Allt reynt til að bjarga þeim sem fastir eru í rústum bygginga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2017 23:30 Sjálfboðaliðar og björgunarsveitir vinna hörðum höndum við rístir bygginga. Vísir/Getty Björgunarsveitir og sjálfboðaliðar reyna allt sem hægt er til þess að bjarga þeim sem fastir eru í rústum bygginga eftir jarðskjálftann kröftuga sem reið yfir Mexíkó fyrr í kvöld. Yfir hundrað manns fórust í jarðskjálftanumÍ samtali við BBC segir blaðakonan Natasha Pizzey að hundruð sjálfboðaliða séu nú að störfum við hlið björgunarsveita í Mexíkó-borg. Myndaðar hafa verið raðir sem færi steina og annað brak frá rústum bygginga í von um að finna fólk á lífi. Þá segir hún einnig að sjálfboðaliðar noti meðal annars verslunarkerrur úr nærliggjandi búðum til þess að flytja brak og rústir á brott.Eins og greint hefur verið frá eru nákvæmlega 32 ár frá því að jarðskjálfti kostaði um tíu þúsund manns lífið. Svo virðist sem að í sumum tilvikum hafi fólk hunsað viðvörunarbjöllur vegna jarðskjálftans þar sem þeir töldu að um æfingu væri að ræða. Sjá einnig: Myndbönd sýna kraft skjálftans í MexíkóJarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, um klukkan sex að kvöldi til að íslenskum tíma. Jarðskjálftinn átti upptök sín um 120 kílómetra frá Mexíkóborg, samkvæmt upplýsingum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna.Þegar þetta er skrifað hafa yfirvöld staðfest að 119 eru látnir en óttast er að tala látinna muni hækka. Mest er mannfallið í Morelos-ríki þar sem 54 hafa látist. níu létust í Mexíkó-ríki, 30 í Mexíkóborg og 26 í Pueblo-ríki. Myndbönd frá vettvangi sýna hvernig byggingar hrundu til grunna í Mexíkóborg og ljóst er að mikið tjón hefur orðið að völdum skjálftans. Talið er að um fjórar milljónar manna séu án rafmangs af völdum jarðskjálftans. Fyrr í þessum mánuði létust um 90 manns í jarðskjáfta í Mexíkó. Þjóðarleiðtogar heims hafa vottað íbúum Mexíkó samúð sína, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Þá hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýst því yfir að yfirvöld þar í landi séu reiðubúin að aðstoða Mexíkó vegna skjálftans.God bless the people of Mexico City. We are with you and will be there for you.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2017 Devastating news from Mexico City. My thoughts are with those affected by today's earthquake - Canada will be ready to help our friends.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 19, 2017 Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Minnst 60 látnir eftir jarðskjálftann í Mexíkó Minnst 60 eru látnir eftir 7,1 stigs jarðskjálfti reið yfir miðhluta ríkisins í kvöld. Byggingar hrundu í höfuðborginni. 19. september 2017 22:20 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Björgunarsveitir og sjálfboðaliðar reyna allt sem hægt er til þess að bjarga þeim sem fastir eru í rústum bygginga eftir jarðskjálftann kröftuga sem reið yfir Mexíkó fyrr í kvöld. Yfir hundrað manns fórust í jarðskjálftanumÍ samtali við BBC segir blaðakonan Natasha Pizzey að hundruð sjálfboðaliða séu nú að störfum við hlið björgunarsveita í Mexíkó-borg. Myndaðar hafa verið raðir sem færi steina og annað brak frá rústum bygginga í von um að finna fólk á lífi. Þá segir hún einnig að sjálfboðaliðar noti meðal annars verslunarkerrur úr nærliggjandi búðum til þess að flytja brak og rústir á brott.Eins og greint hefur verið frá eru nákvæmlega 32 ár frá því að jarðskjálfti kostaði um tíu þúsund manns lífið. Svo virðist sem að í sumum tilvikum hafi fólk hunsað viðvörunarbjöllur vegna jarðskjálftans þar sem þeir töldu að um æfingu væri að ræða. Sjá einnig: Myndbönd sýna kraft skjálftans í MexíkóJarðskjálftinn reið yfir rétt eftir klukkan eitt eftir hádegi að staðartíma, um klukkan sex að kvöldi til að íslenskum tíma. Jarðskjálftinn átti upptök sín um 120 kílómetra frá Mexíkóborg, samkvæmt upplýsingum Jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna.Þegar þetta er skrifað hafa yfirvöld staðfest að 119 eru látnir en óttast er að tala látinna muni hækka. Mest er mannfallið í Morelos-ríki þar sem 54 hafa látist. níu létust í Mexíkó-ríki, 30 í Mexíkóborg og 26 í Pueblo-ríki. Myndbönd frá vettvangi sýna hvernig byggingar hrundu til grunna í Mexíkóborg og ljóst er að mikið tjón hefur orðið að völdum skjálftans. Talið er að um fjórar milljónar manna séu án rafmangs af völdum jarðskjálftans. Fyrr í þessum mánuði létust um 90 manns í jarðskjáfta í Mexíkó. Þjóðarleiðtogar heims hafa vottað íbúum Mexíkó samúð sína, þar á meðal Donald Trump Bandaríkjaforseti. Þá hefur Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, lýst því yfir að yfirvöld þar í landi séu reiðubúin að aðstoða Mexíkó vegna skjálftans.God bless the people of Mexico City. We are with you and will be there for you.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 19, 2017 Devastating news from Mexico City. My thoughts are with those affected by today's earthquake - Canada will be ready to help our friends.— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) September 19, 2017
Tengdar fréttir Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50 Minnst 60 látnir eftir jarðskjálftann í Mexíkó Minnst 60 eru látnir eftir 7,1 stigs jarðskjálfti reið yfir miðhluta ríkisins í kvöld. Byggingar hrundu í höfuðborginni. 19. september 2017 22:20 Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Öflugur jarðskjálfti skók Mexíkó Skjáftinn olli talsverðu tjóni í höfuðborg landsins, Mexíkóborg, en vitni greina frá því að byggingar hafi verið rýmdar. 19. september 2017 18:50
Minnst 60 látnir eftir jarðskjálftann í Mexíkó Minnst 60 eru látnir eftir 7,1 stigs jarðskjálfti reið yfir miðhluta ríkisins í kvöld. Byggingar hrundu í höfuðborginni. 19. september 2017 22:20
Myndbönd sýna kraft jarðskjálftans í Mexíkó Byggingar hrundu í Mexíkó-borg og óttast er um líf fjölmargra eftir að jarðskjálfi að stærð 7,1 skók Mexíkó fyrr í kvöld. 19. september 2017 20:50