Forsvarsmenn Twitter svara spurningum þingmanna Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2017 13:42 Fyrir kosningarnar í fyrra komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að um 400 þúsund sjálfvirkir Twitter-reikningar, eða svokallaðir bottar, hefðu tekið þátt í umræðunni um forsetakosningarnar. Vísir/AFP Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter munu í dag mæta fyrir nefnd öldungadeildar bandaríkjaþings um njósnamál og svara spurningum þingmanna um Twitter, forsetakosningarnar í fyrra og tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Meðal annars munu þingmennirnir spyrja hvort að Twitter hafi verið notað af Rússum til að dreifa fölskum upplýsingum sem ætlað var að skaða framboð Hillary Clinton og hvort að fyrirtækið hafi gripið til aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir það. Sviðsljósið hefur verið á Facebook undanfarnar vikur. Komið hefur í ljós að Rússar hafi keypt rúmlega þrjú þúsund auglýsingar á samfélagsmiðlinum og beint þeim að notendum í Bandaríkjunum.Samkvæmt frétt Politico vilja forsvarsmenn Twitter ekki gefa upp hvað þeir muni segja þingmönnunum.Fyrir kosningarnar í fyrra komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að um 400 þúsund sjálfvirkir Twitter-reikningar, eða svokallaðir bottar, hefðu tekið þátt í umræðunni um forsetakosningarnar. Jafnvel hefðu um 19 prósent allra tísta um kosningarnar komið frá þeim reikningum.Samkvæmt frétt New York Times, voru slíkir reikningar notaðir til að dreifa fölskum fréttum og upplýsingum sem rússneskir hakkarar höfðu stolið úr tölvukerfi Demókrataflokksins.Þá segir NYT einnig frá rannsakendum sem hafa fylgst með rússneskum útsendurum á Twitter á síðustu vikum. Þeir munu hafa einbeitt sér að umræðunni um mótmæli íþróttamanna gegn kynþáttahatri og jafnvel hafi þeir verið að dreifa niðrandi og fölskum tístum um Hillary Clinton og jafnvel dóttir hennar. Þingmaðurinn Adam Schiff sagði í viðtali nýverið að tæknifyrirtæki hefðu leitað aðstoðar frá leyniþjónustum Bandaríkjanna við að koma í veg fyrir að önnur ríki geti notað tækni þeirra og vörur eins og hér ræðir um. Til stendur að halda opin nefndarfund þann 1. nóvember og hefur Facebook, Twitter og Google verið boðið að senda fulltrúa sína. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Forsvarsmenn samfélagsmiðilsins Twitter munu í dag mæta fyrir nefnd öldungadeildar bandaríkjaþings um njósnamál og svara spurningum þingmanna um Twitter, forsetakosningarnar í fyrra og tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar. Meðal annars munu þingmennirnir spyrja hvort að Twitter hafi verið notað af Rússum til að dreifa fölskum upplýsingum sem ætlað var að skaða framboð Hillary Clinton og hvort að fyrirtækið hafi gripið til aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir það. Sviðsljósið hefur verið á Facebook undanfarnar vikur. Komið hefur í ljós að Rússar hafi keypt rúmlega þrjú þúsund auglýsingar á samfélagsmiðlinum og beint þeim að notendum í Bandaríkjunum.Samkvæmt frétt Politico vilja forsvarsmenn Twitter ekki gefa upp hvað þeir muni segja þingmönnunum.Fyrir kosningarnar í fyrra komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að um 400 þúsund sjálfvirkir Twitter-reikningar, eða svokallaðir bottar, hefðu tekið þátt í umræðunni um forsetakosningarnar. Jafnvel hefðu um 19 prósent allra tísta um kosningarnar komið frá þeim reikningum.Samkvæmt frétt New York Times, voru slíkir reikningar notaðir til að dreifa fölskum fréttum og upplýsingum sem rússneskir hakkarar höfðu stolið úr tölvukerfi Demókrataflokksins.Þá segir NYT einnig frá rannsakendum sem hafa fylgst með rússneskum útsendurum á Twitter á síðustu vikum. Þeir munu hafa einbeitt sér að umræðunni um mótmæli íþróttamanna gegn kynþáttahatri og jafnvel hafi þeir verið að dreifa niðrandi og fölskum tístum um Hillary Clinton og jafnvel dóttir hennar. Þingmaðurinn Adam Schiff sagði í viðtali nýverið að tæknifyrirtæki hefðu leitað aðstoðar frá leyniþjónustum Bandaríkjanna við að koma í veg fyrir að önnur ríki geti notað tækni þeirra og vörur eins og hér ræðir um. Til stendur að halda opin nefndarfund þann 1. nóvember og hefur Facebook, Twitter og Google verið boðið að senda fulltrúa sína.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira