Fimm starfsmenn Hvíta hússins til viðbótar notuðu eigin tölvupósta Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 10:18 Hjónin Ivanka Trump og Jared Kushner með Gary Cohn, ráðgjafa forsetans. Öll hafa þau notað eigin tölvupóst í opinberum samskiptum. Vísir/AFP Þrátt fyrir að Donald Trump hafi byggt kosningabaráttu sína að stórum hluta á gagnrýni á Hillary Clinton vegna tölvupóstsnotkunar hennar hefur komið í ljós að sex af nánustu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu hafa notað eigin tölvupóstföng fyrir opinberan erindrekstur. Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi hans, Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Gary Cohn og Stephen Miller, ráðgjafar forsetans, hafa öll notað eigin tölvupóst við opinber störf, að sögn New York Times. Áður hafði verið greint frá því að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn nánasti ráðgjafi hans, hafi notað eigin tölvupóst til að taka við og senda um það bil hundrað pósta sem tengdust opinberum störfum hans. Póstarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Lögmaður Kushner segir að engin trúnaðarmál hafi verið í þeim póstum sem fóru ekki í gegnum opinbert tölvupósthólf hans.Ekki ólöglegt ef póstarnir eru áframsendirTrump réðist hart að Clinton í kosningabaráttunni vegna þess að hún notaði eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Æsti hann stuðningsmenn sína ítrekað upp í að krefjast þess að Clinton yrði fangelsuð. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði framferði Clinton en sú rannsókn endaði án ákæru. Gaf James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Clinton hins vegar ákúrur fyrir að hafa verið kærulaus í umgengni sinni um tölvupóstana.Once upon a time, Trump claimed he fired Comey because of how he handled Clinton email issue. Today, his son in law is using private email.— Maggie Haberman (@maggieNYT) September 25, 2017 New York Times segir að opinberir embættismenn eigi að nota opinber tölvupóstföng sín til að synna opinberum störfum. Til þess er ætlast svo hægt sé að tryggja aðgang almennings og eftirlitsstofnana að opinberum skjölum. Ekki er þó ólöglegt fyrir þá að nota eigin tölvupóstföng svo lengi sem þeir áframsenda pósta sem tengjast störfum þeirra í opinber pósthólf sín þar sem hægt er að geyma þau. Trump og félagar hafa verið gagnrýndir fyrir hræsni eftir að greint var frá notkun þeirra á eigin tölvupóstum. Nokkur munur er þó á málum þeirra og Clinton en hún notaðist aðeins við einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra og geymdi á honum trúnaðargögn.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi óskað eftir upplýsingum frá Hvíta húsinu um hvort að starfsmen þar hafi notað eigin tölvupósta í opinberum erindagjörðum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að öllum starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að nota opinberan tölvupóst í störfum sínum. Tengdar fréttir Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Donald Trump hafi byggt kosningabaráttu sína að stórum hluta á gagnrýni á Hillary Clinton vegna tölvupóstsnotkunar hennar hefur komið í ljós að sex af nánustu ráðgjöfum hans í Hvíta húsinu hafa notað eigin tölvupóstföng fyrir opinberan erindrekstur. Ivanka Trump, dóttir Bandaríkjaforseta, Stephen Bannon, fyrrverandi aðalráðgjafi hans, Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Gary Cohn og Stephen Miller, ráðgjafar forsetans, hafa öll notað eigin tölvupóst við opinber störf, að sögn New York Times. Áður hafði verið greint frá því að Jared Kushner, tengdasonur Trump og einn nánasti ráðgjafi hans, hafi notað eigin tölvupóst til að taka við og senda um það bil hundrað pósta sem tengdust opinberum störfum hans. Póstarnir hafa ekki verið gerðir opinberir. Lögmaður Kushner segir að engin trúnaðarmál hafi verið í þeim póstum sem fóru ekki í gegnum opinbert tölvupósthólf hans.Ekki ólöglegt ef póstarnir eru áframsendirTrump réðist hart að Clinton í kosningabaráttunni vegna þess að hún notaði eigin tölvupóstþjón þegar hún var utanríkisráðherra. Æsti hann stuðningsmenn sína ítrekað upp í að krefjast þess að Clinton yrði fangelsuð. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði framferði Clinton en sú rannsókn endaði án ákæru. Gaf James Comey, þáverandi forstjóri FBI, Clinton hins vegar ákúrur fyrir að hafa verið kærulaus í umgengni sinni um tölvupóstana.Once upon a time, Trump claimed he fired Comey because of how he handled Clinton email issue. Today, his son in law is using private email.— Maggie Haberman (@maggieNYT) September 25, 2017 New York Times segir að opinberir embættismenn eigi að nota opinber tölvupóstföng sín til að synna opinberum störfum. Til þess er ætlast svo hægt sé að tryggja aðgang almennings og eftirlitsstofnana að opinberum skjölum. Ekki er þó ólöglegt fyrir þá að nota eigin tölvupóstföng svo lengi sem þeir áframsenda pósta sem tengjast störfum þeirra í opinber pósthólf sín þar sem hægt er að geyma þau. Trump og félagar hafa verið gagnrýndir fyrir hræsni eftir að greint var frá notkun þeirra á eigin tölvupóstum. Nokkur munur er þó á málum þeirra og Clinton en hún notaðist aðeins við einkatölvupóstþjón þegar hún var ráðherra og geymdi á honum trúnaðargögn.Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi óskað eftir upplýsingum frá Hvíta húsinu um hvort að starfsmen þar hafi notað eigin tölvupósta í opinberum erindagjörðum. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði í gær að öllum starfsmönnum Hvíta hússins hafi verið skipað að nota opinberan tölvupóst í störfum sínum.
Tengdar fréttir Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Tengdasonurinn gerði það sama og Trump gagnrýndi Hillary fyrir Jared Kushner, einn helsti ráðgjafi Bandaríkaforseta, notaði eigið tölvupóstfang í störfum sínum fyrir Hvíta húsið. 25. september 2017 07:04