Umhleypingasamt veður í vændum Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. október 2017 06:46 Það gæti blásið á landsmenn á næstu dögum. Vísir/Vilhelm Fremur umhleypingasamt verður fram á helgina, lægðirnar koma ein af annari, með allhvassan eða hvassan vind og einnig rignir duglega á köflum samfara þeim.Þá varar Veðurstofa Íslands við vatnavöxtum í ám á Ströndum, norðanverðum Tröllaskaga og austur á Skjálfanda, þar með talið í Hvanneyrará á Siglufirði. Samkvæmt Veðurstofunni eru einnig auknar líkur á skriðuföllum á svæðinu. Á milli lægðana muni þó lægja og létta til. Þá getur kólnað hratt og líkur á næturfrosti eru þónokkrar ef fer saman lítill vindur og bjartviðri. „Annars er fremur milt miðað við árstíma og finnst áreiðanlega mörgum undarlegt að það rigni í norðanáttum um miðjan október en bæði er sjórinn frekar hlýr og einnig draga lægðirnar með sé hlýindi langt norður í höf sem koma síðan til baka í norðlægu áttunum,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að þó geti komið slydda og krapi á fjallvegi norðantil. Hiti verður víða á bilinu 3 til 8 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Norðan 10-18 m/s NV-til á landinu, en NV-læg átt, 5-13 annars staðar. Rigning fyrir norðan og einnig SA-lands um morguninn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti 5 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst.Á laugardag:Vestan og norðvestan 8-18 m/s, hvassast við N-ströndina. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjart með köflum sunnantil. Lægir og léttir til V-til seinnipartinn, en A-til um kvöldið. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg breytileg átt, en lengst af V 5-10 við NA-ströndina. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél vestan- og norðantil. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á hæglætisveðri, víða bjartviðri og þurrt en fremur svalt.Á miðvikudag:Útlit fyrir austanátt. Skýjað SA-til, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira
Fremur umhleypingasamt verður fram á helgina, lægðirnar koma ein af annari, með allhvassan eða hvassan vind og einnig rignir duglega á köflum samfara þeim.Þá varar Veðurstofa Íslands við vatnavöxtum í ám á Ströndum, norðanverðum Tröllaskaga og austur á Skjálfanda, þar með talið í Hvanneyrará á Siglufirði. Samkvæmt Veðurstofunni eru einnig auknar líkur á skriðuföllum á svæðinu. Á milli lægðana muni þó lægja og létta til. Þá getur kólnað hratt og líkur á næturfrosti eru þónokkrar ef fer saman lítill vindur og bjartviðri. „Annars er fremur milt miðað við árstíma og finnst áreiðanlega mörgum undarlegt að það rigni í norðanáttum um miðjan október en bæði er sjórinn frekar hlýr og einnig draga lægðirnar með sé hlýindi langt norður í höf sem koma síðan til baka í norðlægu áttunum,“ segir veðurfræðingur hjá Veðurstofunni og bætir við að þó geti komið slydda og krapi á fjallvegi norðantil. Hiti verður víða á bilinu 3 til 8 stig.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag:Norðan 10-18 m/s NV-til á landinu, en NV-læg átt, 5-13 annars staðar. Rigning fyrir norðan og einnig SA-lands um morguninn, en úrkomulítið SV-lands. Hiti 5 til 10 stig að deginum, hlýjast syðst.Á laugardag:Vestan og norðvestan 8-18 m/s, hvassast við N-ströndina. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en bjart með köflum sunnantil. Lægir og léttir til V-til seinnipartinn, en A-til um kvöldið. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Suðausturlandi.Á sunnudag og mánudag:Hæg breytileg átt, en lengst af V 5-10 við NA-ströndina. Bjart með köflum, en lítilsháttar skúrir eða slydduél vestan- og norðantil. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn, en líkur á næturfrosti, einkum inn til landsins.Á þriðjudag:Líkur á hæglætisveðri, víða bjartviðri og þurrt en fremur svalt.Á miðvikudag:Útlit fyrir austanátt. Skýjað SA-til, en bjartviðri í öðrum landshlutum. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Sjá meira