Lavrov heitir harkalegum viðbrögðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. september 2017 14:28 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Vísir/EPA Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heitir því að stjórnvöld Rússlands muni bregðast harkalega við aðgerðum Bandaríkjanna, sem ætlað sé að valda Rússlandi skaða. Þetta sagði ráðherrann degi eftir að yfirvöld Bandaríkjanna skipuðu Rússum að loka þremur starfsstöðvum sínum í Bandaríkjunum. Lavrov kvartaði einnig yfir því að þeir hefðu einungis fengið 48 klukkustundir til að fylgja tilmælum ráðamanna í Washington.Sjá einnig: Rússum gert að loka starfsstöðvum í Bandaríkjunum „Við munum bregðast við um leið og við ljúkum greiningu okkar,“ sagði Lavrov við rússneska nemendur í dag, samkvæmt frétt Reuters. Lavrov bætti við að hann vildi segja nemendunum alla söguna um samskipti Bandaríkjanna og þær refisaðgerðir sem hafa farið ríkjanna á milli á udanförnum árum. „Það var ríkisstjórn Obama sem byrjaði til að grafa undan samskiptum ríkjanna og til að koma í veg fyrir að Trump gæti komið uppbyggilegum hugmyndum sínum í verk og staðið við kosningaloforð sín,“ sagði Lavrov.Aðgerðirnar hófust 2014 Þau ummæli ráðherrans eru þó ekki rétt. Ríkisstjórn Barack Obama, í samvinnu með Evrópusambandinu, beitti Rússum refsiaðgerðum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 og hernaðaraðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa svo jafnvel verið hertar síðan. Það var svo í desember í fyrra sem ríkisstjórn Obama lét reka 35 rússneska erindreka og njósnara frá Bandaríkjunum eftir að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hjálpa Donald Trump. Lavrov hélt því einnig fram í dag, samkvæmt fréttaveitunni Tass, að þingmenn í Bandaríkjunum stæðu að baki aðgerðunum gegn Rússlandi. Markmið þeirra væri að grafa undan ríkisstjórn Donald Trump.(Uppfært: Í fyrstu stóð hér að ofan að Lavrov væri utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Það voru mistök og hefur það verið lagað.) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Sjá meira
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, heitir því að stjórnvöld Rússlands muni bregðast harkalega við aðgerðum Bandaríkjanna, sem ætlað sé að valda Rússlandi skaða. Þetta sagði ráðherrann degi eftir að yfirvöld Bandaríkjanna skipuðu Rússum að loka þremur starfsstöðvum sínum í Bandaríkjunum. Lavrov kvartaði einnig yfir því að þeir hefðu einungis fengið 48 klukkustundir til að fylgja tilmælum ráðamanna í Washington.Sjá einnig: Rússum gert að loka starfsstöðvum í Bandaríkjunum „Við munum bregðast við um leið og við ljúkum greiningu okkar,“ sagði Lavrov við rússneska nemendur í dag, samkvæmt frétt Reuters. Lavrov bætti við að hann vildi segja nemendunum alla söguna um samskipti Bandaríkjanna og þær refisaðgerðir sem hafa farið ríkjanna á milli á udanförnum árum. „Það var ríkisstjórn Obama sem byrjaði til að grafa undan samskiptum ríkjanna og til að koma í veg fyrir að Trump gæti komið uppbyggilegum hugmyndum sínum í verk og staðið við kosningaloforð sín,“ sagði Lavrov.Aðgerðirnar hófust 2014 Þau ummæli ráðherrans eru þó ekki rétt. Ríkisstjórn Barack Obama, í samvinnu með Evrópusambandinu, beitti Rússum refsiaðgerðum eftir innlimun þeirra á Krímskaga árið 2014 og hernaðaraðgerðir þeirra í austurhluta Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa svo jafnvel verið hertar síðan. Það var svo í desember í fyrra sem ríkisstjórn Obama lét reka 35 rússneska erindreka og njósnara frá Bandaríkjunum eftir að leyniþjónustur Bandaríkjanna komust að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum og hjálpa Donald Trump. Lavrov hélt því einnig fram í dag, samkvæmt fréttaveitunni Tass, að þingmenn í Bandaríkjunum stæðu að baki aðgerðunum gegn Rússlandi. Markmið þeirra væri að grafa undan ríkisstjórn Donald Trump.(Uppfært: Í fyrstu stóð hér að ofan að Lavrov væri utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Það voru mistök og hefur það verið lagað.)
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Sjá meira