Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 10:18 Hjónin Ivanka Trump og Jared Kushner með Gary Cohn, ráðgjafa forsetans. Öll hafa þau notað eigin tölvupóst í opinberum samskiptum. Vísir/AFP Þrátt fyrir að Donald Trump hafi byggt kosningabaráttu sína að stórum hluta á gagnrýni á Hillary Clinton vegna tölvupóstsnotkunar hennar hefur komið í ljós að sex af nánustu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu hafa notað eigin tölvupóstföng fyrir opinberan erindrekstur. Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi hans, Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Gary Cohn og Stephen Miller, ráðgjafar forsetans, hafa öll notað eigin tölvupóst við opinber störf, að sögn New York Times. Áður hafði verið greint frá því að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn nánasti ráðgjafi hans, hafi notað eigin tölvupóst til að taka við og senda um það bil hundrað pósta sem tengdust opinberum störfum hans. Póstarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Lögmaður Kushner segir að engin trúnaðarmál hafi verið í þeim póstum sem fóru ekki í gegnum opinbert tölvupósthólf hans.Ekki ólöglegt ef póstarnir eru áframsendirTrump réðist hart að Clinton í kosningabaráttunni vegna þess að hún notaði eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Æsti hann stuðningsmenn sína ítrekað upp í að krefjast þess að Clinton yrði fangelsuð. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði framferði Clinton en sú rannsókn endaði án ákæru. Gaf James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Clinton hins vegar ákúrur fyrir að hafa verið kærulaus í umgengni sinni um tölvupóstana.Once upon a time, Trump claimed he fired Comey because of how he handled Clinton email issue. Today, his son in law is using private email.— Maggie Haberman (@maggieNYT) September 25, 2017 New York Times segir að opinberir embættismenn eigi að nota opinber tölvupóstföng sín til að synna opinberum störfum. Til þess er ætlast svo hægt sé að tryggja aðgang almennings og eftirlitsstofnana að opinberum skjölum. Ekki er þó ólöglegt fyrir þá að nota eigin tölvupóstföng svo lengi sem þeir áframsenda pósta sem tengjast störfum þeirra í opinber pósthólf sín þar sem hægt er að geyma þau. Trump og félagar hafa verið gagnrýndir fyrir hræsni eftir að greint var frá notkun þeirra á eigin tölvupóstum. Nokkur munur er þó á málum þeirra og Clinton en hún notaðist aðeins við einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra og geymdi á honum trúnaðargögn.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi óskað eftir upplýsingum frá Hvíta húsinu um hvort að starfsmen þar hafi notað eigin tölvupósta í opinberum erindagjörðum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að öllum starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að nota opinberan tölvupóst í störfum sínum. Tengdar fréttir Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump hafi byggt kosningabaráttu sína að stórum hluta á gagnrýni á Hillary Clinton vegna tölvupóstsnotkunar hennar hefur komið í ljós að sex af nánustu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu hafa notað eigin tölvupóstföng fyrir opinberan erindrekstur. Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi hans, Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Gary Cohn og Stephen Miller, ráðgjafar forsetans, hafa öll notað eigin tölvupóst við opinber störf, að sögn New York Times. Áður hafði verið greint frá því að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn nánasti ráðgjafi hans, hafi notað eigin tölvupóst til að taka við og senda um það bil hundrað pósta sem tengdust opinberum störfum hans. Póstarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Lögmaður Kushner segir að engin trúnaðarmál hafi verið í þeim póstum sem fóru ekki í gegnum opinbert tölvupósthólf hans.Ekki ólöglegt ef póstarnir eru áframsendirTrump réðist hart að Clinton í kosningabaráttunni vegna þess að hún notaði eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Æsti hann stuðningsmenn sína ítrekað upp í að krefjast þess að Clinton yrði fangelsuð. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði framferði Clinton en sú rannsókn endaði án ákæru. Gaf James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Clinton hins vegar ákúrur fyrir að hafa verið kærulaus í umgengni sinni um tölvupóstana.Once upon a time, Trump claimed he fired Comey because of how he handled Clinton email issue. Today, his son in law is using private email.— Maggie Haberman (@maggieNYT) September 25, 2017 New York Times segir að opinberir embættismenn eigi að nota opinber tölvupóstföng sín til að synna opinberum störfum. Til þess er ætlast svo hægt sé að tryggja aðgang almennings og eftirlitsstofnana að opinberum skjölum. Ekki er þó ólöglegt fyrir þá að nota eigin tölvupóstföng svo lengi sem þeir áframsenda pósta sem tengjast störfum þeirra í opinber pósthólf sín þar sem hægt er að geyma þau. Trump og félagar hafa verið gagnrýndir fyrir hræsni eftir að greint var frá notkun þeirra á eigin tölvupóstum. Nokkur munur er þó á málum þeirra og Clinton en hún notaðist aðeins við einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra og geymdi á honum trúnaðargögn.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi óskað eftir upplýsingum frá Hvíta húsinu um hvort að starfsmen þar hafi notað eigin tölvupósta í opinberum erindagjörðum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að öllum starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að nota opinberan tölvupóst í störfum sínum.
Tengdar fréttir Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Sjá meira
Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04