Tunglið hafði eitt sinn lofthjúp Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 23:55 Teikning af Regnhafinu á tunglinu þegar jarðvirkni var þar til staðar. Gasið úr eldgosum gat myndað lofthjúp sem hvarf á endanum út í geim. NASA MSFC Gríðarleg eldgos á tunglinu fyrir milljörðum ára mynduðu lofthjúp sem entist að líkindum í tugi milljóna ára áður en hann gufaði upp út í geim. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á eldgosunum. Tunglið okkar stendur nakið og berskjaldað í geimnum án andrúmslofts. Lofttæmið þar þýðir að gríðarlegar hitasveiflur verða á yfirborðinu allt eftir því hvort það er í skugga eða baðað sólarljósi. Þannig getur hitinn náð um 100°C í sólinni en -170°C í forsælunni. Rannsókn vísindamannanna sem þeir segja frá í Earth and Planetary Sciene Letters bendir þó til þess að tunglið hafi ekki alla tíð verið eins varnarlaust fyrir geimgeislum og það er nú. Þegar innviði tunglsins voru enn heit og eldgos voru tíð á yfirborði þess losnaði mikið magn gastegunda sem vísindamennirnir reikna út að hafi streymt út hraðar en það hvarf út í geim. Þannig hafi eldfjallagasið geta myndað og viðhaldið lofthjúpi í um 70 milljónir ára.Gerbreytir sýn manna á tungliðVísindamennirnir telja að lofthjúpurinn hafi verið þykkastur fyrir um 3,5 milljörðum ára. Mest var gasstreymið fyrir um 3,8-3,5 milljörðum ára þegar hraun flæddi yfir Regnhafið og Kyrrðarhafið Í frétt á vefnum Phys.org kemur fram að Apollo-geimfararnir tóku sýni úr þessum hraunum sem gerðu mönnum kleift að aldursgreina það. Þá fundust einnig merki um gasið sem varð til við eldsumbrotin, þar á meðal kolmónoxíð og undirstöður vatns og brennisteinssameinda. „Þessi rannsókn gerbreytir sýn okkar á tunglið frá því að vera loftlaus grjóthnullungur yfir í að hafa verið hulinn lofthjúpi sem var þykkari en sá sem er utan um Mars í dag,“ segir David Kring, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni frá Universities Space Research Association. Á meðan á þessu stóð hefði tunglið litið töluvert öðruvísi út frá jörðinni séð en það gerir í dag. Tunglið var þá nærri því þrefalt nær jörðinni og hefði því verði þeim mun stærra á næturhimninum. Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Gríðarleg eldgos á tunglinu fyrir milljörðum ára mynduðu lofthjúp sem entist að líkindum í tugi milljóna ára áður en hann gufaði upp út í geim. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á eldgosunum. Tunglið okkar stendur nakið og berskjaldað í geimnum án andrúmslofts. Lofttæmið þar þýðir að gríðarlegar hitasveiflur verða á yfirborðinu allt eftir því hvort það er í skugga eða baðað sólarljósi. Þannig getur hitinn náð um 100°C í sólinni en -170°C í forsælunni. Rannsókn vísindamannanna sem þeir segja frá í Earth and Planetary Sciene Letters bendir þó til þess að tunglið hafi ekki alla tíð verið eins varnarlaust fyrir geimgeislum og það er nú. Þegar innviði tunglsins voru enn heit og eldgos voru tíð á yfirborði þess losnaði mikið magn gastegunda sem vísindamennirnir reikna út að hafi streymt út hraðar en það hvarf út í geim. Þannig hafi eldfjallagasið geta myndað og viðhaldið lofthjúpi í um 70 milljónir ára.Gerbreytir sýn manna á tungliðVísindamennirnir telja að lofthjúpurinn hafi verið þykkastur fyrir um 3,5 milljörðum ára. Mest var gasstreymið fyrir um 3,8-3,5 milljörðum ára þegar hraun flæddi yfir Regnhafið og Kyrrðarhafið Í frétt á vefnum Phys.org kemur fram að Apollo-geimfararnir tóku sýni úr þessum hraunum sem gerðu mönnum kleift að aldursgreina það. Þá fundust einnig merki um gasið sem varð til við eldsumbrotin, þar á meðal kolmónoxíð og undirstöður vatns og brennisteinssameinda. „Þessi rannsókn gerbreytir sýn okkar á tunglið frá því að vera loftlaus grjóthnullungur yfir í að hafa verið hulinn lofthjúpi sem var þykkari en sá sem er utan um Mars í dag,“ segir David Kring, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni frá Universities Space Research Association. Á meðan á þessu stóð hefði tunglið litið töluvert öðruvísi út frá jörðinni séð en það gerir í dag. Tunglið var þá nærri því þrefalt nær jörðinni og hefði því verði þeim mun stærra á næturhimninum.
Vísindi Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira