Vísbendingar um fækkun á NA-horni landsins Sveinn Arnarsson skrifar 29. september 2017 05:00 Gistináttum ferðamanna fjölgar alls staðar á landinu, nema á NA-horni landsins. Vísir/Vilhelm Gistináttum á Norðurlandi fækkaði um ellefu prósent í ágúst, samanborið við ágústmánuð í fyrra. Hins vegar fjölgar gistináttum ferðamanna í heild. Að auki fækkar gistináttum á Austurlandi um þrjú prósent. Gistináttum á Suðurnesjum fjölgar um 33 prósent í ágúst samanborið við sama mánuð í fyrra og um tvö prósent á höfuðborgarsvæðinu. Raunar fjölgar gistináttum alls staðar utan NA-hornsins, þess staðar sem fjærstur er flugvellinum í Keflavík.Njáll Trausti Friðbertsson„Þessi fækkun er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikilvægt er að byggja upp nýjar gáttir inn til landsins. Þá hljótum við að líta til alþjóðaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum. Það hefur verið unnið hörðum höndum af hálfu Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrúar að því að skapa skilyrði til að ýta við slíkum hugmyndum.“ Að mati Njáls Trausta þarf að greina þessar tölur og skoða hvort gestir séu mögulega að færast frá hótelum yfir í aðrar tegundir gistingar. Hann telur einnig aukinn skatt á greinina ekki vera heppilegan í núverandi árferði. „Ég hef haft miklar áhyggjur af þeim hugmyndum að hækka virðisaukaskatt á þeim hluta sem á að hækka í hærra þrep. Það ýtir enn frekar undir þá stöðu sem við erum að upplifa núna í ferðaþjónustunni. Sérstaklega í þeim landsvæðum sem eru fjærst höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll Trausti. Athygli skal vakin á því að í tölum Hagstofunnar eru eingöngu taldar gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Gistináttum á Norðurlandi fækkaði um ellefu prósent í ágúst, samanborið við ágústmánuð í fyrra. Hins vegar fjölgar gistináttum ferðamanna í heild. Að auki fækkar gistináttum á Austurlandi um þrjú prósent. Gistináttum á Suðurnesjum fjölgar um 33 prósent í ágúst samanborið við sama mánuð í fyrra og um tvö prósent á höfuðborgarsvæðinu. Raunar fjölgar gistináttum alls staðar utan NA-hornsins, þess staðar sem fjærstur er flugvellinum í Keflavík.Njáll Trausti Friðbertsson„Þessi fækkun er auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikilvægt er að byggja upp nýjar gáttir inn til landsins. Þá hljótum við að líta til alþjóðaflugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum. Það hefur verið unnið hörðum höndum af hálfu Markaðsstofu Norðurlands og Austurbrúar að því að skapa skilyrði til að ýta við slíkum hugmyndum.“ Að mati Njáls Trausta þarf að greina þessar tölur og skoða hvort gestir séu mögulega að færast frá hótelum yfir í aðrar tegundir gistingar. Hann telur einnig aukinn skatt á greinina ekki vera heppilegan í núverandi árferði. „Ég hef haft miklar áhyggjur af þeim hugmyndum að hækka virðisaukaskatt á þeim hluta sem á að hækka í hærra þrep. Það ýtir enn frekar undir þá stöðu sem við erum að upplifa núna í ferðaþjónustunni. Sérstaklega í þeim landsvæðum sem eru fjærst höfuðborgarsvæðinu,“ segir Njáll Trausti. Athygli skal vakin á því að í tölum Hagstofunnar eru eingöngu taldar gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira