Vill auka tengiflug um Keflavík Sveinn Arnarsson skrifar 30. september 2017 06:00 Ferðamenn örkuðu um götur Reykjavíkur í fullum herklæðum. Tengingu við aðra landshluta skortir tilfinnanlega. Vísir/andri marinó „Ferðaþjónusta verður aldrei burðarás atvinnustarfsemi á jaðarsvæðum en hún er góð viðbót engu að síður og bætir mannlífið á stöðunum,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor í ferðamálafræðum við Háskólann á Akureyri. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi að hægt verði að fljúga innanlands frá Keflavík. Edward ræddi þar um stöðu ferðaþjónustu á svæðum fjarri Keflavíkurflugvelli á ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri um byggðir landsins á tímum breytinga. Í núverandi árferði þar sem hegðunarmynstur ferðamanna breytist muni svæði fjærst Keflavíkurflugvelli fara hvað verst út úr þeim breytingum.Edward H. Huijbens„Ferðamönnum mun líklega ekki fækka hér á landi en hegðun þeirra breytist og ferðatíminn styttist. Þannig munu svæði sem fjærst eru suðvesturhorninu því finna mikið fyrir þessu breytta mynstri,“ segir Edward. Árstíðasveiflur gistinátta eru mismunandi eftir landsvæðum. Til að mynda hefur ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu færst í að vera heilsársiðnaður á meðan árstíðarsveiflurnar fjarri höfuðborginni eru mun meiri. Þannig er nýting innviða og fjárfestinga lítill yfir stóran hluta ársins. Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir miklu máli skipta að flytja ferðamenn örugglega á Norður- og Austurland.Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.„Ég hef sagt lengi að ef á Norðurlandi eigi að þrífast alvöru ferðaþjónusta allt árið þarf samgöngur til. Það er ástæða þess að við erum að vinna með beint millilandaflug inn á þessi svæði,“ segir Arnheiður. „Það er mikilvægt að flogið sé reglulega frá Keflavík á Ísafjörð, Akureyri og Egilsstaði því það hefur borið góðan árangur.“ Að mati Arnheiðar er gríðarmikilvægt að dreifa ferðamönnum betur um landið og gengi krónunnar nú sé til trafala ef markmið er að flytja ferðamenn frá Keflavík út á land. „Án þess að hafa skýr gögn fyrir framan mig hefur tilfinningin verið sú að raddir hafi verið háværastar í Þýskalandi um hátt verð til Íslands. Sá kúnnahópur, Þjóðverjar, hefur verið mjög stór markaður fyrir Norðurland. Því gætum við á Norður- og Austurlandi fundið hratt fyrir áhrifunum af erfiðu gengi og styttri ferðalögum gesta okkar,“ segir Arnheiður. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
„Ferðaþjónusta verður aldrei burðarás atvinnustarfsemi á jaðarsvæðum en hún er góð viðbót engu að síður og bætir mannlífið á stöðunum,“ segir Edward H. Huijbens, prófessor í ferðamálafræðum við Háskólann á Akureyri. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur mikilvægt fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi að hægt verði að fljúga innanlands frá Keflavík. Edward ræddi þar um stöðu ferðaþjónustu á svæðum fjarri Keflavíkurflugvelli á ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri um byggðir landsins á tímum breytinga. Í núverandi árferði þar sem hegðunarmynstur ferðamanna breytist muni svæði fjærst Keflavíkurflugvelli fara hvað verst út úr þeim breytingum.Edward H. Huijbens„Ferðamönnum mun líklega ekki fækka hér á landi en hegðun þeirra breytist og ferðatíminn styttist. Þannig munu svæði sem fjærst eru suðvesturhorninu því finna mikið fyrir þessu breytta mynstri,“ segir Edward. Árstíðasveiflur gistinátta eru mismunandi eftir landsvæðum. Til að mynda hefur ferðaþjónusta á höfuðborgarsvæðinu færst í að vera heilsársiðnaður á meðan árstíðarsveiflurnar fjarri höfuðborginni eru mun meiri. Þannig er nýting innviða og fjárfestinga lítill yfir stóran hluta ársins. Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir miklu máli skipta að flytja ferðamenn örugglega á Norður- og Austurland.Arnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.„Ég hef sagt lengi að ef á Norðurlandi eigi að þrífast alvöru ferðaþjónusta allt árið þarf samgöngur til. Það er ástæða þess að við erum að vinna með beint millilandaflug inn á þessi svæði,“ segir Arnheiður. „Það er mikilvægt að flogið sé reglulega frá Keflavík á Ísafjörð, Akureyri og Egilsstaði því það hefur borið góðan árangur.“ Að mati Arnheiðar er gríðarmikilvægt að dreifa ferðamönnum betur um landið og gengi krónunnar nú sé til trafala ef markmið er að flytja ferðamenn frá Keflavík út á land. „Án þess að hafa skýr gögn fyrir framan mig hefur tilfinningin verið sú að raddir hafi verið háværastar í Þýskalandi um hátt verð til Íslands. Sá kúnnahópur, Þjóðverjar, hefur verið mjög stór markaður fyrir Norðurland. Því gætum við á Norður- og Austurlandi fundið hratt fyrir áhrifunum af erfiðu gengi og styttri ferðalögum gesta okkar,“ segir Arnheiður.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent