Reykjavíkurborg skipar samninganefnd við Airbnb Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. október 2017 17:44 Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. vísir/anton brink Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að stofna samninganefnd sem mun hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg mun samninganefndin taka mið af samningum sem borgirnar Amsterdam og London hafa gert við Airbnb. Reykjavík hefur sótt lærdóm til annarra hraðvaxandi ferðamannaborga eins og Barselóna, Parísar, Stokkhólms og Amsterdam. Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. Þá getur vefsíðan hindrað eigendur húsnæðis sem eru ekki með formlegt leyfi til gististarfsemi umfram 90 daga regluna í því að leigja út eignir sínar umfram þann dagafjölda. Reykjavíkurborg verður fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að nálgast Airbnb á þennan hátt. Stofnun samninganefndarinnar er á grunni tillagna starfshóps um heimagistingu sem skipaður var af borgarstjóra sumarið 2016 og skilað tillögum í júní 2017.Þak á fjölda gistináttaSérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir sagði í maí að stjórnvöld þyrftu að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík jókst um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kom fram í síðasta mánuði að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Lagt er til að líkt í London og Amsterdam sé sett þak á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Samninganefndin verður skipuð skrifstofustjóra borgarstjórnar sem verður formaður, fulltrúa frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og fulltrúa borgarlögmanns. Nefndin hefur heimild til að leita eftir sérfræðiráðgjöf í alþjóðlegri samningagerð en mun einnig leita eftir ráðgjöf innan borgarkerfisins hjá aðilum sem hafa sérþekkingu á viðfangsefninu. Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun að stofna samninganefnd sem mun hefja viðræður við ferðaþjónustufyrirtækið Airbnb. Samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg mun samninganefndin taka mið af samningum sem borgirnar Amsterdam og London hafa gert við Airbnb. Reykjavík hefur sótt lærdóm til annarra hraðvaxandi ferðamannaborga eins og Barselóna, Parísar, Stokkhólms og Amsterdam. Með samningum við Airbnb á að vera hægt að fá betri upplýsingar um ólöglega gistingu. Þá getur vefsíðan hindrað eigendur húsnæðis sem eru ekki með formlegt leyfi til gististarfsemi umfram 90 daga regluna í því að leigja út eignir sínar umfram þann dagafjölda. Reykjavíkurborg verður fyrsti opinberi aðilinn á Íslandi til að nálgast Airbnb á þennan hátt. Stofnun samninganefndarinnar er á grunni tillagna starfshóps um heimagistingu sem skipaður var af borgarstjóra sumarið 2016 og skilað tillögum í júní 2017.Þak á fjölda gistináttaSérfræðingur um áhrif Airbnb á borgir sagði í maí að stjórnvöld þyrftu að koma böndum á Airbnb-leigu í Reykjavík til að ráða við húsnæðismarkaðinn og offjölgun ferðamanna. Airbnb-leiga í Reykjavík jókst um níutíu prósent á milli ára á fyrsta fjórðungi þessa árs miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Í ítarlegri efnahagslegri greiningu Landsbankans á ferðaþjónustunni hér á landi kom fram í síðasta mánuði að bankinn telji að alls hafi velta heimagistingar í gegnum Airbnb í Reykjavík árið 2016 numið 46 milljónum evar eða sem nemur 6,1 milljarði króna. Það sem af er árinu 2017 hefur vöxturinn haldið áfram. Lagt er til að líkt í London og Amsterdam sé sett þak á fjölda leyfilegra gistinátta hverrar íbúðar, til dæmis sextíu eða níutíu nætur, en ef ætlunin er að bjóða íbúð til lengri leigu verði að afhenda Airbnb afrit af gistileyfum og skráningarnúmer. Samninganefndin verður skipuð skrifstofustjóra borgarstjórnar sem verður formaður, fulltrúa frá skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og fulltrúa borgarlögmanns. Nefndin hefur heimild til að leita eftir sérfræðiráðgjöf í alþjóðlegri samningagerð en mun einnig leita eftir ráðgjöf innan borgarkerfisins hjá aðilum sem hafa sérþekkingu á viðfangsefninu.
Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira