Lukaku með sex í sex Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. september 2017 16:00 Romelu Lukaku skorar í hverjum leik. vísir/getty Romelu Lukaku er kominn með sex mörk í sex deildarleikjum fyrir Manchester United. United sótti Southampton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði Lukaku eina mark leiksins á 20. mínútu. United er því með 5 sigra eftir sex umferðir, og er jafnt grönnunum í Manchester City á toppi deildarinnar. Liðið er þó fyrir neðan City á markatölu. Jose Mourinho, stjóri United, var sendur upp í stúku undir lok leiksins. Öfugt við undanfarna leiki náði United ekki að nýta sér stórsókn andstæðingsins undir lok leiks til þess að skora mörk, og fór aðeins með 0-1 sigur. Enski boltinn
Romelu Lukaku er kominn með sex mörk í sex deildarleikjum fyrir Manchester United. United sótti Southampton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði Lukaku eina mark leiksins á 20. mínútu. United er því með 5 sigra eftir sex umferðir, og er jafnt grönnunum í Manchester City á toppi deildarinnar. Liðið er þó fyrir neðan City á markatölu. Jose Mourinho, stjóri United, var sendur upp í stúku undir lok leiksins. Öfugt við undanfarna leiki náði United ekki að nýta sér stórsókn andstæðingsins undir lok leiks til þess að skora mörk, og fór aðeins með 0-1 sigur.
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti