Grjótkrabbi dreifir sér hratt meðfram ströndum landsins Sveinn Arnarsson skrifar 28. september 2017 07:00 Grjótkrabbi fannst fyrst hér 2006. Upprunaleg heimkynni hans eru við austurströnd Bandaríkjanna. Mynd/Halldór Páll Grjótkrabbi, sem nam land fyrst í Hvalfirði árið 2006, hefur á undanförnum áratug náð útbreiðslu alla leið norður í Eyjafjörð. Hefur hann veiðst í sumar í Eyjafirði auk þess sem hann hefur sést undanfarin ár þegar kafað hefur verið á svæðinu. Grjótkrabbinn getur verið öðrum tegundum mikill skaðvaldur á hafsbotni við Íslandsstrendur. Það var árið 2006 sem grjótkrabbi fannst fyrst hér við land en upprunaleg heimkynni hans eru við austurströnd Bandaríkjanna. Tegundin þar á sér náttúrulega óvini og er undirstöðufæða ameríkuhumarsins. Hins vegar á hann fáa sem enga náttúrulega óvini hér við land og fjölgar sér því hratt. Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, sér um rannsóknir á útbreiðslu grjótkrabbans. Hann segir þetta framandi lífveru í vistkerfi okkar og því sé fylgst náið með framvindunni. „Til að mynda hefur hann fundist í miklum mæli á Breiðafirði undanfarið. Á sama tíma virðist hörpudiskurinn, sem er nytjastofn hér við land, eiga erfið ár. Því er áhugavert að sjá hvernig útbreiðsla og fjölgun grjótkrabbans mun hafa áhrif á erfiðan tíma hjá hörpudisknum.“ Tegundir sem nema land annars staðar eru fluttar meðvitað eða ómeðvitað af mannfólki, oftast nær með sjó í kjölfestuvatni skipa eða að dýrategundir festa sig við skip. „Talið er að á bilinu þrjú til tíu þúsund tegundir séu á degi hverjum fluttar milli svæða með þessum hætti þannig að hér er um að ræða mjög stórar tölur í þessu samhengi,“ segir Sindri. Á aðeins áratug hefur krabbinn farið frá Hvalfirði og breiðst út í Breiðafirði og hefur veiðst á Vestfjörðum, í Húnaflóa, Skagafirði og í Eyjafirði. Ef áfram heldur sem horfir mun grjótkrabbinn nema allt norðausturhornið og austanvert landið á næstu árum. „Grjótkrabbinn er alæta og ræðst á allt sem að kjafti kemur. Á meðan hann er mjög lítill er hann étinn af botnfiski og öðrum dýrum en þegar hann er kominn yfir vissa stærð hefur ekkert dýr hér við strendur roð við honum,“ bætir Sindri við að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira
Grjótkrabbi, sem nam land fyrst í Hvalfirði árið 2006, hefur á undanförnum áratug náð útbreiðslu alla leið norður í Eyjafjörð. Hefur hann veiðst í sumar í Eyjafirði auk þess sem hann hefur sést undanfarin ár þegar kafað hefur verið á svæðinu. Grjótkrabbinn getur verið öðrum tegundum mikill skaðvaldur á hafsbotni við Íslandsstrendur. Það var árið 2006 sem grjótkrabbi fannst fyrst hér við land en upprunaleg heimkynni hans eru við austurströnd Bandaríkjanna. Tegundin þar á sér náttúrulega óvini og er undirstöðufæða ameríkuhumarsins. Hins vegar á hann fáa sem enga náttúrulega óvini hér við land og fjölgar sér því hratt. Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, sér um rannsóknir á útbreiðslu grjótkrabbans. Hann segir þetta framandi lífveru í vistkerfi okkar og því sé fylgst náið með framvindunni. „Til að mynda hefur hann fundist í miklum mæli á Breiðafirði undanfarið. Á sama tíma virðist hörpudiskurinn, sem er nytjastofn hér við land, eiga erfið ár. Því er áhugavert að sjá hvernig útbreiðsla og fjölgun grjótkrabbans mun hafa áhrif á erfiðan tíma hjá hörpudisknum.“ Tegundir sem nema land annars staðar eru fluttar meðvitað eða ómeðvitað af mannfólki, oftast nær með sjó í kjölfestuvatni skipa eða að dýrategundir festa sig við skip. „Talið er að á bilinu þrjú til tíu þúsund tegundir séu á degi hverjum fluttar milli svæða með þessum hætti þannig að hér er um að ræða mjög stórar tölur í þessu samhengi,“ segir Sindri. Á aðeins áratug hefur krabbinn farið frá Hvalfirði og breiðst út í Breiðafirði og hefur veiðst á Vestfjörðum, í Húnaflóa, Skagafirði og í Eyjafirði. Ef áfram heldur sem horfir mun grjótkrabbinn nema allt norðausturhornið og austanvert landið á næstu árum. „Grjótkrabbinn er alæta og ræðst á allt sem að kjafti kemur. Á meðan hann er mjög lítill er hann étinn af botnfiski og öðrum dýrum en þegar hann er kominn yfir vissa stærð hefur ekkert dýr hér við strendur roð við honum,“ bætir Sindri við að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Fleiri fréttir Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Sjá meira