„Stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. september 2017 07:56 Sigríður Á. Andersen segir ömurlegt að Björt framtíð skuli nota þetta mál til að slá pólítiskar keilur að hennar mati. VÍSIR/ANTON BRINK Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar og segir að stjórnarslitin, sem stjórn flokksins kallaði eftir í gærkvöldi, séu „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks." Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni þar sem Sigríður og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Þau hafi ekki tjáð öðrum meðlimum ríkisstjórnarinnar frá þessum samskiptum og segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í morgun að þess vegna sé ljóst að „traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Í samtali við Morgunútvarpið segir Sigríður að með þessum gjörningi hafi Björt framtíð afhjúpað það að flokknum hafi aldrei verið alvara með að taka ábyrgð á stjórn landsins. Það sé alvarlegt mál þegar fólk taki að sér slíkt ábyrgðarhlutverk og þykir Sigríði lélegt að Björt framtíð hafi ekki staðið sig betur í að axla þá ábyrgð. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigríði en rætt var við Brynjar og Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu í morgun.Jafnframt þykir henni „ömurlegt“ að stjórnarmenn Bjartrar framtíðar skuli nýta sér mál af þessum toga til að slá pólitískar keilur. Aðspurð um hvort ákvörðun stjórnarinnar hafi ekki verið til marks um að Björt framtíð sé trú sinni pólítík segist Sigríður alls ekki geta tekið undir það. „Þessi ríkisstjórn hefur stigið stærri skref en nokkur önnur í gagnsæi. Við vorum til að mynda að opna reikninga allra ráðuneyta nú um daginn,“ sagði Sigríður í Morgunútvarpinu.Ekki stætt að segja öðrum en Bjarna Hún segir að mikilvægt sé að á Íslandi sé réttarríki þar sem staðið sé vörð um réttindi allra; jafnt glæpamanna sem og brotaþola - og ekki síst, í ljósi umræðunnar, þeirra sem vilja sýna velvild í þágu brotamanna sem hafi afplánað sinn dóm. Sigríður segir jafnframt að hún hafi ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Engin mál í ráðuneytunum sé þó undanskilin því að forsætisráðherra eigi að fá upplýsingar. Hún hafi því rætt við Bjarna bæði sem forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Henni hafi ekki verið stætt á að gera það að birta gögn í málum manna sem sótt hafa um uppreist æru áður vegna þess að málið var í meðferð hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.Vísir fylgist með gangi mála í allan dag í vaktinni.
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, vandar Bjartri framtíð ekki kveðjurnar og segir að stjórnarslitin, sem stjórn flokksins kallaði eftir í gærkvöldi, séu „stórkostlegt ábyrgðarleysi af hálfu þessa litla flokks." Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni þar sem Sigríður og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra. Þau hafi ekki tjáð öðrum meðlimum ríkisstjórnarinnar frá þessum samskiptum og segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Fréttablaðið í morgun að þess vegna sé ljóst að „traustinu er ekki fyrir að fara. Þess vegna ákváðum við að slíta samstarfinu.“Sjá einnig: Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Í samtali við Morgunútvarpið segir Sigríður að með þessum gjörningi hafi Björt framtíð afhjúpað það að flokknum hafi aldrei verið alvara með að taka ábyrgð á stjórn landsins. Það sé alvarlegt mál þegar fólk taki að sér slíkt ábyrgðarhlutverk og þykir Sigríði lélegt að Björt framtíð hafi ekki staðið sig betur í að axla þá ábyrgð. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur undir með Sigríði en rætt var við Brynjar og Loga Má Einarsson, formann Samfylkingarinnar, í Bítinu í morgun.Jafnframt þykir henni „ömurlegt“ að stjórnarmenn Bjartrar framtíðar skuli nýta sér mál af þessum toga til að slá pólitískar keilur. Aðspurð um hvort ákvörðun stjórnarinnar hafi ekki verið til marks um að Björt framtíð sé trú sinni pólítík segist Sigríður alls ekki geta tekið undir það. „Þessi ríkisstjórn hefur stigið stærri skref en nokkur önnur í gagnsæi. Við vorum til að mynda að opna reikninga allra ráðuneyta nú um daginn,“ sagði Sigríður í Morgunútvarpinu.Ekki stætt að segja öðrum en Bjarna Hún segir að mikilvægt sé að á Íslandi sé réttarríki þar sem staðið sé vörð um réttindi allra; jafnt glæpamanna sem og brotaþola - og ekki síst, í ljósi umræðunnar, þeirra sem vilja sýna velvild í þágu brotamanna sem hafi afplánað sinn dóm. Sigríður segir jafnframt að hún hafi ekki séð ástæðu til að ræða þetta mál við aðra ráðherra ríkisstjórnarinnar. Engin mál í ráðuneytunum sé þó undanskilin því að forsætisráðherra eigi að fá upplýsingar. Hún hafi því rætt við Bjarna bæði sem forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins. Henni hafi ekki verið stætt á að gera það að birta gögn í málum manna sem sótt hafa um uppreist æru áður vegna þess að málið var í meðferð hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál.Vísir fylgist með gangi mála í allan dag í vaktinni.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Tengdar fréttir Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43 Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00 Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Sjá meira
Eiginhagsmunir ráðherra dropinn sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 00:43
Björt Ólafsdóttir um stjórnarslitin: „Ljóst að traustinu er ekki fyrir að fara“ "Eins og staðan er núna þá leyfir samviskan okkur ekki annað en að slíta þessu samstarfi,“ segir Björt Ólafsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra Bjartrar framtíðar, en stjórn flokksins samþykkti á fundi seint í gærkvöldi að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. 15. september 2017 07:00
Bjarni sagði Benedikt og Óttari frá meðmælunum á mánudag Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, hringdi í Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og tilkynnti honum að stjórnarsamstarfinu væri lokið skömmu eftir miðnætti. 15. september 2017 06:09
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06