Kalla helming erindreka sinna heim frá Kúbu vegna hljóðvopns Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2017 14:40 Sendiráð Bandaríkjanna á Kúbu. Vísir/Getty Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að fækka verulega starfsmönnum í sendiráði sínu í Kúbu. Þá hafa Bandaríkjamenn verið varaðir við því að ferðast til eyjunnar og verður dregið verulega úr stjórnmálalegum samskiptum ríkjanna. Þetta er gert vegna dularfullra hljóðárása á bandaríska erindreka sem hafa átt sér stað á undanförnu ári. Ekki er vitað hver eða hvað stendur á bak við þessar árásir en minnst 21 erindreki og fjölskyldur þeirra hafa orðið fyrir skaða vegna þeirra. Þar á meðal hafa einhverjir orðið fyrir varanlegu heyrnartapi eða jafnvel heilaskaða. Til greina kom að loka sendiráðinu alfarið vegna árásanna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var ákvörðunin tekin í nótt eftir fund Rex Tillerson, utanríkisráðherra, og Donald Trump, forseta, fyrr í vikunni.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsÁkvörðunin setur samband ríkjanna tveggja í ákveðinn baklás. Eftir um hálfa öld af samskiptaleysi hafa ríkin tiltölulega nýlega hafið samskipti aftur. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra. Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki opinberlega kennt Kúbu um árásirnar. Þó þeim hafi verið hætt fyrr á árinu hófust þær svo aftur og er síðast vitað til að árás hafi átt sér stað í ágúst. Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki. Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum. Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Stjórnvöld Bandaríkjanna hafa ákveðið að fækka verulega starfsmönnum í sendiráði sínu í Kúbu. Þá hafa Bandaríkjamenn verið varaðir við því að ferðast til eyjunnar og verður dregið verulega úr stjórnmálalegum samskiptum ríkjanna. Þetta er gert vegna dularfullra hljóðárása á bandaríska erindreka sem hafa átt sér stað á undanförnu ári. Ekki er vitað hver eða hvað stendur á bak við þessar árásir en minnst 21 erindreki og fjölskyldur þeirra hafa orðið fyrir skaða vegna þeirra. Þar á meðal hafa einhverjir orðið fyrir varanlegu heyrnartapi eða jafnvel heilaskaða. Til greina kom að loka sendiráðinu alfarið vegna árásanna. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar var ákvörðunin tekin í nótt eftir fund Rex Tillerson, utanríkisráðherra, og Donald Trump, forseta, fyrr í vikunni.Sjá einnig: Íhuga að loka sendiráðinu í Kúbu vegna dularfulls hljóðvopnsÁkvörðunin setur samband ríkjanna tveggja í ákveðinn baklás. Eftir um hálfa öld af samskiptaleysi hafa ríkin tiltölulega nýlega hafið samskipti aftur. Bandaríkin opnuðu sendiráð sitt í Kúbu árið 2015 eftir áratuga illdeilur á milli ríkjanna tveggja. Þá var Barack Obama fyrsti forseti Bandaríkjanna til að heimsækja Kúbu frá árinu 1928. Obama ferðaðist til Havana í fyrra. Ríkisstjórn Donald Trump hefur ekki opinberlega kennt Kúbu um árásirnar. Þó þeim hafi verið hætt fyrr á árinu hófust þær svo aftur og er síðast vitað til að árás hafi átt sér stað í ágúst. Minnst tveir Kanadamenn eru einnig sagðir þjást af sambærilegum veikindum. Yfirvöld í Havana neita því að hafa beitt nokkurs konar vopni gegn starfsfólkinu sem um ræðir, samkvæmt frétt BBC, og hefur Raul Castro, forseti Kúbu, alhæft að svo sé ekki. Veikindin byrjuðu í fyrra og hefur málið meðal annars verið rannsakað af Fjallalögreglu Kanada og Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Rannsakendur hafa ekki útilokað að útsendarar annars ríkis hafi beitt umræddum hljóðvopnum.
Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira