Grunar að fjöldamorðinginn í Las Vegas hafi átt sér vitorðsmann Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2017 08:46 Stephen Paddock var 64 ára gamall. Lögreglan er engu nær um ástæður þess að hann hóf skothríð úr herbergi sínu á Mandalay-hótelinu í Las Vegas á sunnudagskvöld. Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. Þannig telur lögreglan að það hafi ekki verið áætlun hans að fremja sjálfsvíg, líkt og hann gerði, heldur að lifa árásina af og flýja af vettvangi. Þetta kom fram á blaðamannafundi Joseph Lombardo, lögreglustjóra Las Vegas, í nótt. Hann sagði að svo virtist sem Paddock hefði verið í áratugi að sanka að sér vopnum en bara á síðastliðnu ári keypti hann 33 skotvopn. Lögregluna grunar að hann hafi átt sér vitorðsmann sem hafi hjálpað honum að undirbúa skotárásina en hafa þó ekki neinar tilgátur um hver það gæti verið. Þá hafði Paddock leigt sér aðra hótelíbúð í Las Vegas með útsýni yfir aðra tónlistarhátíðina helgina áður en hann lét til skarar skríða. Lögregluyfirvöld telja að það sé ekki Marilou Danley, sambýliskona Paddock. Hún var erlendis þegar hann gerði árásina og sagði lögreglu að hún hefði ekki haft hugmynd um áætlanir hans. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að líf Paddock var sveipað leyndarhjúpi svo ákaflega lítið er vitað um manninn og ekkert um ástæður blóðbaðsins. Meira en 100 rannsóknarlögreglumenn hafa síðastliðna þrjá daga farið í gegnum líf Paddock og skoðað nánast hvert smáatriði, en án mikils árangurs. „Það sem við vitum er að Paddock var maður sem var áratugum saman að sanka að sér vopnum og skotfærum. Þá lifði hann lífi sem er sveipað leyndarhjúp. Við erum engu nær um það hvað það var sem leiddi til þess að hann gerði þessa árás,“ sagði Lombardo á blaðamannafundinum í gær. Skotárásin stóð í níu til ellefu mínútur að sögn Lombardo. Auk þeirra tuga sem Paddock myrti særði hann hátt í 500 manns. Byggt á fréttum Guardian og CNN. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Las Vegas segja sönnunargögn benda til þess að Stephen Paddock, fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í borginni á sunnudagskvöld, hafi ætlað að flýja vettvang í stað þess að skjóta sig. Þannig telur lögreglan að það hafi ekki verið áætlun hans að fremja sjálfsvíg, líkt og hann gerði, heldur að lifa árásina af og flýja af vettvangi. Þetta kom fram á blaðamannafundi Joseph Lombardo, lögreglustjóra Las Vegas, í nótt. Hann sagði að svo virtist sem Paddock hefði verið í áratugi að sanka að sér vopnum en bara á síðastliðnu ári keypti hann 33 skotvopn. Lögregluna grunar að hann hafi átt sér vitorðsmann sem hafi hjálpað honum að undirbúa skotárásina en hafa þó ekki neinar tilgátur um hver það gæti verið. Þá hafði Paddock leigt sér aðra hótelíbúð í Las Vegas með útsýni yfir aðra tónlistarhátíðina helgina áður en hann lét til skarar skríða. Lögregluyfirvöld telja að það sé ekki Marilou Danley, sambýliskona Paddock. Hún var erlendis þegar hann gerði árásina og sagði lögreglu að hún hefði ekki haft hugmynd um áætlanir hans. Rannsókn lögreglu hefur leitt í ljós að líf Paddock var sveipað leyndarhjúpi svo ákaflega lítið er vitað um manninn og ekkert um ástæður blóðbaðsins. Meira en 100 rannsóknarlögreglumenn hafa síðastliðna þrjá daga farið í gegnum líf Paddock og skoðað nánast hvert smáatriði, en án mikils árangurs. „Það sem við vitum er að Paddock var maður sem var áratugum saman að sanka að sér vopnum og skotfærum. Þá lifði hann lífi sem er sveipað leyndarhjúp. Við erum engu nær um það hvað það var sem leiddi til þess að hann gerði þessa árás,“ sagði Lombardo á blaðamannafundinum í gær. Skotárásin stóð í níu til ellefu mínútur að sögn Lombardo. Auk þeirra tuga sem Paddock myrti særði hann hátt í 500 manns. Byggt á fréttum Guardian og CNN.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06