Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 00:43 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar stendur hér á milli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og Sigríðar Á. Andersen að loknum ríkisráðsfundi þegar ráðuneyti Bjarna tók við völdum í janúar síðastliðnum. Nú hefur Björt framtíð slitið ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar. vísir/anton brink Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum. „Það komu bara fjölmargar óskir og hvatningar um að stjórnin myndi hittast í framhaldi af fréttum sem komu í fjölmiðlum í dag. Það er óhætt að segja að þetta hafi hreyft við fólki. Um klukkustund eftir að þetta birtist á fjölmiðlum þá hafi 50 af 80 stjórnarmönnum sýna eitthvað lífsmark varðandi það að það þyrfti að taka samtal,“ segir Guðlaug.Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.Trúnaðarbrestur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Hún segir samtalið á fundinum í kvöld hafa verið mjög samhljóða. „Við erum mjög seinþreytt til vandræða og við erum vandvirkt og viljum klára það sem við byrjum á. En það er bara þessi trúnaðarbrestur sem verður og þessi breytni ráðherra þar sem að okkar mati er verið að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag. Þetta er bara lína í sandinum sem við gátum ekki stigið yfir.“Hvaða ráðherra ertu þá að tala um? „Ég er að tala um forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.“Að þau hafi þá frekar unnið í eigin þágu heldur en almennings? „Miðað við það að það hafi legið fyrir að þau hafi bæði haft upplýsingar um mál sem hafa verið í umræðunni núna í margar vikur í lok júlí, og síðan frétta samstarfsráðherrar þeirra og flokkar í ríkisstjórn þetta á fréttamiðlum um miðjan september.“ Aðspurð hvort hún viti hvað tekur við núna segir Guðlaug að ráðherrar flokksins, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, muni vilja ræða sitt samstarfsfólk sem þau hafi unnið með undanfarið. „Þetta er bara ákvörðun stjórnar sem liggur fyrir núna og svo verður bara að taka næstu skref og vinna úr henni í framhaldinu.“ Ekki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem málfarsvilla var í upphaflegu fyrirsögninni. Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum. „Það komu bara fjölmargar óskir og hvatningar um að stjórnin myndi hittast í framhaldi af fréttum sem komu í fjölmiðlum í dag. Það er óhætt að segja að þetta hafi hreyft við fólki. Um klukkustund eftir að þetta birtist á fjölmiðlum þá hafi 50 af 80 stjórnarmönnum sýna eitthvað lífsmark varðandi það að það þyrfti að taka samtal,“ segir Guðlaug.Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.Trúnaðarbrestur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Hún segir samtalið á fundinum í kvöld hafa verið mjög samhljóða. „Við erum mjög seinþreytt til vandræða og við erum vandvirkt og viljum klára það sem við byrjum á. En það er bara þessi trúnaðarbrestur sem verður og þessi breytni ráðherra þar sem að okkar mati er verið að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag. Þetta er bara lína í sandinum sem við gátum ekki stigið yfir.“Hvaða ráðherra ertu þá að tala um? „Ég er að tala um forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.“Að þau hafi þá frekar unnið í eigin þágu heldur en almennings? „Miðað við það að það hafi legið fyrir að þau hafi bæði haft upplýsingar um mál sem hafa verið í umræðunni núna í margar vikur í lok júlí, og síðan frétta samstarfsráðherrar þeirra og flokkar í ríkisstjórn þetta á fréttamiðlum um miðjan september.“ Aðspurð hvort hún viti hvað tekur við núna segir Guðlaug að ráðherrar flokksins, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, muni vilja ræða sitt samstarfsfólk sem þau hafi unnið með undanfarið. „Þetta er bara ákvörðun stjórnar sem liggur fyrir núna og svo verður bara að taka næstu skref og vinna úr henni í framhaldinu.“ Ekki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem málfarsvilla var í upphaflegu fyrirsögninni.
Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sjá meira
Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45
Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06