Eiginhagsmunir ráðherra kornið sem fyllti mælinn hjá Bjartri framtíð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2017 00:43 Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar stendur hér á milli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins og Sigríðar Á. Andersen að loknum ríkisráðsfundi þegar ráðuneyti Bjarna tók við völdum í janúar síðastliðnum. Nú hefur Björt framtíð slitið ríkisstjórnarsamstarfinu vegna þess sem þau segja trúnaðarbrest Bjarna og Sigríðar. vísir/anton brink Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum. „Það komu bara fjölmargar óskir og hvatningar um að stjórnin myndi hittast í framhaldi af fréttum sem komu í fjölmiðlum í dag. Það er óhætt að segja að þetta hafi hreyft við fólki. Um klukkustund eftir að þetta birtist á fjölmiðlum þá hafi 50 af 80 stjórnarmönnum sýna eitthvað lífsmark varðandi það að það þyrfti að taka samtal,“ segir Guðlaug.Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.Trúnaðarbrestur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Hún segir samtalið á fundinum í kvöld hafa verið mjög samhljóða. „Við erum mjög seinþreytt til vandræða og við erum vandvirkt og viljum klára það sem við byrjum á. En það er bara þessi trúnaðarbrestur sem verður og þessi breytni ráðherra þar sem að okkar mati er verið að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag. Þetta er bara lína í sandinum sem við gátum ekki stigið yfir.“Hvaða ráðherra ertu þá að tala um? „Ég er að tala um forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.“Að þau hafi þá frekar unnið í eigin þágu heldur en almennings? „Miðað við það að það hafi legið fyrir að þau hafi bæði haft upplýsingar um mál sem hafa verið í umræðunni núna í margar vikur í lok júlí, og síðan frétta samstarfsráðherrar þeirra og flokkar í ríkisstjórn þetta á fréttamiðlum um miðjan september.“ Aðspurð hvort hún viti hvað tekur við núna segir Guðlaug að ráðherrar flokksins, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, muni vilja ræða sitt samstarfsfólk sem þau hafi unnið með undanfarið. „Þetta er bara ákvörðun stjórnar sem liggur fyrir núna og svo verður bara að taka næstu skref og vinna úr henni í framhaldinu.“ Ekki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem málfarsvilla var í upphaflegu fyrirsögninni. Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, segir að mikil eining hafi verið á stjórnarfundir flokksins í kvöld þar sem samþykkt var að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Kosið var rafrænt, 70 prósent stjórnar tóku þátt í kosningunni og kusu 87 prósent með því að slíta samstarfinu. Ástæðan er alvarlegur trúnaðarbrestur í ríkisstjórninni að sögn Guðlaugar þar sem Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi leynt því fyrir samráðherrum og samstarfsflokkum í ríkisstjórn að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna, hefði verið einn umsagnaraðila fyrir Hjalta Sigurjón Hauksson, dæmds kynferðisbrotamanns, þegar hann sótti um uppreist æru í fyrra.Vísir greindi fyrst frá málinu í dag og segir Guðlaug fréttirnar hafa hreyft við fólki í flokknum. „Það komu bara fjölmargar óskir og hvatningar um að stjórnin myndi hittast í framhaldi af fréttum sem komu í fjölmiðlum í dag. Það er óhætt að segja að þetta hafi hreyft við fólki. Um klukkustund eftir að þetta birtist á fjölmiðlum þá hafi 50 af 80 stjórnarmönnum sýna eitthvað lífsmark varðandi það að það þyrfti að taka samtal,“ segir Guðlaug.Guðlaug Kristjánsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar.Trúnaðarbrestur forsætisráðherra og dómsmálaráðherra Hún segir samtalið á fundinum í kvöld hafa verið mjög samhljóða. „Við erum mjög seinþreytt til vandræða og við erum vandvirkt og viljum klára það sem við byrjum á. En það er bara þessi trúnaðarbrestur sem verður og þessi breytni ráðherra þar sem að okkar mati er verið að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag. Þetta er bara lína í sandinum sem við gátum ekki stigið yfir.“Hvaða ráðherra ertu þá að tala um? „Ég er að tala um forsætisráðherra og dómsmálaráðherra.“Að þau hafi þá frekar unnið í eigin þágu heldur en almennings? „Miðað við það að það hafi legið fyrir að þau hafi bæði haft upplýsingar um mál sem hafa verið í umræðunni núna í margar vikur í lok júlí, og síðan frétta samstarfsráðherrar þeirra og flokkar í ríkisstjórn þetta á fréttamiðlum um miðjan september.“ Aðspurð hvort hún viti hvað tekur við núna segir Guðlaug að ráðherrar flokksins, Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra, og Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, muni vilja ræða sitt samstarfsfólk sem þau hafi unnið með undanfarið. „Þetta er bara ákvörðun stjórnar sem liggur fyrir núna og svo verður bara að taka næstu skref og vinna úr henni í framhaldinu.“ Ekki náðist í Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar, við vinnslu fréttarinnar.Uppfært: Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt þar sem málfarsvilla var í upphaflegu fyrirsögninni.
Alþingi Kosningar 2017 Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Uppreist æru Tengdar fréttir Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45 Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54 Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Þetta eru málin sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram Alls eru 188 mál á þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar fyrir þing sem var að hefjast. 14. september 2017 12:45
Miklar efasemdir í grasrót Bjartrar framtíðar um ríkisstjórnarsamstarfið Stjórn Bjartrar framtíðar fundaði í kvöld og ræddi stöðuna vegna nýjustu vendinga í málum sem tengjast uppreist æru. 14. september 2017 22:54
Björt framtíð slítur ríkisstjórnarsamstarfinu Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti á fundi sínum í kvöld að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Kosningin fór fram rafrænt og lauk á tólfta tímanum í kvöld. 15. september 2017 00:06