Morata með þrennu í sigri Chelsea Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. september 2017 16:15 Morata er kominn með 6 mörk í 6 deildarleikjum vísir/getty Englandsmeistarar Chelsea unnu sannfærandi 0-4 sigur á Stoke á bet365 leikvanginum í dag. Alvaro Morata skoraði þrennu fyrir Chelsea og skoraði Pedro eitt mark. Morata byrjaði leikinn af krafti fyrir Chelsea og skoraði strax á annari mínútu. Fyrirliði Stoke, Darren Fletcher, gaf Chelsea annað markið með mistökum í vörninni sem Pedro nýtti sér. Einstaklingsframlag Morata skilaði þriðja markinu í miðjum seinni hálfleik og hann fullkomnaði svo þrennuna á 82. mínútu. Chelsea er þremur stigum á eftir toppliðunum frá Manchester eftir sex umferðir. Enski boltinn
Englandsmeistarar Chelsea unnu sannfærandi 0-4 sigur á Stoke á bet365 leikvanginum í dag. Alvaro Morata skoraði þrennu fyrir Chelsea og skoraði Pedro eitt mark. Morata byrjaði leikinn af krafti fyrir Chelsea og skoraði strax á annari mínútu. Fyrirliði Stoke, Darren Fletcher, gaf Chelsea annað markið með mistökum í vörninni sem Pedro nýtti sér. Einstaklingsframlag Morata skilaði þriðja markinu í miðjum seinni hálfleik og hann fullkomnaði svo þrennuna á 82. mínútu. Chelsea er þremur stigum á eftir toppliðunum frá Manchester eftir sex umferðir.
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti