Mueller hitti höfund eldfimrar skýrslu um Trump og Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 23:22 Mueller hefur sjálfur verið þögull sem gröfinn frá því að hann tók við rannsókninni eftir að Trump rak James Comey sem forstjóra FBI í vor. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hittu breskan fyrrverandi leyniþjónustumann sem samdi skýrslu um tengsl Rússa og Donalds Trump í sumar. Framandlegar fullyrðingar í skýrslunni vöktu mikla athygli. Greint var frá efni skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í byrjun þessa árs. Í henni kom meðal annars fram að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Trump og að þeir hefðu séð honum fyrir upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Safaríkustu fullyrðingarnar í skýrslunni vörðuðu meðal annars vændiskonur á hóteli í Moskvu. Þeir hlutar skýrslunnar hafa ekki verið staðfestir. Trump hefur þvertekið fyrir að þeir eigi sér stoð í veruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur. Það hafi þeir meðal annars gert með innbrotum í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins sem var í kjölfarið lekið. Mueller rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi staðið í samráði við Rússa fyrir kosningarnar.Skýrslan var upphaflega unnin í tengslum við forval repúblikana CNN-fréttastöðin greinir nú frá því að Mueller hafi látið starfsmenn sína hitta Steele í sumar en upplýsingar hans gætu hjálpað þeim að glöggva sig á því hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi mögulega brotið lög með samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Í frétt hennar segir ennfremur að svo virðist sem að leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI hafi tekið skýrslunni alvarlegar en áður hefur komið fram. Þannig hafi CIA haldið henni utan við skýrslu sem stofnunin birti um afskipti Rússa opinberlega í janúar til að þurfa ekki að greina frá því hvaða hlutar hennar hefðu verið staðfestir og hvernig. Steele hefur hafnað því að bera vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar einnig afskipti Rússa og meint samráð milli þeirra og framboðs Trump. Njósnarinn fyrrverandi var fenginn af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins til að safna upplýsingum um hann í fyrra. Þegar ljóst var að Trump myndi hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi réðu demókratar hann til að halda upplýsingasöfnuninni áfram. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hittu breskan fyrrverandi leyniþjónustumann sem samdi skýrslu um tengsl Rússa og Donalds Trump í sumar. Framandlegar fullyrðingar í skýrslunni vöktu mikla athygli. Greint var frá efni skýrslu breska njósnarans Christophers Steele í byrjun þessa árs. Í henni kom meðal annars fram að Rússar byggju yfir skaðlegum upplýsingum um Trump og að þeir hefðu séð honum fyrir upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Safaríkustu fullyrðingarnar í skýrslunni vörðuðu meðal annars vændiskonur á hóteli í Moskvu. Þeir hlutar skýrslunnar hafa ekki verið staðfestir. Trump hefur þvertekið fyrir að þeir eigi sér stoð í veruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi vissulega reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra til að tryggja Trump sigur. Það hafi þeir meðal annars gert með innbrotum í tölvupósta landsnefndar Demókrataflokksins sem var í kjölfarið lekið. Mueller rannsakar nú hvort að framboð Trump hafi staðið í samráði við Rússa fyrir kosningarnar.Skýrslan var upphaflega unnin í tengslum við forval repúblikana CNN-fréttastöðin greinir nú frá því að Mueller hafi látið starfsmenn sína hitta Steele í sumar en upplýsingar hans gætu hjálpað þeim að glöggva sig á því hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi mögulega brotið lög með samskiptum við Rússa í aðdraganda kosninganna í fyrra. Í frétt hennar segir ennfremur að svo virðist sem að leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan FBI hafi tekið skýrslunni alvarlegar en áður hefur komið fram. Þannig hafi CIA haldið henni utan við skýrslu sem stofnunin birti um afskipti Rússa opinberlega í janúar til að þurfa ekki að greina frá því hvaða hlutar hennar hefðu verið staðfestir og hvernig. Steele hefur hafnað því að bera vitni fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar einnig afskipti Rússa og meint samráð milli þeirra og framboðs Trump. Njósnarinn fyrrverandi var fenginn af andstæðingum Trump í forvali Repúblikanaflokksins til að safna upplýsingum um hann í fyrra. Þegar ljóst var að Trump myndi hljóta útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi réðu demókratar hann til að halda upplýsingasöfnuninni áfram.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47 Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03 Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26 Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29 Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Kosningastjóri Trump bauð rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna Aðeins tveimur vikum áður en Donald Trump var útnefndur frambjóðandi Repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári bauð þáverandi kosningastjóri hans rússneskum auðjöfri upplýsingar um kosningabaráttuna. 20. september 2017 21:47
Fyrrverandi kosningarstjóri Trump hleraður Paul Manafort er á meðal bandamanna Donalds Trump sem hafa verið til rannsóknar vegna meints samráðs við rússnesk stjórnvöld. 19. september 2017 09:03
Mueller krefst gagna frá Hvíta húsinu Umdeildar athafnir Donalds Trump í embætti eru á meðal viðburða sem sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins vill fá gögn um frá Hvíta húsinu. 21. september 2017 10:26
Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump getur ekki treyst á náðun forsetans ef ríkisyfirvöld í New York fá hann sakfelldan. 31. ágúst 2017 11:29
Meint samráð framboðs Trump og Rússa enn „opin spurning“ Stefnt er að því að ljúka rannsókn á því hvort að Rússar og forsetaframboð Donalds Trump hafi átt í samráði áður en kosningabarátta fyrir þingkosningar hefst af alvöru á næsta ári. 4. október 2017 18:53
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27