Ætla að svipta Katalóníu sjálfsstjórn Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. október 2017 08:19 Mariano Rajoy gantast með Carles Puigdemont meðan allt lék í lyndi. Vísir/AFp Uppfært klukkan 08:45:Stjórnvöld á Spáni munu hefja ferlið til að afturkalla sjálfsstjórn Katalóníu innan tveggja sólarhringa. Í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, kemur fram að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virkja 155 gr. stjórnarskrárinnar sem heimilar stjórnvöldum að taka yfir stjórn héraðsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar bréfs Carles Puigdemont, leiðtoga Katalóníu, þar sem hann hélt kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madrid til streitu. Óttast er að þessi ákvörðun kunni að valda illdeilum í Katalóníu.Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, heldur kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madríd um sjálfstæði héraðsins til streitu. Hann skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Puigdemont hafði til klukkan 08:00 í morgun til að skýra mál sitt og taka af allan vafa um hvort Katalónía hefði lýst yfir sjálfstæði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar þann 1. október síðastliðinn.Sjá einnig: Klukkustund í ögurstundÍ bréfi sem hann sendi forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, í morgun hótar Puigdemont að lýsa yfir sjálfstæði ef ekki verður sest að samningaborðinu. Madrídingar hafa þvertekið fyrir allar hugmyndir um viðræður og ólíklegt verður að teljast að sú skoðun þeirra hafi breyst. Höfðu þeir hótað að svipta Katalóníu sjálfstjórn myndu forsvarsmenn héraðsins ekki skýra mál sitt. Fjölmiðlar ytra telja að muni ríkisstjórn Spánar fara þá leið muni Katalónar umsvifalaust lýsa yfir sjálfstæði. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán Þing Katalóníu frestaði því í gær að kljúfa héraðið frá Spáni. Héraðsstjórinn vonast til að fresturinn verði nýttur til viðræðna við Spánverja um skilmála útgöngu í stað einhliða yfirlýsingar. 11. október 2017 06:00 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Uppfært klukkan 08:45:Stjórnvöld á Spáni munu hefja ferlið til að afturkalla sjálfsstjórn Katalóníu innan tveggja sólarhringa. Í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans, Mariano Rajoy, kemur fram að ríkisstjórnin hafi ákveðið að virkja 155 gr. stjórnarskrárinnar sem heimilar stjórnvöldum að taka yfir stjórn héraðsins. Þessi ákvörðun kemur í kjölfar bréfs Carles Puigdemont, leiðtoga Katalóníu, þar sem hann hélt kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madrid til streitu. Óttast er að þessi ákvörðun kunni að valda illdeilum í Katalóníu.Upprunalegu fréttina má sjá hér að neðan. Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, heldur kröfu sinni um viðræður við stjórnvöld í Madríd um sjálfstæði héraðsins til streitu. Hann skrifaði undir sjálfstæðisyfirlýsingu í byrjun mánaðarins en sagði strax að hún tæki ekki gildi fyrr en viðræður hefðu farið fram við yfirvöld á Spáni. Puigdemont hafði til klukkan 08:00 í morgun til að skýra mál sitt og taka af allan vafa um hvort Katalónía hefði lýst yfir sjálfstæði í kjölfar atkvæðagreiðslunnar þann 1. október síðastliðinn.Sjá einnig: Klukkustund í ögurstundÍ bréfi sem hann sendi forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, í morgun hótar Puigdemont að lýsa yfir sjálfstæði ef ekki verður sest að samningaborðinu. Madrídingar hafa þvertekið fyrir allar hugmyndir um viðræður og ólíklegt verður að teljast að sú skoðun þeirra hafi breyst. Höfðu þeir hótað að svipta Katalóníu sjálfstjórn myndu forsvarsmenn héraðsins ekki skýra mál sitt. Fjölmiðlar ytra telja að muni ríkisstjórn Spánar fara þá leið muni Katalónar umsvifalaust lýsa yfir sjálfstæði.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38 Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán Þing Katalóníu frestaði því í gær að kljúfa héraðið frá Spáni. Héraðsstjórinn vonast til að fresturinn verði nýttur til viðræðna við Spánverja um skilmála útgöngu í stað einhliða yfirlýsingar. 11. október 2017 06:00 Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00 Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Tveir þekktir sjálfstæðissinnar handteknir Dómstóll á Spáni hefur úrskurðað tvo framámenn í sjálfstæðisbaráttu Katalóna í varðhald. 17. október 2017 06:38
Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán Þing Katalóníu frestaði því í gær að kljúfa héraðið frá Spáni. Héraðsstjórinn vonast til að fresturinn verði nýttur til viðræðna við Spánverja um skilmála útgöngu í stað einhliða yfirlýsingar. 11. október 2017 06:00
Ríkisstjórnin harmar óskýrmælgi Katalóna Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur frest fram á fimmtudag til að skýra mál sitt varðandi sjálfstæðisyfirlýsingu Katalóníu. 17. október 2017 06:00