Innlent

Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, við undirritun stjórnarsáttmála í janúar síðastliðnum.
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, við undirritun stjórnarsáttmála í janúar síðastliðnum. vísir/ernir
Mjög miklar efasemdir eru á meðal ýmissa stjórnarmanna í Bjartri framtíð um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í ljósi fregna sem bárust af því í dag að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, hefði skrifað undir umsögn fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmdan kynferðisbrotamann, þegar hann sótti um uppreist æru.

 

Þetta herma heimildir Vísis en stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur tugi einstaklinga í grasrót flokksins auk til að mynda ráðherra og borgarfulltrúa, fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru.

Hvorki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar og heilbrigðisráðherra, né Guðlaugu Kristjánsdóttur, stjórnarformann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar. Þá náðist heldur ekki í Björt Ólafsdóttur, umhverfisráðherra.

Ríkisstjórn Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er með minnsta mögulega meirihluta á þingi, eða einn mann. Meirihlutinn er með 32 þingmenn og minnihlutinn 31 þingmann.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.