Clinton segir Trump-liða vera hræsnara Samúel Karl Ólason skrifar 26. september 2017 16:23 Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta. Vísir/Getty Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna gegn Donald Trump, segir það að minnst sex starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafi notað einkapósthólf til opinberra starfa vera „hámark hræsninnar“. Trump og starfsmenn hans veittust ítrekað að henni í kosningabaráttunni fyrir að hafa notast við einkapósthólf þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta.Úlfaldi úr mýflugu Þar að auki rannsökuðu nefndir beggja deilda þingsins, sem var og er stjórnað af repúblikönum, málið ítrekað og lengi. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakaði einnig málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að ákæra Clinton. Clinton sagði að Trump og starfsmenn hans hefðu vel vitað að það væri ekki tilefni til að gera svo stórt mál úr tölvupóstamáli hennar. Ef þeim hefði verið alvara ættu þingmenn repúblikanaflokksins nú að vera að kalla eftir rannsókn á notkun starfsmanna Trump á eigin pósthólfum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonNew York Times hefur nafngreint sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Trump sem notuðust við eigið pósthólf. Það eru þeir Jared Kushner, Stephen Bannon, Reince Priebus, Gary D. Cohn, Stephen Miller og Ivanka Trump.Munur á málunum Opinberum starfsmönnum ber að notast við opinber pósthólf í störfum sínum svo almenningur og eftirlitsaðilar hafi aðgang að þeim. Þrátt fyrir áköll um hræsni er þó munur á málunum tveimur. Clinton var með ríkisleyndarmál á eigin vefþjóni og notaðist hún eingöngu við þann vefþjón fyrir tölvupóstssamskipti sín sem ráðherra. Umfang notkunar starfsmanna Trump á eigin pósthólfum liggur ekki fyrir en starfsmenn Hvíta hússins segja það hafa verið af og til. Póstarnir hafa ekki verið gerðið opinberir. Donald Trump Tengdar fréttir Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16 Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hillary Clinton, sem bauð sig fram til forseta Bandaríkjanna gegn Donald Trump, segir það að minnst sex starfsmenn Trump í Hvíta húsinu hafi notað einkapósthólf til opinberra starfa vera „hámark hræsninnar“. Trump og starfsmenn hans veittust ítrekað að henni í kosningabaráttunni fyrir að hafa notast við einkapósthólf þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Trump kallaði gífurlega oft eftir því að Clinton yrði fangelsuð fyrir pósthólfsnotkunina og sagði það til marks um að henni væri ekki treystandi til að taka að sér embætti forseta.Úlfaldi úr mýflugu Þar að auki rannsökuðu nefndir beggja deilda þingsins, sem var og er stjórnað af repúblikönum, málið ítrekað og lengi. Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, rannsakaði einnig málið og komst að þeirri niðurstöðu að ekki ætti að ákæra Clinton. Clinton sagði að Trump og starfsmenn hans hefðu vel vitað að það væri ekki tilefni til að gera svo stórt mál úr tölvupóstamáli hennar. Ef þeim hefði verið alvara ættu þingmenn repúblikanaflokksins nú að vera að kalla eftir rannsókn á notkun starfsmanna Trump á eigin pósthólfum.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonNew York Times hefur nafngreint sex núverandi og fyrrverandi starfsmenn Trump sem notuðust við eigið pósthólf. Það eru þeir Jared Kushner, Stephen Bannon, Reince Priebus, Gary D. Cohn, Stephen Miller og Ivanka Trump.Munur á málunum Opinberum starfsmönnum ber að notast við opinber pósthólf í störfum sínum svo almenningur og eftirlitsaðilar hafi aðgang að þeim. Þrátt fyrir áköll um hræsni er þó munur á málunum tveimur. Clinton var með ríkisleyndarmál á eigin vefþjóni og notaðist hún eingöngu við þann vefþjón fyrir tölvupóstssamskipti sín sem ráðherra. Umfang notkunar starfsmanna Trump á eigin pósthólfum liggur ekki fyrir en starfsmenn Hvíta hússins segja það hafa verið af og til. Póstarnir hafa ekki verið gerðið opinberir.
Donald Trump Tengdar fréttir Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16 Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Mike Pence notaði einkavefþjón fyrir tölvupósta sína sem ríkisstjóri Sérfræðingar segja fyrirkomulag Pence vekja upp spurningar um hvort að viðkvæm gögn hafi varin nægjanlega gegn tölvuþrjótum. 3. mars 2017 10:16
Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Bandaríkjaforseti og nánasta fjölskylda hans og ráðgjafar eru sakaðir um hræsni eftir að hafa krafist þess að Hillary Clinton yrði fangelsuð fyrir að nota eigin tölvupóst í starfi. 26. september 2017 10:18