Erlent

Jarðskjálftinn felldi níutíu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Fjöldi bygginga eyðilagðist í skjálftanum.
Fjöldi bygginga eyðilagðist í skjálftanum. Nordicphotos/AFP
Tala látinna í Mexíkó eftir að 8,2 stiga jarðskjálfti reið yfir landið á fimmtudag hefur hækkað og lýsti ríkisstjórn landsins því yfir í gær að 90 hefðu farist. Bærinn Juchitán í suðurhluta Mexíkó varð einna verst úti og fórust að minnsta kosti 37 íbúar bæjarins.

Fraktvélar á vegum ríkisstjórnarinnar flugu til Juchitán, sem og fleiri bæja, um helgina með birgðir en þar sem fjöldi heimila hrundi í skjálftanum þurfa margir enn að sofa á götum úti. Þykir það einkar hættulegt þar sem enn finnast snarpir eftirskjálftar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×