Cassini-leiðangrinum lauk með miklum blossa Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2017 12:00 Cassini hefur sent ógrynni mikilfenglegra mynda af Satúrnusi aftur til jarðar á þrettán árum á braut um gasrisann. NASA/JPL-Caltech/Space Science Institute Bandaríska geimfarið Cassini bráðnaði og rifnaði í sundur með miklum blossa í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar í morgun. Stjórnendur farsins fengu staðfestingu á því fyrir stundu. Þar með lýkur einum best heppnaða geimkönnunarleiðangri sögunnar. Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. Staðfest var að sambandið geimfarsins við stjórnstöð á jörðina hefði rofnað kl. 11:55:46. Cassini var skotið á loft árið 1997 og komst geimfarið á braut um Satúrnus árið 2004. Ferðalag geimfarsins stóð því yfir í rétt tæp tuttugu ár og leiðangurinn við Satúrnus í um þrettán. Á þessum tíma ferðaðist Cassini um 7,6 miljarða kílómetra, safnaði 635 GB af vísindagögnum, uppgötvaði sex ný tungl og tók hátt í hálfa milljón mynda af Satúrnusi, hringjum hans og tunglum.Nokkrar tölulegar staðreyndir um Cassini-leiðangurinn.Ákveðið var að ljúka leiðangrinum með því stýra Cassini niður í lofthjúp Satúrnusar þar sem geimfarið bráðnaði og rifnaði í sundur. Með því vildu menn forðast að örverur sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu gætu endað á viðkvæmum tunglum eins og Títani eða Enkeladusi ef Cassini yrði skilinn eftir stjórnlaus á braut um Satúrnus. Ekki er talið útilokað að aðstæður séu til lífs á þessum tunglum. Stjórnendur farsins voru klökkir og féllust í faðma stjórnstöðinni JPL í Kaliforníu þegar staðfest var að Cassini hefði farist og þessu langa verkefni væri lokið.Our spacecraft has entered Saturn's atmosphere, and we have received its final transmission.— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Every time we see Saturn in the night sky, we'll remember. We'll smile. And we'll want to go back. #GrandFinale #GoodbyeCassini #Cassini pic.twitter.com/6tzJ4N9Jif— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Cassini showed us the beauty of Saturn. It revealed the best in us. Now it's up to us to keep exploring. pic.twitter.com/E4p1jOvFKf— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Some of our favorite postcards from our journeys at Saturn, now available in a free, downloadable e-book: https://t.co/mS4KvhVytg pic.twitter.com/xNbCWx2VTS— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 What instruments does @CassiniSaturn have on during its #GrandFinale dive into Saturn? These eight: https://t.co/SkKXom46CL #GoodbyeCassini pic.twitter.com/nnrzjWPKcE— NASA (@NASA) September 15, 2017 Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Bandaríska geimfarið Cassini bráðnaði og rifnaði í sundur með miklum blossa í lofthjúpi reikistjörnunnar Satúrnusar í morgun. Stjórnendur farsins fengu staðfestingu á því fyrir stundu. Þar með lýkur einum best heppnaða geimkönnunarleiðangri sögunnar. Síðasta sending Cassini átti sér stað um kl. 10:30 að íslenskum tíma í morgun. Merkið tók 83 mínútur að berast til jarðar. Staðfest var að sambandið geimfarsins við stjórnstöð á jörðina hefði rofnað kl. 11:55:46. Cassini var skotið á loft árið 1997 og komst geimfarið á braut um Satúrnus árið 2004. Ferðalag geimfarsins stóð því yfir í rétt tæp tuttugu ár og leiðangurinn við Satúrnus í um þrettán. Á þessum tíma ferðaðist Cassini um 7,6 miljarða kílómetra, safnaði 635 GB af vísindagögnum, uppgötvaði sex ný tungl og tók hátt í hálfa milljón mynda af Satúrnusi, hringjum hans og tunglum.Nokkrar tölulegar staðreyndir um Cassini-leiðangurinn.Ákveðið var að ljúka leiðangrinum með því stýra Cassini niður í lofthjúp Satúrnusar þar sem geimfarið bráðnaði og rifnaði í sundur. Með því vildu menn forðast að örverur sem gætu hafa lifað af utan á geimfarinu gætu endað á viðkvæmum tunglum eins og Títani eða Enkeladusi ef Cassini yrði skilinn eftir stjórnlaus á braut um Satúrnus. Ekki er talið útilokað að aðstæður séu til lífs á þessum tunglum. Stjórnendur farsins voru klökkir og féllust í faðma stjórnstöðinni JPL í Kaliforníu þegar staðfest var að Cassini hefði farist og þessu langa verkefni væri lokið.Our spacecraft has entered Saturn's atmosphere, and we have received its final transmission.— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Every time we see Saturn in the night sky, we'll remember. We'll smile. And we'll want to go back. #GrandFinale #GoodbyeCassini #Cassini pic.twitter.com/6tzJ4N9Jif— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Cassini showed us the beauty of Saturn. It revealed the best in us. Now it's up to us to keep exploring. pic.twitter.com/E4p1jOvFKf— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 Some of our favorite postcards from our journeys at Saturn, now available in a free, downloadable e-book: https://t.co/mS4KvhVytg pic.twitter.com/xNbCWx2VTS— CassiniSaturn (@CassiniSaturn) September 15, 2017 What instruments does @CassiniSaturn have on during its #GrandFinale dive into Saturn? These eight: https://t.co/SkKXom46CL #GoodbyeCassini pic.twitter.com/nnrzjWPKcE— NASA (@NASA) September 15, 2017
Vísindi Tengdar fréttir Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Mannkynið kveður Satúrnus eftir þrettán ára heimsókn Cassini-geimfarið hefur verið fulltrúi mannkynsins við reikistjörnuna Satúrnus í þrettán ár. Leiðangrinum lýkur á morgun þegar það þýtur niður í faðm gasrisans. Á ferðalagi sínu hefur Cassini afhjúpað leyndardóma Satúrnusar og uppgötvað nýja og framandi heima. 14. september 2017 09:30