið. Hann dróst fram undir síðustu mánaðamót,“ segir Egill Sigurðsson, oddviti hreppsnefndar Ásahrepps. Eftir það var stefnt að því að taka málið fyrir á fundi hreppsnefndar en hann er áætlaður á morgun. Nú liggur fyrir að það verður óþarfi. „Það lágu einhver ósköp á. Þetta er mál sem hefur verið í vinnslu í fleiri ár og það liggur ljóst fyrir að náttúran er ekki í neinni hættu á næstu vikum. Mér þykir miður að mönnum hafi ekki verið gefinn frestur til að veita umsögn um efnið,“ segir Egill. Þrátt fyrir að það sé óþarft mun hreppsnefndin taka málið fyrir á fundi sínum og skila inn umsögn þó hún sé í raun markleysa. Hann segir að nokkur sveitarfélög í grenndinni hafi náð að skila inn umsögn en önnur eigi það eftir. „Það sjá það allir sem það vilja að það er kosningafnykur af þessu,“ segir Egill að lokum.
Ásahreppur Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Tengdar fréttir Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Friðland Þjórsárvera fjórfaldað að stærð Friðlandið í Þjórsárverum verður stækkað í dag. Verður það gert með því að umhverfis- og auðlindaráðherra undirritar auglýsingu þess efnis. Hið nýja friðland verður tæpir 1.563 ferkílómetrar að stærð. 9. október 2017 04:00