Erlent

Halda áfram leitinni að Maddie

Samúel Karl Ólason skrifar
Hvarf Madeleine, sem þá var þriggja ára gömul, vakti heimsathygli árið 2007.
Hvarf Madeleine, sem þá var þriggja ára gömul, vakti heimsathygli árið 2007. Vísir/EPA
Ákveðið hefur verið að veita lögreglunni í London 154 þúsund pund, um 22 milljónir króna, til að halda leitinni að Madeleine McCann áfram. Hún hvarf í Portúgal árið 2007, þegar hún var þriggja ára, og stóð til að hætta leitinni, sem hefur hingað til kostað rúmlega ellefu milljónir punda, um einn og hálfan milljarð.

Lögreglan í London hefur, samkvæmt frétt Guardian, komið að leitinni frá árinu 2011. Fjórir rannsóknarlögreglumenn vinna nú að rannsókninni í Bretlandi.

Hvarf Madeleine, sem þá var þriggja ára gömul, vakti heimsathygli árið 2007. Stúlkan var með foreldrum sínum í fríi í Portúgal þegar hún hvarf úr íbúð í Praia da Luz. Foreldrar Maddie, Kate og Gerry, hafa heitið því að gefast aldrei upp.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×