Meira tjón fram undan vegna Mariu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. september 2017 06:00 Maria olli miklu tjóni á eyjunni Guadeloupe. Fellibylurinn, sem fór af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum, hreyfist nú í vesturátt og er búist við því að hann gangi yfir fleiri eyjar og leiki þær grátt. vísir/afp Fellibylurinn Maria komst á fimmta stig áður en hún gekk yfir Dóminíku og Guadeloupe í Karíbahafi í gær og olli miklu tjóni. Búist er við því að Maria gangi yfir Bandarísku og Bresku Jómfrúaeyjar í dag. Þá átti stormurinn að ganga yfir Púertó Ríkó og Montserrat í nótt, það hafði hann ekki gert þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Allt sem peningar geta keypt hefur tapast. Minn helsti ótti nú í morgunsárið er sá að við fáum fréttir af alvarlegum meiðslum, mögulega manntjóni, vegna aurskriðna sem rigningar fellibylsins komu líklega af stað,“ sagði Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminíku, í tilkynningu sem hann birti á Facebook í gær. Skerrit sagði jafnframt að þakið á bústað forsætisráðherra hefði rifnað af líkt og á húsum margra annarra. Þá ítrekaði Dóminíkumaðurinn að ríkið þyrfti alla þá hjálp sem það gæti fengið. Of snemmt væri þó að segja til um ástand flugvalla og hafna. „Þess vegna vil ég gjarnan biðja vinaþjóðir og samtök um að senda okkur hjálp með þyrlum.“ Á Guadeloupe olli Maria meðal annars svo miklum flóðum að vegir og heilu húsin voru á kafi í gær þegar stormurinn gekk yfir. Snemma á mánudag var Maria fyrsta stigs fellibylur en í fyrrinótt var hún komin á fimmta stig. Fór hún til að mynda af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum. Olli Maria því meira tjóni á Dóminíku en búist var við. Eftir að Maria náði landi á eyjunni veiktist hún og fór niður á fjórða stig en styrktist skjótt aftur og fór upp á fimmta stig á ný. Meðalvindhraði Mariu í gær var rúmlega 70 metrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalvindhraði Irmu um 83 metrar á sekúndu þegar hún olli miklum skaða á meðal annars Barbúda og Sankti Martin. Steve Cleaton, veðurfræðingur hjá BBC, sagði í gær að helsta ástæðan fyrir því hversu mikið og fljótt stormurinn styrktist væri óvenjuhlýr sjór. Yfirborðshiti sjávar í Karíbahafi væri nú einni til tveimur gráðum hærri en vanalegt er miðað við árstíma. Spár Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC) gera ráð fyrir því að slóð Mariu verði svipuð slóð fellibylsins Irmu sem hrelldi íbúa við Karíbahaf á dögunum. Þó gera spár ekki ráð fyrir því að Maria gangi sem fellibylur á meginland Bandaríkjanna en það gæti breyst. Irma olli gífurlegu tjóni á allnokkrum eyjum í Karíbahafi. BBC greindi frá því í gær að nokkrar þeirra eyja sem Maria stefnir á hafi ekki farið illa út úr Irmu og hafi því verið notaðar sem eins konar birgðastöðvar fyrir hjálparstarf. Til að mynda hafi Púertó Ríkó veitt nágrannaríkjum sínum dýrmæta aðstoð. Nú sé það starf í mikilli hættu vegna yfirvofandi hamfara. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Fellibylurinn Maria komst á fimmta stig áður en hún gekk yfir Dóminíku og Guadeloupe í Karíbahafi í gær og olli miklu tjóni. Búist er við því að Maria gangi yfir Bandarísku og Bresku Jómfrúaeyjar í dag. Þá átti stormurinn að ganga yfir Púertó Ríkó og Montserrat í nótt, það hafði hann ekki gert þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Allt sem peningar geta keypt hefur tapast. Minn helsti ótti nú í morgunsárið er sá að við fáum fréttir af alvarlegum meiðslum, mögulega manntjóni, vegna aurskriðna sem rigningar fellibylsins komu líklega af stað,“ sagði Roosevelt Skerrit, forsætisráðherra Dóminíku, í tilkynningu sem hann birti á Facebook í gær. Skerrit sagði jafnframt að þakið á bústað forsætisráðherra hefði rifnað af líkt og á húsum margra annarra. Þá ítrekaði Dóminíkumaðurinn að ríkið þyrfti alla þá hjálp sem það gæti fengið. Of snemmt væri þó að segja til um ástand flugvalla og hafna. „Þess vegna vil ég gjarnan biðja vinaþjóðir og samtök um að senda okkur hjálp með þyrlum.“ Á Guadeloupe olli Maria meðal annars svo miklum flóðum að vegir og heilu húsin voru á kafi í gær þegar stormurinn gekk yfir. Snemma á mánudag var Maria fyrsta stigs fellibylur en í fyrrinótt var hún komin á fimmta stig. Fór hún til að mynda af þriðja stigi og upp á það fimmta á örfáum klukkustundum. Olli Maria því meira tjóni á Dóminíku en búist var við. Eftir að Maria náði landi á eyjunni veiktist hún og fór niður á fjórða stig en styrktist skjótt aftur og fór upp á fimmta stig á ný. Meðalvindhraði Mariu í gær var rúmlega 70 metrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalvindhraði Irmu um 83 metrar á sekúndu þegar hún olli miklum skaða á meðal annars Barbúda og Sankti Martin. Steve Cleaton, veðurfræðingur hjá BBC, sagði í gær að helsta ástæðan fyrir því hversu mikið og fljótt stormurinn styrktist væri óvenjuhlýr sjór. Yfirborðshiti sjávar í Karíbahafi væri nú einni til tveimur gráðum hærri en vanalegt er miðað við árstíma. Spár Fellibyljastofnunar Bandaríkjanna (NHC) gera ráð fyrir því að slóð Mariu verði svipuð slóð fellibylsins Irmu sem hrelldi íbúa við Karíbahaf á dögunum. Þó gera spár ekki ráð fyrir því að Maria gangi sem fellibylur á meginland Bandaríkjanna en það gæti breyst. Irma olli gífurlegu tjóni á allnokkrum eyjum í Karíbahafi. BBC greindi frá því í gær að nokkrar þeirra eyja sem Maria stefnir á hafi ekki farið illa út úr Irmu og hafi því verið notaðar sem eins konar birgðastöðvar fyrir hjálparstarf. Til að mynda hafi Púertó Ríkó veitt nágrannaríkjum sínum dýrmæta aðstoð. Nú sé það starf í mikilli hættu vegna yfirvofandi hamfara.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira