Erlent

Skotárásin í Las Vegas: Skaut öryggisvörð sex mínútum áður en hann hóf skothríð á tónleikagesti

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Stephen Paddock var 64 ára gamall. Hann skaut sig til bana eftir að myrt 58 manns og sært hundruði í Las Vegas við upphaf mánaðarins.
Stephen Paddock var 64 ára gamall. Hann skaut sig til bana eftir að myrt 58 manns og sært hundruði í Las Vegas við upphaf mánaðarins.
Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem varð skaut 58 manns til bana á tónlistarhátíð í Las Vegas fyrir rúmri viku, skaut öryggsvörð sex mínútum áður en hann hóf skothríð á tónleikagesti sem staddir voru á svæði hinu megin við götuna frá Mandalay-hótelinu þar sem Paddock var gestur. Hann skaut á mannfjöldann úr herbergi á 32. hæð hótelsins.

Lögreglan í Las Vegas hélt blaðamannafund í gærkvöldi. Þar greindi lögreglustjórinn, Joseph Lombardo, frá því að Paddock hafi skotið á öryggisvörðinn þegar sá fór til að kanna hvers vegna hurð nálægt herbergi Paddock væri opin.

 

Paddock hafði komið myndavélum fyrir til að geta fylgst með mannaferðum við herbergi sitt og skaut á öryggisvörðinn þegar hann sá hann nálgast. Öryggisvörðurinn slasaðist en náði þó að láta aðra vita af vopnuðum manninum.

Að sögn lögreglunnar skaut Paddock á öryggisvörðinn sex mínútum áður en hann hóf skothríðina á gesti tónlistarhátíðarinnar. Sú skothríð varði svo í tíu mínútur en að henni lokinni skaut Paddock svo sjálfan sig.

Lombardo sagði að Paddock hefði falið áform sín um fjöldamorðið í aðdraganda þess. Þar af leiðandi væri erfitt fyrir lögregluna að finna svör við ýmsum spurningum í rannsókninni.

„Í samvinnu við atferlissérfræðinga Bandarísku alríkislögreglunnar erum við að draga upp heildstæða mynd af andlegu ástandi Paddock. Eins og er ekki neinn einn einstakur atburður í lífi hans sem við getur leitt okkur áfram,“ sagði Lombardo.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×