Allt reynt til að bjarga þeim sem fastir eru í rústum bygginga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2017 23:30 Sjálfboðaliðar og björgunarsveitir vinna hörðum höndum við rístir bygginga. Vísir/Getty Björgunarsveitir og sjálfboðaliðar reyna allt sem hægt er til þess að bjarga þeim sem fastir eru í rústum bygginga eftir jarðskjálftann kröftuga sem reið yfir Mexíkó fyrr í kvöld. Yfir hundrað manns fórust í jarðskjálftanumÍ samtali við BBC segir blaðakonan Natasha Pizzey að hundruð sjálfboðaliða séu nú að störfum við hlið björgunarsveita í Mexíkó-borg. Myndaðar hafa verið raðir sem færi steina og annað brak frá rústum bygginga í von um að finna fólk á lífi. Þá segir hún einnig að sjálfboðaliðar noti meðal annars verslunarkerrur úr nærliggjandi búðum til þess að flytja brak og rústir á brott.Eins og greint hefur verið frá eru nákvæmlega 32 ár frá því að jarðskjálfti kostaði um tíu þúsund manns lífið. Svo virðist sem að í sumum tilvikum hafi fólk hunsað viðvörunarbjöllur vegna jarðskjálftans þar sem þeir töldu að um æfingu væri að ræða. Sjá einnig: Myndbönd sýna kraft skjálftans í MexíkóJarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, um klukkan sex að kvöldi til að íslenskum tíma. Jarðskjálftinn átti upptök sín um 120 kílómetra frá Mexíkóborg, samkvæmt upplýsingum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna.Þegar þetta er skrifað hafa yfirvöld staðfest að 119 eru látnir en óttast er að tala látinna muni hækka. Mest er mannfallið í Morelos-ríki þar sem 54 hafa látist. níu létust í Mexíkó-ríki, 30 í Mexíkóborg og 26 í Pueblo-ríki. Myndbönd frá vettvangi sýna hvernig byggingar hrundu til grunna í Mexíkóborg og ljóst er að mikið tjón hefur orðið að völdum skjálftans. Talið er að um fjórar milljónar manna séu án rafmangs af völdum jarðskjálftans. Fyrr í þessum mánuði létust um 90 manns í jarðskjáfta í Mexíkó. Þjóðarleiðtogar heims hafa vottað íbúum Mexíkó samúð sína, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Þá hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýst því yfir að yfirvöld þar í landi séu reiðubúin að aðstoða Mexíkó vegna skjálftans.God bless the people of Mexico City. We are with you and will be there for you.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2017 Devastating news from Mexico City. My thoughts are with those affected by today's earthquake - Canada will be ready to help our friends.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 19, 2017 Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Minnst 60 látnir eftir jarðskjálftann í Mexíkó Minnst 60 eru látnir eftir 7,1 stigs jarðskjálfti reið yfir miðhluta ríkisins í kvöld. Byggingar hrundu í höfuðborginni. 19. september 2017 22:20 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Björgunarsveitir og sjálfboðaliðar reyna allt sem hægt er til þess að bjarga þeim sem fastir eru í rústum bygginga eftir jarðskjálftann kröftuga sem reið yfir Mexíkó fyrr í kvöld. Yfir hundrað manns fórust í jarðskjálftanumÍ samtali við BBC segir blaðakonan Natasha Pizzey að hundruð sjálfboðaliða séu nú að störfum við hlið björgunarsveita í Mexíkó-borg. Myndaðar hafa verið raðir sem færi steina og annað brak frá rústum bygginga í von um að finna fólk á lífi. Þá segir hún einnig að sjálfboðaliðar noti meðal annars verslunarkerrur úr nærliggjandi búðum til þess að flytja brak og rústir á brott.Eins og greint hefur verið frá eru nákvæmlega 32 ár frá því að jarðskjálfti kostaði um tíu þúsund manns lífið. Svo virðist sem að í sumum tilvikum hafi fólk hunsað viðvörunarbjöllur vegna jarðskjálftans þar sem þeir töldu að um æfingu væri að ræða. Sjá einnig: Myndbönd sýna kraft skjálftans í MexíkóJarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, um klukkan sex að kvöldi til að íslenskum tíma. Jarðskjálftinn átti upptök sín um 120 kílómetra frá Mexíkóborg, samkvæmt upplýsingum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna.Þegar þetta er skrifað hafa yfirvöld staðfest að 119 eru látnir en óttast er að tala látinna muni hækka. Mest er mannfallið í Morelos-ríki þar sem 54 hafa látist. níu létust í Mexíkó-ríki, 30 í Mexíkóborg og 26 í Pueblo-ríki. Myndbönd frá vettvangi sýna hvernig byggingar hrundu til grunna í Mexíkóborg og ljóst er að mikið tjón hefur orðið að völdum skjálftans. Talið er að um fjórar milljónar manna séu án rafmangs af völdum jarðskjálftans. Fyrr í þessum mánuði létust um 90 manns í jarðskjáfta í Mexíkó. Þjóðarleiðtogar heims hafa vottað íbúum Mexíkó samúð sína, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Þá hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýst því yfir að yfirvöld þar í landi séu reiðubúin að aðstoða Mexíkó vegna skjálftans.God bless the people of Mexico City. We are with you and will be there for you.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2017 Devastating news from Mexico City. My thoughts are with those affected by today's earthquake - Canada will be ready to help our friends.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 19, 2017
Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Minnst 60 látnir eftir jarðskjálftann í Mexíkó Minnst 60 eru látnir eftir 7,1 stigs jarðskjálfti reið yfir miðhluta ríkisins í kvöld. Byggingar hrundu í höfuðborginni. 19. september 2017 22:20 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50
Minnst 60 látnir eftir jarðskjálftann í Mexíkó Minnst 60 eru látnir eftir 7,1 stigs jarðskjálfti reið yfir miðhluta ríkisins í kvöld. Byggingar hrundu í höfuðborginni. 19. september 2017 22:20
Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50